Spánn, England, Skotland, Ítalía? Golfferðir Úrvals Útsýnar bjóða upp á skemmtilegt úrval af golfferðum árið um kring. Í boði eru fjölbreyttar ferðir, allt frá löngum golfhelgum í Bretlandi til skipulagðra golfferða til framandi landa víðsvegar um heiminn. Að auki bjóðum við upp á golfskóla á okkar helstu golfstöðum á Spáni fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni og einnig fyrir kylfinga sem vilja taka golfleik sinn upp á næsta stig. Reynslumiklir fararstjórar okkar sjá til þess að viðskiptavinir njóti sín sem best meðan á ferðinni stendur.  

Golfstaðir — reglulegar ferðir árið um kring

Sérferðir

Dale Hill Hotel & Golf club

England

Ryder Cup ferð til El Plantio Golf Resort. Skemmtileg vikuferð í september sem verður í anda Ryder Cup og stendur einmitt yfir á sama tíma og Evrópa og Bandaríkin heyja Ryder einvígi sitt á bandarískri grundu.

Úrvalsgolfarar 65+

Alicante Golf

Nýtt! Úrval Útsýn hefur tekið aftur í sölu Alicante Golf. Bjóðum við sérkjör fyrir Úrvalsgolfara 65+ á þessum frábæra og sívinsæla golfvelli. Alicante Golf er þægilega staðsett, aðeins 20 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante flugvellinum, 15 mínútum frá miðbæ Alicante og 10 mínútum frá bænum San Juan. Stutt í verslun og ströndina.

Dubai

Golfferð

Frábær golfferð til Dubai. Spilaðir verða alls 8 golfhringir á 7 golfvöllum þar af einu sinni kvöldgolf, gist á Stella Di Mare Marina, flottu 5* hóteli við höfnina í Dubai auk þess að farið verður á frídögum í Burj Khalifa turninn, eyðimerkursafarí og kvöldsiglingu á Dhow ánni þar sem kvöldmatur er innifalinn.

Golfskólar

Golfskóli

Alicante Golf

Golfskólinn er fyrir alla kylfinga, ekki bara fyrir byrjendur. Öll kennslan fer fram á léttan og skemmtilegan hátt þar sem allt er gert til að kylfingnum líði sem best. Góðar gistingar, æfingasvæði og golfvöllur

Golfskóli

El Plantio

Golfskólinn er fyrir alla kylfinga, ekki bara fyrir byrjendur. Öll kennslan fer fram á léttan og skemmtilegan hátt þar sem allt er gert til að kylfingnum líði sem best. Góðar gistingar, æfingasvæði og golfvellir.