Stingum af úr myrkri Íslands á miðjum vetri í exótík og dásemd við miðbauginn þar sem veðrið er hlýtt og sólin trygg. Höldum á vit ævintýra Taílands þar sem framandleikinn er samt svo blíður og þægilegur. Hér er létt og ljúf en þó innihaldsrík lúxusreisa um strandbæinn Hua Hin og höfuðborgina Bangkok. 8 dagar í vellystingum í Hua Hin og 2 dagar í einni ævintýralegustu borg heims. Einstaklega þægilegt flug sem færir ykkur 7 tímabelti austar yfir álfur og höf á meginland Suð-Austur Asíu. Flogið með Icelandair og Thai Airways flugfélaginu á tryggan máta á einum flugmiða sem gefur kost á innritun alla leið frá Keflavík til Bangkok.
  Sæki dagsetningar...

  Verð og dagsetningar

  Sæki verð...
  Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, flug með Icelandair og Thai Airways, gisting í tvíbýli með morgunmat í tilgreindum hótelum, allur akstur á milli flugvalla og gististaða eins og tilgreint er í ferðalýsingu, tilgreindar skoðunarferðir auk aðgangseyris, og íslensk fararstjórn og þjónusta erlendra leiðsögumanna.
  Ekki innifalið í verði: Kostnaður við vegabréfsáritanir eða afgreiðslu á landamærum, eða þjórfé persónuleg útgjöld og annað það sem ekki er nefnt sérstaklega.

  Ferðalýsing

  Athugið

  • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
  • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
  • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.