Úrval Útsýn býður upp á fjöldann allan af lífstíls- og hreyfiferðum um alla Evrópu. Gönguferðir, hjólaferðir, hlaupaferðir og slökunarferðir eru dæmi um heillandi ferðir sem lúta að hreyfingu, heilbrigði og hressandi upplifun.

Gönguferð

Amalfi og Sorrento

Dagur 1 | 3. október Ferðin hefst með hádegisflugi Lufthansa til Frankfurt og stuttu seinna framhaldsflugi til Napólí þar sem lent verður seint að kvöldi. Á flugvelli bíður rúta eftir hópnum og flytur hann til Hótels Eden Blue sem verður dvalarstaður hópsins alla ferðina. Nánari upplýsingar um hótelið er að finna neðar á þessari síðu.
UPPSELT

Gönguferð

Amalfi og Sorrento

Það er skoðun margra að Sorrento-skaginn og Amalfi-hérað, skammt sunnan við Napolí á Ítalíu, sé fallegasti staður á jarðríki. Kannski umdeilanlegt en sannarlega ekki fjarri lagi. Við bjóðum nú skemmtilega og fróðlega gönguferð um þetta Paradísarland. Vikulöng  dvöl á 4ra stjörnu hóteli í nágrenni Sorrento með unaðslegu útsýni yfir Napolíflóa, eldkeiluna Vesúvíus og örskammt frá Sorrento og Amalfi. Í sjö daga verður gengið um helstu djásn þessa rómaða héraðs en einnig gefst frjáls tími. Í ferðinni er innifalinn morgunverður og kvöldverður alla daga og  fyrir dagskrárliðum ferðarinnar fer reynslumikill íslenskur fararstjóri og á helstu gönguleiðum bætist við sérfróður, enskumælandi göngu-leiðsögumaður. 

Gönguferð um Eyju hins eilífa vors

Madeira

Madeira, Eyja hins eilífa vors, er sannkölluð Paradís göngumannsins. Þótt þessi eldfjallaeyja sé ekki ýkja stór er landslagið margbreytilegt, útsýni firna fagurt og göngustígar liggja svo að segja um alla eyjuna. Lega eyjunnar í Atlantshafinu tryggir að veðurfarið er þægilegt, milt og stöðugt árið um kring en meðalhiti í maí er um 25°. Enda er hún einn frjósamasti kriki heims og sagt að ef gróður og plöntur lifa ekki villtar á Madeira eigi tegundin sér ekki viðreisnar von. Landslagið er ægifagurt, tignarleg fjöll (hæsti tindur er 1851 m.y.s.) , klettar, djúpir dalir, hásléttur og fjölskrúðugur gróður milli fjalls og fjöru. Gamalt áveitukerfi er enn gulls í gildi og mikil völundarsmíð og margar gönguleiðirnar liggja með fram áveitu-rennum og -skurðum. Gönguleiðirnar eru fyrir vant göngufólk og aðra í ágætu formi, flestar eru leiðirnar taldar miðlungs-erfiðar og oftast er engið í 3-4 klst allt upp í 11 km. Munið að hitastig er lægra í fjalllendinu. Auk skipulagðra gönguferða gætu frídagarnir nýst til þátttöku í skipulögðum skoðunarferðum okkar í rútum. Hér er á ferðinni einstakt gönguævintýr!

Gönguferð um Lake Garda og Dolomites-fjöllin

Ítalía

Þessi ferð um tignarlegu Dólómítafjöllin og Garda-vatnið er einstök upplifun fyrir alla göngugarpa. Gullfalleg sýn yfir fjöllin og dalina sem eru helstu einkenni þessa svæðis.   Í þessari einstöku ferð sjáum við allt frá Limone bænum yfir til Ledro dalsins. Á göngunni verða á vegi okkar hið fallega Molveno-vatn, háleitir tindar Monte Baldo alpafjallsins og stórfenglegi Evrópugarðurinn, svo eitthvað sé nefnt. Á hverjum degi göngum við í um það bil 2-4 tíma og náum að njóta alls þess sem verður á okkar vegi.

