Sérferðir fyrir golfara

Portúgal – Algarve

Golfferð

Ef golfferð er ofarlega á óskalistanum og þú vilt heimsækja algjöra paradís kylfinga þá skaltu fara til Algarve, þar er að finna golfvelli sem tvímælalaust henta öllum kylfingum. Í þessari ferð erum við með glæsilegt úrval golfvalla en að sjálfsögðu er hægt að óska eftir öðrum golfsvæðum. Annars vegar erum við að bjóða upp á golfvöllinn Pestana Vila Sol í Vilamoura, en hann er alþjóðlega viðurkenndur golfvöllur, hannaður af Donald Steel og vígður árið 1991. Hinsvegar erum við að bjóða upp á golfvellina í Quinta do Lago, en þar er að finna þrjá golfvelli. Norðurvöllurinn var endurhannaður árið 2014 af hinum virta arkitekt Beau Welling, ásamt Paul McGinley. Suðurvöllurinn, krúnudjásn Quinta do Lago var hannaður árið 1974 af William Mitchell og svo Laranjal völlurinn, sem opnaði árið 2009.

Páskagolf

Í páskasól

29. mars – 9. apríl
Tvær dagsetningar yfir páskana, tveir frábærir golfstaðir í boði. Taktu hringi í sólinni!
verð frá 291.500 kr.

Golfskólar

Golfskóli

Alicante Golf

Golfskólinn er fyrir alla kylfinga, ekki bara fyrir byrjendur. Öll kennslan fer fram á léttan og skemmtilegan hátt þar sem allt er gert til að kylfingnum líði sem best. Góðar gistingar, æfingasvæði og golfvöllur

Golfskóli

El Plantio

Golfskólinn er fyrir alla kylfinga, ekki bara fyrir byrjendur. Öll kennslan fer fram á léttan og skemmtilegan hátt þar sem allt er gert til að kylfingnum líði sem best. Góðar gistingar, æfingasvæði og golfvellir.