Tour d´Angkor hefur gengið aftur og aftur, ár eftir ár síðan 2007 og þeir hjólakappar sem tekið hafa þátt skipta hundruðum. Núna er komið að Grand Tour d´Angkor. Efnismesta, víðfemasta og dýpsta hjólaferðin undir þessum titli sem þó fer eingöngum um Kambódíu. Við höfum unnið að því að lágmarka span og þvæling í rútum og flugvélum en höfum bætt við afskekktari svæðum, meiri nálægð við sveitirnar og mannlífið með viðkomu í lítt þekktum en spennandi bæjum og þorpum og með hjólaleiðum um fáfarnar sveitir Kambódíu. Mögnuð hjólaferð þar sem sveitalíf Kambódíu, saga fornrar þjóðar, hinar mögnuðu rústir Angkor og göróttar borgir og bæir eru kannaðir. Þaulreyndir áfangar í hnitmiðaðri og vandaðri ferð með framandi áskoranir og stór ævintýri.
    Sæki dagsetningar...

    Verð og dagsetningar

    Sæki verð...
    Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, morgunmatur á tilgreindum hótelum, allur akstur á milli flugvalla og gististaða eins og tilgreint er í ferðalýsingunni, tilgreindar ferðir með aðgangseyri, reiðhjól og hjálmar, akstri og öðru tilheyrandi, hálft fæði; morgunverður og annað hvort hádegis- eða kvöldverður hvern dag, og leiðsögn innlendra sérfróðra leiðsögumanna í samvinnu við íslenska fararstjóra.
    Ekki innifalið í verði: Þjórfé, persónuleg útgjöld og annað það sem ekki er nefnt hér að framan, eða kostnaður við vegabréfsáritanir eða afgreiðslu á landamærum.

    Ferðalýsing

    Athugið

    • Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
    • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
    • Flug með Thai Airways og Icelandair. Skattar, gjöld og farangur innifalinn (23 kg innritað auk handfarangurs).