Heilsurækt huga, líkama og sálar

Kanarí

Endurnærandi heilsu- og lífstílsnámskeið og upplifun þar sem Unnur sem mun bjóða upp á skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar og fyrirlestra sem endurhlaða líkama, vellíðan og sál. Boðið verður upp á morgungöngur, Fusion Pilates, Yoga, dansfjör, Tabata æfingar, styrkur og fleira verða á boðstólnum, auk fyrirlestra sem fjalla um bætt heilsufar líkama, geðræktar, sálar og huga. Í ferðinni er lögð áhersla á að njóta líðandi stundar, minnka streitu, núllstilla hugann, slökkva á farsímum, fræðast um betri lífsgæði, stunda heilsurækt undir berum himni. Fyrirlestrar eru fræðandi og fjalla um bætta heilsu og vellíðan til að auka fræðslu og skilning á efninu.

Jóga og Zumba

með Jóa og Theu á Albír

Ræktaðu líkama og sál með Theu og Jóa í Albír! Jóga og Zumba ferðir þeirra hjóna hafa verið gríðarlega vinsælar. Tilvalið fyrir systur og mæðgur!

Metabolic heilsuferð

Roquetas de Mar, Almeria

Metabolic heilsuferð til Roquetas de Mar í Almeria dagana 21. til 29. Maí Ert þú að taka þín fyrstu skref í átt að heilsusamlegra lífi, bæði líkamlega og andlega? Ert þú búin/n að vera í ræktinni en langar að prófa eitthvað öðruvísi?Komdu með í skemmtilega Metabolic ferð til Almeria dagana 21. til 29. maí 2020!  

Raf-hjólaferð

Gardavatn á Ítalíu

Er hægt að hugsa sér skemmtilegri ferðamáta um einhverjar mögnuðustu ferðamannaslóðir Evrópu? Norður-Ítalía hefur allt í slíkt ferðalag! Hið gullfallega Gardavatn, hrikaleg og mögnuð Dólómítafjölllin, borg Romeós og Júlíu, Verona, eina flottustu dómkirkju álfunnar í Milanó og vínekrur og góðan mjöð. Rafhjólin gefa kost á að fara utan alfaraleiða um fallegar sveitir, lítil þorp og á vit skrautgarða og þjóðgarða í fremstu röð. Einfaldlega mögnuð blanda á fínum hjólatíma þegar þyngsti ferðamannastraumurinn er að baki, hitastigið örlítið farið að síga en Ítalía þó enn í sumarbúningi. Dvalið verður á góðu hóteli við Gardavatnið og skroppið í stuttar og lengri hjólaferðir þaðan. Í lok ferðar verður dvalið í Mílanó þar sem hver og einn gerir það sem hugurinn girnist.

Raf-Hjólaferð

Salzkammergut í Austurríki

Fallegri gerast hjólaleiðir tæpast þar sem við þeysum um á rafmagnsfákum um Salzkammergut hérað í austurrísku Ölpunum en héraðið er kennt við ríkar og aldagamlar saltnámur. Héraðið teygir sig frá Salzburg í vestri upp til Dachstein fjallanna í austri. Þessi ferð heldur sig í fallegasta hluta Salzkammergut, skammt austur af Salzburg, þar sem leiðin liggur um litla og stóra bæi, falleg Alpavötn, dæmigerða Alpa-dali og tilkomumikið útsýni. Menning og saga eru ávallt skammt undan og sérþjálfaður innfæddur leiðsögumaður, íslenskur fararstjóri, og skemmtilegur hópur fylla upp í myndina.

Sæluganga

Salzkammergut í Austurríki

Þessi gönguferð um fallegustu héruð Austurríkis er einstök upplifun fyrir alla göngugarpa. Árið 1997 rataði svæðið “Hallstatt – Dachstein / Salzkammergut” á heimsminjaskrá UNESCO. Svæðið er talið hafa einstaka náttúru á heimsvísu með 76 kristaltærum vötnum, töfandi fjallalandslagi og samspili fagurgræns gróðurs og hrikaleik himinnhárra fjalla, en efst gæfir hinn 3000 m hái Dachstein jökull. Gullfalleg sýn yfir fjöllin, dalina, vötnin og litlu bæina er reynsla sem aldrei gleymist.

Zumba á Kanarí

Hreyfiferð

Alvöru drottningaferð með fullkomnu jafnvægi milli hreyfingar og afslöppunar. Zumba á ströndinni, bátsferð með opnum bar, köfun, hjólaferð, meira zumba, verslunardagur, drottningardekur, karaoke og ennþá meira zumba.Gran Canary er frábær í janúar, hlýtt en milt loftslag sem allir geta notið bæði til hreyfingar og slökunar. Við munum hugsa vel um þig á meðan dvölinni stendur.