Loftslag eyjunnar er þægilegt en sumrin geta þó orðið afar heit. Besti tíminn til að heimsækja Sikiley er á haustin og er það einmitt árstími þessarar ferðar. Landslagið á Sikiley er ægifagurt með ávölum fjöllum, hásléttum og fallegum dölum þar sem hið virka eldfjall Etna (3.330 m.y.s) ber ósjaldan við himinn.
Verð og dagsetningar
Sæki verð...
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 5 nætur á Hotel Costa Verde 4★ með hálfu fæði, 5 nætur á Hotel Caesar Palace 4★ með hálfu fæði, íslensk fararstjórn, skoðunarferð um Palermo, allur akstur samkvæmt ferðalýsingunni, og gönguferð um Cefalù.
Ekki innifalið í verði:
Valkvæðar skoðunarferðir samkvænt lýsingu, skoðunarferðir, þjórfé, city tax, eða matur annar en það sem tekið er fram.
Dagskrá
Athugið
- Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.