Ertu með hóp?
Þú skemmtir þér, við skipuleggjum
Hugmyndir fyrir hópinn
Berlín aðventuferð
Aðventuferð
Það er dásamlegt að koma til Berlínar þegar jólaljósin ljóma og borgin skartar sínum fegurstu jólaskreytingum og hinir þekktu Berlínar- jólamarkaðir út um alla borg.
Fáar borgir hafa annan eins kraft og Berlín. Endalaust hægt að ganga um og uppgötva eitthvað nýtt og spennandi.Fara á milli staða í neðanjarðarlestinni og skoða og fræðast, fyrir nú utan að stoppa á hinum heimsfrægu ölstofum borgarinnar eða grípa sér bratwurtz á götuhorni. Berlín er tilvalin fyrir hópa sem vilja njóta alls hins besta í mat, drykk og menningu.
Hamborg
VOR 2021
Það er margt framsækið við gömlu Hamborg. Auk þess að vera næst stærsta og ein fegursta borg Þýskalands, er hún ein framsæknasta borg landsins. Það sem meira er: Hamborg er afar græn með fjölda opinna svæða, garða og torga.
Riga
Haust 2021
Höfuðborg Lettlands, Riga, er stærsta borg Eystrasaltsríkjanna. Í Riga má finna einstaka blöndu gamalla og nýrra strauma í byggingum, mannlífi og í menningarsenunni.
Hér er líf og fjör fyrir fjörkálfa, dulúðleg saga, fjölbreytt flóra menningar og fjöldi verslana og veitingastaða þar sem verðlag er upp á gamla móðinn.