Úrval-Útsýn er í samstarfi við og hefur einkaleyfi fyrir AmaWaterways sem er eitt fremsta fljóta-siglingafyrirtæki heims. Fyrirtækið hefur yfir að ráða hátt í 25 fljótasnekkjum sem allar teljast til lúxusflokks og sífellt bætast ný fley í hópinn. AmaWaterways var stofnað árið 2002 og er enn í eigu stofnendanna, Rudi Schreiner og Kristin Carst, sem eru marg heiðruð fyrir störf sín. Undanfarin ár hefur ferðaútgáfan Berlitz valið bestu evrópsku fljótaskipin þar sem tekið er mið af gistiaðstöðu, matseld, þjónustu og nokkrum öðrum þáttum um borð. Það kemur engum á óvart að af 310 fleyjum eru fljótaskip AmaWaterways í efstu sætum ár eftir ár.

Charms of Mekong

Töfrar Mekong-fljóts

Sveigjanlegar dagsetningar
Fimm stjörnu fljótasigling um Mekong fljótið í gegnum Víetnam og Kambódíu með fremsta fljótasiglingafélagi heims. Í  boði eru  siglingar á tímabilinu jan-apr 2020, ágúst-des 2020 og jan-apr 2021. Verðdæmi á mann í tvíbýli: Charms of Mekong, 14.-28 nóv: Frá 850.000 kr. í B-herbergi  
Snídd að þér

Medieval Treasures

Gullmolar miðalda

Sveigjanlegar dagsetningar
Lúxussigling á Rín og þýska fljótinu Main. Ferðin hefst í Basel í Sviss, siglt niður Rín en til móts við Frankfurt sveigt til austurs upp Main-fljót og þvert í gegnum Þýskaland. Siglingunni lýkur í Nuremberg. Verðdæmi  á mann í tvíbýli: Mediveal Treasures, 10.-17. sept: Frá 730.900 kr. í C-herbergi. Í  boði eru 5 siglingar á tímabilinu maí-september 2020  
Snídd að þér

París og Normandý

Sigling á Signu

Sveigjanlegar dagsetningar
Ferðin hefst með flugi til Parísar, borgar lista og ástar, þar sem stigið verður um borð í lúxusfleytuna AmaLyra. Áin Signa ber okkur til hafnarborgarinnar Le Havre,  til heillandi sjávarþorpsins Honfleur þar sem höfnin hefur innblásið listmálara um langa hríð og Rúðuborgar þar sem málverkaséníið Monet var og hét og Jóhanna af Örk var brennd a báli. Þessi sigling er í boði nær vikulega frá mars til nóvember. Verðdæmi  á mann í tvíbýli: París og Normandý, 16. maí: Frá 681.500 kr. í C-herbergi  
Snídd að þér

Enchanting/Captivating Rhine

Hin heillandi Rín milli Amsterdam og Basel

Sveigjanlegar dagsetningar
Hér gefst færi á að kynnast náið rómantík Rínarfljóts og blómlegum sveitum og bæjum sem byggst hafa á bökkum þessarar mögnuðu elfu. Sagan kallast á, í formi kastalarústa sem gnæfa yfir fljótinu og gömlum og einstaklega sjarmerandi þorpum og bæjum. Ekki að ástæðulausu að Rín hafi varpað andagift yfir skáld í ljóðum, sögum og tónlist. Leiðin liggur um blómleg héruð og ár við fallega bæi og borgir á borð við Köln, Rüdesheim, Mannheim, Strassborg, og Breisach, en siglingunni lýkur í Amsterdam eða Basel. Þessar siglingar eru í boði nær vikulega frá 15. mars-28. des. 2020. Enchanting Rhine, 22.-29. okt: Frá 768.750 kr. í C-herbergi. Captivating Rhine: 2.-9. nóv: Frá 611.660 kr.
Snídd að þér

Melodies of the Danube

Laglínur Dónár

Sveigjanlegar dagsetningar
Lúxusferð í fljótasiglingu á Dóná, mesta stórfljóti Evrópu, í gegnum ægifagra náttúru og spennandi borgir til móts við svæði sem innblásið hafa tónskáld, arkitekta, málara og ljóðskáld er skapað hafa tímalausa fegurð. Verðdæmi á mann: Melodies of the Danube, 23. ágúst: Frá 636.950 kr. í CB-herbergi.  
Snídd að þér

Christmas markets on the Rhine

Jólamarkaðir við Rín

Sveigjanlegar dagsetningar
Jólamarkaðir í Evrópu byggja á aldalangri hefð en þeir opna þegar aðventa gengur í garð og lýkur um jólaleytið. Það er fátt sem vekur upp hinn sanna gleðilega jólaanda meira, en að flögra um markaðina, skoða ótrúlegan fjölda vara, sem tengjast jólum, njóta skemmtunar, smakka á góðgæti og gera jólamiðinum góð skil. Það er úr mörgum mörkuðum að velja og hver hefur sín sérkenni og yfirbragð. Verðdæmi á mann í tvíbýli: Christmas markets on the Rhine,  23. nóv: Frá 552.900 kr. í CB-herbergi  
Snídd að þér