Spánn, England, Skotland, Ítalía? Golfferðir Úrvals Útsýnar bjóða upp á skemmtilegt úrval af golfferðum árið um kring. Í boði eru fjölbreyttar ferði, allt frá löngum golfhelgum í Bretlandi til skipulagðra golfferða til framandi landa víðsvegar um heiminn. Að auki bjóðum við upp á golfskóla á okkar helstu golfstöðum á Spáni fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni og fyrir kylfinga sem vilja taka golfleik sinn á næsta stig. Reynslumiklir fararstjórar okkar sjá til þess að viðskiptavinir njóti sín sem best meðan á ferðinni stendur.  

Golfskólar

Golfskóli

Alicante Golf

Golfskólinn er fyrir alla kylfinga, ekki bara fyrir byrjendur. Öll kennslan fer fram á léttan og skemmtilegan hátt þar sem allt er gert til að kylfingnum líði sem best. Góðar gistingar, æfingasvæði og golfvöllur

Golfskóli

El Plantio

Golfskólinn er fyrir alla kylfinga, ekki bara fyrir byrjendur. Öll kennslan fer fram á léttan og skemmtilegan hátt þar sem allt er gert til að kylfingnum líði sem best. Góðar gistingar, æfingasvæði og golfvellir.

Sértilboð

Marrakesh

Palmeraie Golf

Palmeraie er talinn meðal 20 bestu golfvalla í Marokkó. Við völlinn er gott æfingasvæði og golfverslun.

Lissabon

Dolce Campo Real

Glæsilegt 5 stjörnu golfsvæði 45 mínútur fyrir norðan Lissabon. Góður 18 holu golfvöllur við hlið hótelsins þræðir sig í gegnum brekkur, hæðir og vínekrur Serra de Socorro og Archeira. Völlurinn er skemmtilegur viðureignar fyrir alla kylfinga og býður upp á flott útsýni til allra átta á ýmsum stöðum.

Lissabon

Oitavos Dunes

Oitavos Dunes er glæsilegt 5 stjörnu golfsvæði rétt fyrir utan Lissabon, nánar tiltekið við hlið bæjarins Cascais sem er staðsettur við Atlantshafið. Oitavos Dunes er talinn besti golfvöllur Evrópu og í topp 20 bestu golfvalla skv. vefsíðu Top 100 Golf Courses

Lissabon

Quinta Da Marinha

Flott 5 stjörnu golfsvæði í bænum Cascais sem er 1/2 klst akstursfjarlægð frá Lissabon. Glæsilegt hótel og góður 18 holu golfvöllur sem hefur haldið ýmis atvinnumannamót. Stutt í strönd og iðandi mannlíf.

Lissabon

Praia Del Rey

Glæsileg golfferð á eitt glæsilegasta golfsvæði Evrópu, Praia Del Rey sem er staðsett í 1 klst fjarlægð fyrir norðan Lissabon, höfuðborg Portúgals. Gist verður á hinu frábæra 5* hóteli Marriott Praia Del Rey og spilað á tveimur völlum, Praia Del Rey og West Cliffs. Báðir vellirnir eru á lista topp 10 golfvalla Portúgals skv. topp 100 Golfcourses. West Cliffs vermir 2. sætið á meðan Praia Del Rey er í 9. sæti. Að auki er West Cliffs í 16. sæti og Praia Del Rey í 48. sæti yfir bestu golfvelli Evrópu samkvæmt sömu vefsíðu.

Lissabon

Palacio Estoril

Frábær golfferð þar sem gist er á hinu glæsilega 5* hóteli, Palacio Estoril. Hótelið er frábærlega staðsett við Atlantshafið og í hjarta Estoril.

Úrvalsgolfarar 60+

Alicante Golf

Nýtt! Úrval Útsýn hefur tekið aftur í sölu Alicante Golf. Bjóðum við sérkjör fyrir Úrvalsgolfara 60+ á þessum frábæra og sívinsæla golfvelli. Alicante Golf er þægilega staðsett, aðeins 20 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante flugvellinum, 15 mínútum frá miðbæ Alicante og 10 mínútum frá bænum San Juan. Stutt í verslun og ströndina.

Alicante Golf

Kvennaferð 2020

Dagana 7. - 14 maí verður glæsileg kvennaferð til Alicante golf en það golfsvæði er ný viðbót hjá Úrval Útsýn. Ekki láta þig vanta í þessa skemmtilegu ferð þar sem gleði og gaman í góðum félagsskap verður í hávegum höfð auk þess að hafa smávegis keppni inn á milli gleðinnar.