Loftslag eyjunnar er þægilegt en sumrin geta þó orðið afar heit. Besti tíminn til að heimsækja Sikiley er á haustin og er það einmitt árstími þessarar ferðar. Landslagið á Sikiley er ægifagurt með ávölum fjöllum, hásléttum og fallegum dölum þar sem hið virka eldfjall Etna (3.330 m.y.s) ber ósjaldan við himinn.
Margrét E. Laxness hefur starfað sem grafískur hönnuður, myndlistarkennari og myndlistarmaður um árabil, en starfar einnig sem leiðsögumaður með ítalska ferðamenn á Íslandi og íslenska ferðamenn á Ítalíu. Margrét er ferðaglöð útivistarkona, með sérstakan áhuga á Ítalíu en hún þekkir landið einstaklega vel eftir að hafa stundað framhaldsnám þar og talar reiprennandi ítölsku.
Verð og dagsetningar
20. – 30. okt.
11 dagar
| Ferð fyrir 2 fullorðna |
Heildarverð frá
599.800 kr. |
Verð frá
299.900 kr.
per farþega | |
20. – 30. okt.
11 dagar
| Ferð fyrir 1 fullorðinn |
Heildarverð frá
384.900 kr. |
Verð frá
384.900 kr.
per farþega |
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 5 nætur á Hotel Costa Verde 4★ með hálfu fæði, 5 nætur á Hotel Caesar Palace 4★ með hálfu fæði, íslensk fararstjórn, skoðunarferð um Palermo, allur akstur samkvæmt ferðalýsingunni, og gönguferð um Cefalù.
Ekki innifalið í verði:
Valkvæðar skoðunarferðir samkvænt lýsingu, skoðunarferðir, þjórfé, city tax, eða matur annar en það sem tekið er fram.
Athugið
- Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.