Úrval-Útsýn er í samstarfi við og hefur einkaleyfi fyrir AmaWaterways sem er eitt fremsta fljóta-siglingafyrirtæki heims. Fyrirtækið hefur yfir að ráða hátt í 20 fljótasnekkjum sem allar teljast til lúxusflokks og sífellt bætast ný fley í hópinn. AmaWaterways var stofnað árið 2002 og er enn í eigu stofnendanna, Rudi Schreiner og Kristin Carst, sem eru marg heiðruð fyrir störf sín. Undanfarin ár hefur ferðaútgáfan Berlitz valið bestu evrópsku fljótaskipin þar sem tekið er mið af gistiaðstöðu, matseld, þjónustu og nokkrum öðrum þáttum um borð. Það kemur engum á óvart að af 310 fleyjum eru fljótaskip AmaWaterways í efstu sætum ár eftir ár..

Bestu hliðar Frakklands

Frakkland

Taste of Bordeaux er einstæð fljótasigling frá Bordeaux í Frakklandi. Þessi magnaða ferð hefst í París þar sem gist verður fyrstu og síðustu nóttina á 5 stjörnu hóteli og ferðast með TGV-hraðlestinni milli Parísar og Bordeaux. Siglingin hefst í Bordeaux, höfuðstað Aquitanie-héraðs  og örugglega höfuðborgar vínræktar á heimsvísu.

Gullmolar Miðalda

Þýskaland

Medeval Treasures fer um ána Rín og þýska fljótið Main. Ferðin hefst í Basel í Sviss þaðan sem siglt er niður Rín en til móts við Frankfurt er sveigt til austurs upp Main-fljót þaðan sem leið liggur þvert í gegnum Þýskaland.

Hin heillandi Rín milli Amsterdam og Basel

Amsterdam, Basel

Farþegar geta valið hvort þeir sigla upp Rínarfljót (Captivating Rhine) eða niður fljótið (Enchanting Rhine). Siglingin hefst annaðhvort í Amsterdam eða Basel í Sviss en komið er við á sömu stöðum á báðum leiðum.

Legendary Danube

Dóná

Lúxus-fljótasigling niður helsta fljót Evrópu (næst lengst á eftir Volgu) sem kemur upp í Þýskalandi og rennur í gegnum 10 lönd (sem er heimsmet!) áður en hún endar 2.860 km leið í Svartahafi.

Túlípanar og ævintýraheimar

Amsterdam

Þessi sigling er sannkölluð vorveisla á vit skrautblóma, vindmylla, blómlegra sveita og borga. Fögnum vorinu á síkjum Amsterdam, á risastórum túlípanaökrum, og á vorblómasýningunni Floralia í  ævintýralegum vindmyllum og listaverkum risanna Rubens og Michelangelo. Því til viðbótar tímalausu Delft postulíninu, rómuðum arkitektúr miðalda í borgunum Brugge, Middelburg og Ghent. Allt umvafið belgísku eðal-súkkulaði, volgum vöfflum og gómsætum ostum. Umhverfið allt minnir helst á  ævintýrabók. Fjöldi skoðunarferða á fæti, á hjólum eða bátum.

Vietnam og Kambódía

Thailand

Ef til vill kemur á óvart að vinsælasta sigling íslenskra ferðalanga með AmaWaterways sé þessi magnaða sigling um eitt stórfljóta heims, Mekong, í Suðaustur-Asíu.