Ertu með hóp?

Þú skemmtir þér, við skipuleggjum

Við sérhæfum okkur í skipulagningu ferða fyrir hópa af öllu tagi. Starfsfólk okkar er með áratuga reynslu, einstaka þekkingu og veitir persónulega þjónustu. Við höfum metnað til að skipuleggja ferðir frá a til ö.

Þjónusta okkar

  • Val á áfangastað og gistingu sem hentar þínum hóp
  • Við sjáum m.a. um að bóka veitingar, veislustjóra, veislusali, skemmtiatriði, fararstjóra, skoðunarferðir og rútur
  • Úrvalsþjónusta við hópinn allt frá hugmynd að heimferð!

Hugmyndir fyrir hópinn

Edinborg

Aðventuferð

Edinborg er ein vinsælasta ferðamannaborg Norður-Evrópu og oft nefnd sú skemmtlegasta. Jólamarkaðurinn í Edinborg (16. nóv-4. jan) er haldinn í East Princess Street Gardens og í fyrra sóttu hann um 900.000 manns. Markaðurinn er hefðbundinn með fjölmörgum sölubásum sem bjóða fjölbreyttar jólatengdar vörur og ekki síður sælgætisrétti. Þá er boðið upp á skemmtitæki og viðburði af ólíku tagi.

Riga

Vor 2021

Höfuðborg Lettlands, Riga, er stærsta borg Eystrasaltsríkjanna. Í Riga má finna einstaka blöndu gamalla og nýrra strauma í byggingum, mannlífi og í menningarsenunni. Hér er líf og fjör fyrir fjörkálfa, dulúðleg saga, fjölbreytt flóra menningar og fjöldi verslana og veitingastaða þar sem verðlag er upp á gamla móðinn.

München

Hópferð,

Höfuðborg Bæjaralands í Suður-Þýskalandi hefur um aldir verið á krossgötum menningarstrauma og alla tíð sannkölluð gleðiborg. Það er engin tilviljun að gælunafn borgarinnar er “Weltstadt mit Herz”, heimsborg með hjarta.

Berlín

Aðventuferð

Það er dásamlegt að koma til Berlínar þegar jólaljósin ljóma og borgin skartar sínum fegurstu jólaskreytingum og hinir þekktu Berlínar- jólamarkaðir út um alla borg.   Fáar borgir hafa annan eins kraft og Berlín. Endalaust hægt að ganga um og uppgötva eitthvað nýtt og spennandi.Fara á milli staða í neðanjarðarlestinni og skoða og fræðast, fyrir nú utan að stoppa á hinum heimsfrægu ölstofum borgarinnar eða grípa sér bratwurtz á götuhorni. Berlín er tilvalin fyrir hópa sem vilja njóta alls hins besta í mat, drykk og menningu.

Hamborg

VOR 2021

Það er margt framsækið við gömlu Hamborg. Auk þess að vera næst stærsta og ein fegursta borg Þýskalands, er hún ein framsæknasta borg landsins. Það sem meira er: Hamborg er afar græn með fjölda opinna svæða, garða og torga.

Glasgow

Aðventuferð

Glasgow er iðandi stórborg með langa sögu. Það er af sem aður var, sótug hús, iðnaðarverksmiðjur og skipasmíðar, því nú er Glasgow ein vinsælasta ferðamannaborg í Vestur-Evrópu. Borgin hefur skipt rækilega um búning og nú bera hæst framsækið menningarlíf, eldheit skemmtanasena og blómleg verslun. Borgin er nú sérstaklega hrein en húsin bera með sér langa sögu. Heimamenn eru vinalegir enda er ferðaþjónusta ört vaxandi atvinnugrein. Í borginni er einnig gróskumikil menningarstarfsemi, fjölmörg þekkt söfn og sýningarsalir en einnig fjöldi verslana og veitingastaða. UNESCO tilnefndi Glasgow nýlega sem „Borg tónlistarinnar“ og staðfesti þar með endanlega að Glasgow stendur undir því orðspori sem af henni fer: ein af fremstu menningarborgum í Evrópu.

Sendu okkur fyrirspurn