Þetta ævintýri Mexíkó er krydd og gleði, skærir litir, ljúfar stundir, heillandi menning og stórbrotin náttúrufegurð. Þín bíða dásamlegir dagar í notalegu loftslagi og stórkostlegri náttúrufegurð Yucatánskagans, í nálægð við hrífandi menningu í litríkum nýlendubæjum með spennandi mörkuðum og unaðslegum matarkúltúr. Hringferðin um Yucatánskagann er djúp þó dagleiðir séu stuttar. Ferðin hefst og endar í Playa del Carmen strandbænum við Karíbahaf, þaðan sem ekið er til Valladolid, Uxmal, Campeche og Merida áður en snúið er aftur til stranda. Akstur hvern daga er ekki lengri en 2-3 klst eða 100-300 km svo ferðarykið er lítið en upplifanir og rannsóknir djúpar.
    Sæki dagsetningar...

    Verð og dagsetningar

    Sæki verð...
    Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, flug með Icelandair og WestJet. Allir skattar og gjöld innifalin auk farangurs, gisting í tvíbýli með morgunmat á tilgreindum hótelum, allur akstur milli flugvalla og gististaða eins og tilgreint er í ferðalýsingunni hér að framan, tilgreindar skoðunarferðir auk aðgangseyris, tveir hádegisverðir alla ferðadaga auk þess einn kvöldverður, og Íslensk fararstjórn og þjónusta erlendra leiðsögumanna.
    Ekki innifalið í verði: Kostnaður við vegabréfsáritanir eða afgreiðslu á landamærum, "late/early check-in/out" á hótelum, hádegisverður stranddagana, eða þjórfé persónuleg útgjöld og annað það sem ekki er nefnt sérstaklega hér að framan.

    Ferðalýsing

    Gistingar í boði

    Athugið

    • Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
    • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.