Úrval Útsýn býður upp á fjöldann allan af lífstíls- og hreyfiferðum um alla Evrópu. Gönguferðir, hjólaferðir, hlaupaferðir og slökunarferðir eru dæmi um heillandi ferðir sem lúta að hreyfingu, heilbrigði og hressandi upplifun.

Heilsurækt huga, líkama og sálar

Kanarí

Endurnærandi heilsu- og lífstílsnámskeið og upplifun þar sem Unnur mun bjóða upp á skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar og fyrirlestra sem endurhlaða líkama, vellíðan og sál. Boðið verður upp á morgungöngur, Fusion Pilates, Yoga, dansfjör, Tabata æfingar, styrkur og fleira verða á boðstólnum auk fyrirlestra sem fjalla um bætt heilsufar líkama, geðræktar, sálar og huga. Í ferðinni er lögð áhersla á að njóta líðandi stundar, minnka streitu, núllstilla hugann, slökkva á farsímum, fræðast um betri lífsgæði, stunda heilsurækt undir berum himni. Fyrirlestrar eru fræðandi og fjalla um bætta heilsu og vellíðan til að auka fræðslu og skilning á efninu.

Gönguferð

um Amalfi og Sorrento

Það er skoðun margra að Sorrento-skaginn og Amalfi-hérað, skammt sunnan við Napolí á Ítalíu, sé fallegasti staður á jarðríki. Kannski umdeilanlegt en sannarlega ekki fjarri lagi. Við bjóðum nú skemmtilega og fróðlega gönguferð um þetta Paradísarland.

Gönguferð

um Amalfi og Sorrento

Það er skoðun margra að Sorrento-skaginn og Amalfi-hérað, skammt sunnan við Napolí á Ítalíu, sé fallegasti staður á jarðríki. Kannski umdeilanlegt en sannarlega ekki fjarri lagi. Við bjóðum nú skemmtilega og fróðlega gönguferð um þetta Paradísarland.

Raf-hjólaferð

Gardavatn á Ítalíu

Er hægt að hugsa sér skemmtilegri ferðamáta um einhverjar mögnuðustu ferðamannaslóðir Evrópu? Norður-Ítalía hefur allt í slíkt ferðalag! Hið gullfallega Gardavatn, hrikaleg og mögnuð Dólómítafjölllin, borg Romeós og Júlíu, Verona, eina flottustu dómkirkju álfunnar í Milanó og vínekrur og góðan mjöð. Rafhjólin gefa kost á að fara utan alfaraleiða um fallegar sveitir, lítil þorp og á vit skrautgarða og þjóðgarða í fremstu röð. Einfaldlega mögnuð blanda á fínum hjólatíma þegar þyngsti ferðamannastraumurinn er að baki, hitastigið örlítið farið að síga en Ítalía þó enn í sumarbúningi. Dvalið verður á góðu hóteli við Gardavatnið og skroppið í stuttar og lengri hjólaferðir þaðan. Í lok ferðar verður dvalið í Mílanó þar sem hver og einn gerir það sem hugurinn girnist.

Sæluganga

Salzkammergut í Austurríki

Þessi gönguferð um fallegustu héruð Austurríkis er einstök upplifun fyrir alla göngugarpa. Árið 1997 rataði svæðið “Hallstatt - Dachstein / Salzkammergut” á heimsminjaskrá UNESCO.