Aðventan er tími þar sem borgir Evrópu fara í jólabúninginn og skarta sínu fegursta. Það er dásamlegt að upplifa jólastemminguna; rölta um á hinum rómuðu jólamörkuðum og komast í sannkallað jólaskap, gæða sér á ristuðum möndum, smakka Glühwein og kynnast handverki heimamanna. Úrval Útsýn býður upp á úrval aðventuferða víðsvegar um Evrópu.

Brussel

Aðventuferð

Jólastemmingin heldur innreið sína í upphafi Aðventunnar þegar Brusselbúar opna hinn árlega og víðfræga jólamarkað. Markaðstorgin dreifa sér um miðborgina með miðju á Grand-Place torginu og við gömlu kauphöllina, la Bourse, sem Napóleon lagði grunninn að 1801. Þá er vert að koma við á Place de la Monnaie torginu og torgi heilagrar Katrínar og loks

Dublin

Aðventuferð

Dublinarbúar hefja jólavertíð sína seinni partinn í nóvember þegar jólaljósin eru tendruð og þá er skellt í líflega og skrautlega skrúðgöngu. Jólaljósin skína fram á þrettándann í byrjun nýs árs. Um leið og jólaandinn breiðir úr sér yfir borgina lifnar yfir verslunum, götusölum og úti-listamönnum, veitingarhúsum og pöbbum. Vinaleg hátíðarstemmning sem á engan sinn líka.

Hamborg

Aðventuferð

Þeir sem leggja leið sína til Hamborgar á aðventunni mega búast við sannkölluðu jólaævintýri á jólamarkaðinum, Weihnnachtsmark. Markaðurinn í borginni er ávallt talinn meðal þeirra fimm bestu í Þýskalandi. Miðpunktarnir eru við Ráðhúsið, Karstadt og St Petri kirkjuna. Hér er sannarlega líf í tuskunum og jólaandinn í öndvegi. Á markaðinum má kaupa margt smálegt í

Brighton

Aðventuferð

Allt frá 17. öld hefur strandbærinn Brighton á suðurströnd Englands verið einn vinsælasti ferðamannabær Bretlands enda vandi konungsfjölskyldan komur þangað. Þegar járnbraut var lögð til Brighton, 1841, margfölduðust vinsældir bæjarins og hefur hann haldið sínum stalli æ síðan. Hér er allt til alls fyrir gesti og gangandi sem allt tengist skemmtan og afþreyingu, lífi og fjöri og fjölþættri þjónustu. Enda þótt Brightonbúar setji ekki upp eiginlegan jólamarkað er borgin í sannkölluðum hátíðarbúningi alla aðventuna með fjölda uppákoma og viðburða sem tengjast skammdeginu og jólunum.

Edinborg

Aðventuferð

Edinborg er ein vinsælasta ferðamannaborg Norður-Evrópu og oft nefnd sú skemmtlegasta. Jólamarkaðurinn í Edinborg (16. nóv-4. jan) er haldinn í East Princess Street Gardens og í fyrra sóttu hann um 900.000 manns. Markaðurinn er hefðbundinn með fjölmörgum sölubásum sem bjóða fjölbreyttar jólatengdar vörur og ekki síður sælgætisrétti. Þá er boðið upp á skemmtitæki og viðburði af ólíku tagi.

München

Aðventuferð,

Höfuðborg Bæjaralands í Suður-Þýskalandi hefur um aldir verið á krossgötum menningarstrauma og alla tíð sannkölluð gleðiborg. Það er engin tilviljun að gælunafn borgarinnar er “Weltstadt mit Herz”, heimsborg með hjarta.

Berlín

Aðventuferð

Það er dásamlegt að koma til Berlínar þegar jólaljósin ljóma og borgin skartar sínum fegurstu jólaskreytingum og hinir þekktu Berlínar- jólamarkaðir út um alla borg.   Fáar borgir hafa annan eins kraft og Berlín. Endalaust hægt að ganga um og uppgötva eitthvað nýtt og spennandi.Fara á milli staða í neðanjarðarlestinni og skoða og fræðast, fyrir nú utan að stoppa á hinum heimsfrægu ölstofum borgarinnar eða grípa sér bratwurtz á götuhorni. Berlín er tilvalin fyrir hópa sem vilja njóta alls hins besta í mat, drykk og menningu.

Glasgow

Aðventuferð

Glasgow er iðandi stórborg með langa sögu. Það er af sem aður var, sótug hús, iðnaðarverksmiðjur og skipasmíðar, því nú er Glasgow ein vinsælasta ferðamannaborg í Vestur-Evrópu. Borgin hefur skipt rækilega um búning og nú bera hæst framsækið menningarlíf, eldheit skemmtanasena og blómleg verslun. Borgin er nú sérstaklega hrein en húsin bera með sér langa sögu. Heimamenn eru vinalegir enda er ferðaþjónusta ört vaxandi atvinnugrein. Í borginni er einnig gróskumikil menningarstarfsemi, fjölmörg þekkt söfn og sýningarsalir en einnig fjöldi verslana og veitingastaða. UNESCO tilnefndi Glasgow nýlega sem „Borg tónlistarinnar“ og staðfesti þar með endanlega að Glasgow stendur undir því orðspori sem af henni fer: ein af fremstu menningarborgum í Evrópu.