Sérferðir fyrir golfara

Sumargolf

á Alicante

Flogið tvisvar í viku
Golf í Alicante, flug tvisvar í viku, tveir frábærir golfstaðir í boði. Taktu hringi í sólinni!
verð frá 128.900 kr.

Haustgolf

á Alicante

Flogið tvisvar í viku
Golf í Alicante, flug tvisvar í viku, tveir frábærir golfstaðir í boði. Sumarið þarf ekki að enda!
verð frá 132.500 kr.

Meliá Villaitana – Benidorm

Golfferð

Úrval Útsýn býður upp á golfferðir á Meliá Villaitana sem er ein af helstu golfperlum Spánar. Hótelið er aðeins í 40 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante og stendur það við tvo mjög góða 18 holu golfvelli sem hannaðir eru af golfaranum fræga Jack Nicklaus, golfvellir sem henta kylfingum í öllum gæðaflokkum. Þú röltir út og þú ert komin á teiginn, svo einfalt er það.

Lissabon

Dolce Campo Real

Glæsilegt 5 stjörnu golfsvæði 45 mínútur fyrir norðan Lissabon. Góður 18 holu golfvöllur við hlið hótelsins þræðir sig í gegnum brekkur, hæðir og vínekrur Serra de Socorro og Archeira. Völlurinn er skemmtilegur viðureignar fyrir alla kylfinga og býður upp á flott útsýni til allra átta á ýmsum stöðum.

Spilakennsla – Lækkum skorið á Alicante Golf

Golfferð

Tekur þú stundum rangar ákvarðanir úti á velli? Heldurðu tölfræði? Hvernig notarðu þá tölfræði? Þitt verkefni hvern dag er að halda tölfræði, læra að nota tölfræðina og fækka höggunum. Karen fylg hópnum á vellinum og við skoðum hvað við getum gert betur á vellinum og hvernig við getum nálgast leikinn á fleiri vegu en við erum vön.

Palheiro Golf á Madeira

Golfferð

Þessi fallega eldfjallaeyja býður upp á frábært loftslag, náttúru og mannlíf. Gist er á Palheiro lúxushóteli við golfvöllinn sem er einn af þeim fegurstu í Evrópu. Frá flugvellinum er aðeins 15mín akstur og 10mín akstursfjarlægð er frá miðbæ Funchal en þar er að finna ríka menningasögu, fjölda veitingastaða og verslana.

Úrvalsgolfarar 60+

El Plantio og Alicante Golf

Skemmtilegar golfferðir til Alicante fyrir Úrvalsgolfara 60 + þar sem gleði og gaman verður í fyrsta sæti. Við bjóðum sérkjör á þessum frábæru golfvöllum. Í boði eru nokkrar ferðir 7, 11 og 14 nátta og hægt er að velja um hvort að gist og spilað er á El Plantio eða Alicante Golf en þetta eru okkar höfuðvígi á Alicante svæðinu.

Kvennaferð ÚÚ

Alicante Golf

Spilað verður golf á komu- og brottfarardegi og ótakmarkað golf alla daga. Fararstjórinn mun sjá um að setja upp golfmót og aðrar skemmtanir og uppákomur, en í þessari ferð er morgunmatur innifalinn. Á meðal golfferðinni stendur verða ýmis mót, ásamt því að boðið upp á sérstaka næringarstöð í miðjum hring (kampavín og gúmmelaði). Að auki verður boðið upp á að fara út að borða til Alicante og fleira skemmtilegt.

Meliá Villaitana – Benidorm

Golfferð

Úrval Útsýn býður upp á golfferðir á Meliá Villaitana sem er ein af helstu golfperlum Spánar. Hótelið er aðeins í 40 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante og stendur það við tvo mjög góða 18 holu golfvelli sem hannaðir eru af golfaranum fræga Jack Nicklaus, golfvellir sem henta kylfingum í öllum gæðaflokkum. Þú röltir út og þú ert komin á teiginn, svo einfalt er það.
UPPSELT

Golfskólar

Meliá Villaitana – Golfskóli

Uppselt! Úrval Útsýn býður upp á golfskóla á Melia Villaitana með Karen Sævars. Skólinn stendur yfir í 5 daga 3 klst í senn. Kennslan fer fram fyrir hádegi og gert er ráð fyrir að nemendur skólans leiki golf saman eftir hádegi á Poniente vellinum. Öll kennslan fer fram á léttan og skemmtilegan hátt þar sem allt er gert til að kylfingnum líði sem best. Að auki er innifalið ótakmarkað golf í 5 daga á Poniente.
UPPSELT

Golfskóli

Alicante Golf

Golfskólinn er fyrir alla kylfinga, ekki bara fyrir byrjendur. Öll kennslan fer fram á léttan og skemmtilegan hátt þar sem allt er gert til að kylfingnum líði sem best. Góðar gistingar, æfingasvæði og golfvöllur

Golfskóli

El Plantio

Golfskólinn er fyrir alla kylfinga, ekki bara fyrir byrjendur. Öll kennslan fer fram á léttan og skemmtilegan hátt þar sem allt er gert til að kylfingnum líði sem best. Góðar gistingar, æfingasvæði og golfvellir.