Úrval Útsýn býður upp á fjöldann allan af lífstíls- og hreyfiferðum um alla Evrópu. Gönguferðir, hjólaferðir, hlaupaferðir og slökunarferðir eru dæmi um heillandi ferðir sem lúta að hreyfingu, heilbrigði og hressandi upplifun.

Heilsurækt, ganga og vellíðan á Kanarí

Kanarí

Endurnærandi heilsu- og lífstílsnámskeið og upplifun, þar sem Unnur sem mun bjóða upp á skemmtilegar og fjölbreyttar gönguleiðir og æfingar sem endurhlaða líkama, vellíðan og sál. Við heimsækjum höfuðborgina Las Palmas og skoðum þar menninguna og gæðum okkur á góðum mat. Boðið verður upp á gönguferð til Roque Nublo sem er eitt af glæsilegustu nátturuminjum og einn af áhrifamestu bergmyndum á Kanarí og á sandöldurnar Dunas á Maspalomas.

Gönguferð

um Lake Garda og Dolomites-fjöllin

Þessi ferð um tignarlegu Dólómítafjöllin og Garda-vatnið er einstök upplifun fyrir alla göngugarpa. Gullfalleg sýn yfir fjöllin og dalina sem eru helstu einkenni þessa svæðis.

Rafmagnshjól

um austurrísku Alpana

Fallegri gerast hjólaleiðir tæpast þar sem við þeysum um á rafmagnsfákum um Salzkammergut hérað í austurrísku Ölpunum en héraðið er kennt við ríkar og aldagamlar saltnámur. Héraðið teygir sig frá Salzburg í vestri upp til Dachstein fjallanna í austri.

Gönguferð

um Amalfi og Sorrento

Það er skoðun margra að Sorrento-skaginn og Amalfi-hérað, skammt sunnan við Napolí á Ítalíu, sé fallegasti staður á jarðríki. Kannski umdeilanlegt en sannarlega ekki fjarri lagi. Við bjóðum nú skemmtilega og fróðlega gönguferð um þetta Paradísarland.

Metabolic heilsuferð

Roquetas de Mar, Almeria

Metabolic heilsuferð til Roquetas de Mar í Almeria dagana 21. til 29. Maí Ert þú að taka þín fyrstu skref í átt að heilsusamlegra lífi, bæði líkamlega og andlega? Ert þú búin/n að vera í ræktinni en langar að prófa eitthvað öðruvísi?Komdu með í skemmtilega Metabolic ferð til Almeria dagana 21. til 29. maí 2020!

Jóga og Zumba

með Jóa og Theu á Albír

Ræktaðu líkama og sál með Theu og Jóa í Albír! Jóga og Zumba ferðir þeirra hjóna hafa verið gríðarlega vinsælar. Tilvalið fyrir systur og mæðgur!

Gönguferð

um Madeira, eyju hins eilífa vors

Madeira, eyja hins eilífa vors, er sannkölluð Paradís göngumannsins. Þótt þessi eldfjallaeyja sé ekki ýkja stór er landslagið margbreytilegt, útsýni firna fagurt og göngustígar liggja svo að segja um alla eyjuna.

Gönguferð

um Amalfi og Sorrento

Það er skoðun margra að Sorrento-skaginn og Amalfi-hérað, skammt sunnan við Napolí á Ítalíu, sé fallegasti staður á jarðríki. Kannski umdeilanlegt en sannarlega ekki fjarri lagi. Við bjóðum nú skemmtilega og fróðlega gönguferð um þetta Paradísarland.
UPPSELT

Sæluganga

Salzkammergut í Austurríki

Þessi gönguferð um fallegustu héruð Austurríkis er einstök upplifun fyrir alla göngugarpa. Árið 1997 rataði svæðið “Hallstatt – Dachstein / Salzkammergut” á heimsminjaskrá UNESCO.
UPPSELT