Hér er komið afbragðs ferðaplan á fjarlæga og framandi eyju í Indlandshafi. Á rúmlega vikuferð um Sri Lanka verða allir helstu staðir eyjunnar þræddir svo sem Negombo, Sigiriya, Nuvara Eliya, Yalaþjóðgarðurinn, Kandy og fleiri markverðir og heillandi staðir. Eftir átta nætur á ferðalagi er komið að strandsældinni við Kalutara þar sem fimm dagar í blíðu og sæld gefa ferðalöngum tækifæri til að melta allt sem fyrir augu hefur borið, njóta strandlífsins eða bæta við sig völdum sérferðum því ekki er ólíklegt að einhverjir verði svo heillaðir af Sri Lanka að þeir vilji halda áfram að rannsaka og njóta menningar og náttúru þessarar einstöku eyju.
    Sæki dagsetningar...

    Verð og dagsetningar

    Sæki verð...
    Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, morgunverður í tilgreindum tvíbýlum, allur akstur á milli flugvalla og gististaða einsog tilgreint er í ferðalýsingunni, aðstoð og leiðsögn innlendra aðila, og allar tilgreindar ferðir með aðgangseyrir, akstri og öðru tilheyrandi.
    Ekki innifalið í verði: Kostnaður við vegabréfsáritanir eða afgreiðslu á landamærum, eða þjórfé, persónuleg útgjöld og annað það sem ekki er nefnt hér að framan.

    Ferðalýsing

    Athugið

    • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
    • Flug með Emirates og Icelandair
    • Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina og endurgreiða staðfestingargjald. Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Vegabréf þurfa að gilda í minnst 6 mánuði umfram áætlaða heimkomu. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.