Sigling með skemmtiferðaskipi er einstök upplifun sem seint gleymist. Úrval Útsýn er með samning við stærstu og glæsilegustu skipafélög í heimi. Við bjóðum upp á skipulagðar ferðir með íslenskum fararstjóra eða sérsníðum draumasiglinguna þína.

Austur Karíbahaf

Oasis of the Seas

Fort Lauderdale (Flórída) – Bahamaeyjar – Charlotte Amalie (St. Thomas) – San Juan (Puerto Rico) – Labadee (Haiti) – Fort Lauderdale (Flórída). Áhugaverð, skemmtileg og fræðandi sigling á vit margra perla Mið-Ameríku og Karíbahafs, staða sem alla jafnan eru utan alfaraleiða, um borð í lúxusskipi. Auk fjögurra spennandi áfangastaða gefst góður tími til að njóta aðbúnaðar, veislufanga og þjónustu um borð þar sem hver hefur sína hentisemi og blanda geði í góðum hópi.

Vestur-Karíbahaf

Harmony of the Seas

Canaveralhöfði (Flórída) - Bahamaeyjar - Cozumel (Mexíkó) - Roatan (Hondúras) - Puerto Costa Maya (Mexíkó) - Canaveralhöfði (Flórída). Áhugaverð, skemmtileg og fræðandi sigling á vit margra perla Mið-Ameríku og Karíbahafs, staða sem alla jafnan eru utan alfaraleiða, um borð í lúxusskipi. Auk fjögurra spennandi áfangastaða gefst góður tími til að njóta aðbúnaðar, veislufanga og þjónustu um borð þar sem hver hefur sína hentisemi og blanda geði í góðum hópi.

Lúxus sigling á eigin vegum

Sveigjanlegar dagsetningar
Úrval Útsýn er með samning við Princess Cruises, Royal Caribbean, Celebrity Cruises og Carnival Cruises, en þetta eru stærstu og glæsilegustu skipafélög í heimi. Mörg hundruð Íslendinga hafa ferðast á vegum Úrvals Útsýnar með þessum skipafélögum. Við bjóðum upp á skipulagðar ferðir með íslenskum fararstjórum eða klæðskerasníðum þína draumasiglingu. Er stórafmæli framundan eða sérstakt tilefni sem vert er að halda upp á? Hafðu samband við sölumenn okkar sem geta ráðlagt ykkur og aðstoðað við að bóka lúxus siglinguna þína.
Snídd að þér

Sigling um Suðaustur-Asíu

Quantum of the Seas

Singapore - Malacca, Malasía - Phuket, Thailand - Port Klang, Malasía - Singapore. Velkomin í lúxussiglingu með Úrval-Útsýn um spennandi siglingaleið meðfram vesturströnd Malakkaskagans um borð í ótrúlegu glæsifleyi. Skipið, Quantum of the Seas, var hið fyrsta í nýjum flokki lúxusskipa sem ber nafn skipsins; Quantum-flokkur, sem eru ein allra stærstu skemmtiferðaskip heims.
UPPSELT