Er þetta ekki hin fullkomna ferðablanda; við byrjum á að skoða og kynnast magnaðri sögu og heillandi menningu Stone Town forns höfuðstaðar Zanzibar, því næst er flogið til Tansaníu og farið í þriggja daga náttúru- og villidýrasafarí og lokakaflinn eru svo ljúfir dagar á ströndum Zanzibar. Til að tryggja að ferðalangar nái að kynnast því besta og skilja vel eðli, sögu og menningu þessara framandi staða er ferðin leidd af reynsluboltanum Kristjáni Steinsson sem þekkir svæðið vel og hefur stýrt fjölda ferða um Zanzibar.
    Sæki dagsetningar...

    Verð og dagsetningar

    Sæki verð...
    Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, gisting tvíbýli með morgunmat í Stone Town, fullt fæði í safaríferðinni og hálft fæði á strandhótelinu, allur akstur á milli flugvalla og gististaõa einsog tilgreint er í ferðalýsingu, leiðsögn innlenda sérhæfðra aðila, og allar tilgreindar ferðir með aðgangseyri, akstri og öðru tilheyrandi.
    Ekki innifalið í verði: Kostnaður við vegabréfsáritanir eða afgreiðslu á landamærum, eða þjórfé, persónuleg útgjöld og annað sem ekki er nefnt hér fyrir framan.

    Ferðalýsing

    Athugið

    • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.