Sérferðir Úrvals Útsýnar hafa notið vaxandi vinsælda, enda leggjum við ríka áherslu á góðan aðbúnað, ekki of stóra hópa, hæfilegar dagleiðir og fyrsta flokks fararstjórn. Er ekki tilvalið að njóta þess að fara með Úrval Útsýn í einhverja af okkar enstöku sérferðum, heimsækja fjarlægar slóðir og upplifa eitthvað alveg nýtt á hverjum degi?

Jól í Thailandi

Hua Hin og Bangkok

Úrval Útsýn býður upp á jólaferð til Thailands en landið hefur verðið rómað fyrir fegurð, fjölbreytni og einstaka gestrisni heimamanna. Það er óhætt að segja að Thailand sé ævintýri líkast: Hvítar strendur, villtir regnskógar, frumstæðir ættbálkar, fílahjarðir, búddamusteri, stórbrotin menning og framandi matargerð – Þetta allt og svo miklu meira finnur þú í Thailandi!

Ítölsk matarveisla

Piedmont-hérað

Má bjóða þér ítalska matarveislu? Áfangastaðurinn er Piedmont-hérað á norður-Ítalíu sem á íslensku er nefnt Fjallaland og á landamæri að Frakklandi og Sviss. Í þessari ferð komum við til með að smakka, skoða og njóta enda nær allt innifalið. Fjallaland er oft kallað draumaland sælkerans. Enginn stendur framar í pastalistinni og salami-pylsan smakkast hvergi betur. Skógarlundar gefa af sér einstakar Trufflur (villisveppi) og víngerðin, sem byggir á Nebbiolo-þrúgunum, er einstök í sinni röð. Í ferðinni er íslenskur fararstjóri en með honum í för verður reyndur sérfróður enskumælandi leiðsögumaður.

Egyptaland

Kaíró og sigling á Níl

Aðeins 2 sætir laus! Egyptaland er einstakt í sinni röð sem fóstrað hefur háþróuð menningarríki síðustu 4.500 ár. Lífæð landsins hefur alla tíð verið stórfljótið Níl og á bökkum þess getur að líta stórkostlegar minjar um horfnar menningarþjóðir sem réðu yfir ótrúlegu verkviti og sýndu trúarhita sinn og ótakmarkaða lotningu fyrir sínum háu herrum í gegnum stórfengleg musteri og listaverk.

Bangkok og Hua Hin

Bangkok, Hua Hin, Thailand

Úrval Útsýn býður upp á ferð til Thailands en landið hefur verðið rómað fyrir fegurð, fjölbreytni og einstaka gestrisni heimamanna. Það er óhætt að segja að Thailand sé ævintýri líkast: Hvítar strendur, villtir regnskógar, frumstæðir ættbálkar, fílahjarðir, búddamusteri, stórbrotin menning og framandi matargerð – Þetta allt og svo miklu meira finnur þú í Thailandi!

Riga

Höfðuborg Lettlands

Höfuðborg Lettlands, Riga, er stærsta borg Eystrasaltsríkjanna. Í Riga má finna einstaka blöndu gamalla og nýrra strauma í byggingum, mannlífi og í menningarsenunni. Hér er líf og fjör fyrir fjörkálfa, dulúðleg saga, fjölbreytt flóra menningar og fjöldi verslana og veitingastaða þar sem verðlag er upp á gamla móðinn.