Ertu með hóp?

Þú skemmtir þér, við skipuleggjum

Við sérhæfum okkur í skipulagningu ferða fyrir hópa af öllu tagi. Starfsfólk okkar er með áratuga reynslu, einstaka þekkingu og veitir persónulega þjónustu. Við höfum metnað til að skipuleggja ferðir frá a til ö.

Þjónusta okkar

  • Val á áfangastað og gistingu sem hentar þínum hóp
  • Við sjáum m.a. um að bóka veitingar, veislustjóra, veislusali, skemmtiatriði, fararstjóra, skoðunarferðir og rútur
  • Úrvalsþjónusta við hópinn allt frá hugmynd að heimferð!

Hugmyndir fyrir hópinn

Dublin

Aðventuferð

Dublinarbúar hefja jólavertíð sína seinni partinn í nóvember þegar jólaljósin eru tendruð og þá er skellt í líflega og skrautlega skrúðgöngu. Jólaljósin skína fram á þrettándann í byrjun nýs árs. Um leið og jólaandinn breiðir úr sér yfir borgina lifnar yfir verslunum, götusölum og úti-listamönnum, veitingarhúsum og pöbbum. Vinaleg hátíðarstemmning sem á engan sinn líka.

Lissabon

Portúgal

Iðandi mannlíf, þröngar götur, grænir skrúðgarðar, fornar byggingar, saga og rómantík einkenna borgina Lissabon í Portúgal. Lissabon hefur yfir sér ákveðinn þokka þar sem minningar glæstrar fortíðar Portúgala, kallast á við iðandi nútímann — við mælum með því að eyða góðum tíma í að skoða portúgalska muni, njóta andrúmsloftsins og setjast niður í drykk og fylgjast með mannlífinu í þessari dásamlegu borg.

Róm

Ítalía

Róm, borg sem lifir að eilífu. Með sinni gómsætu matarhefð, menningu og stórkostlegu list. Borgin er bæði falleg og spennandi, enda er andrúmsloftið ólíkt öðrum borgum, svo afslappað en á sama tíma lifandi. Flestir hafa lesið um borgina en enginn hefur raunverulega kynnst henni fyrr en að hafa gengið um fornar götur og anda að sér ilmi liðinna alda.

Porto

Portúgal

Við bjóðum uppá 3 nátta ferð  til hinnar skemmtilegu og fallegu borgar Porto í norðurhluta Portúgal.  Borgin, sem er önnur stærsta borg landsins með 2,4 milljónir íbúa, liggur á strönd Atlantshafsins við ósa stórfljótsins Douro. Við bjóðum beint flug og úrval góðra hótela í miðborginni.

Kaupmannahöfn

Aðventuferð

Raunar er Kaupmannahöfn Margrétar drottningar á okkar dögum en þar sátu kóngar Íslendinga í nokkrar aldir. Þá var hún höfuðborg Íslands og þangað lágu allar leiðir. Ekki þarf að ganga lengi um miðborgina að ekki blasi við slóðir og arfleifð Íslendinga fyrr á tíð og enn búa nokkur þúsund landsmanna í Kaupmannahöfn og næsta nágrenni við nám og störf.

Berlín

Aðventuferð

Það er dásamlegt að koma til Berlínar þegar jólaljósin ljóma og borgin skartar sínum fegurstu jólaskreytingum og hinir þekktu Berlínar- jólamarkaðir út um alla borg. Fáar borgir hafa annan eins kraft og Berlín. Endalaust hægt að ganga um og uppgötva eitthvað nýtt og spennandi.Fara á milli staða í neðanjarðarlestinni og skoða og fræðast, fyrir nú utan að stoppa á hinum heimsfrægu ölstofum borgarinnar eða grípa sér bratwurtz á götuhorni. Berlín er tilvalin fyrir hópa sem vilja njóta alls hins besta í mat, drykk og menningu.

Glasgow

Aðventuferð

Glasgow er iðandi stórborg með langa sögu. Það er af sem aður var, sótug hús, iðnaðarverksmiðjur og skipasmíðar, því nú er Glasgow ein vinsælasta ferðamannaborg í Vestur-Evrópu. Borgin hefur skipt rækilega um búning og nú bera hæst framsækið menningarlíf, eldheit skemmtanasena og blómleg verslun. Borgin er nú sérstaklega hrein en húsin bera með sér langa sögu. Heimamenn eru vinalegir enda er ferðaþjónusta ört vaxandi atvinnugrein. Í borginni er einnig gróskumikil menningarstarfsemi, fjölmörg þekkt söfn og sýningarsalir en einnig fjöldi verslana og veitingastaða. UNESCO tilnefndi Glasgow nýlega sem „Borg tónlistarinnar“ og staðfesti þar með endanlega að Glasgow stendur undir því orðspori sem af henni fer: ein af fremstu menningarborgum í Evrópu.

Riga

Höfðuborg Lettlands

Höfuðborg Lettlands, Riga, er stærsta borg Eystrasaltsríkjanna. Í Riga má finna einstaka blöndu gamalla og nýrra strauma í byggingum, mannlífi og í menningarsenunni. Hér er líf og fjör fyrir fjörkálfa, dulúðleg saga, fjölbreytt flóra menningar og fjöldi verslana og veitingastaða þar sem verðlag er upp á gamla móðinn.

Sendu okkur fyrirspurn