Margrét Laxness
fararstjóri
    Loftslag eyjunnar er þægilegt en sumrin geta þó orðið afar heit. Besti tíminn til að heimsækja Sikiley er á haustin og er það einmitt árstími þessarar ferðar. Landslagið á Sikiley er ægifagurt með ávölum fjöllum, hásléttum og fallegum dölum þar sem hið virka eldfjall Etna (3.330 m.y.s) ber ósjaldan við himinn.

    Margrét E. Laxness hefur starfað sem grafískur hönnuður, myndlistarkennari og myndlistarmaður um árabil, en starfar einnig sem leiðsögumaður með ítalska ferðamenn á Íslandi og íslenska ferðamenn á Ítalíu. Margrét er ferðaglöð útivistarkona, með sérstakan áhuga á Ítalíu en hún þekkir landið einstaklega vel eftir að hafa stundað framhaldsnám þar og talar reiprennandi ítölsku.

    Verð frá 299.900 kr.
    per farþega
    Skoða öll verð og bóka
    Dagsetningar
    • 20. – 30. okt.

    Verð og dagsetningar

    20. – 30. okt.  11 dagar
    Ferð fyrir 2 fullorðna Heildarverð frá
    599.800 kr.
    Verð frá 299.900 kr.
    per farþega
    20. – 30. okt.  11 dagar
    Ferð fyrir 1 fullorðinn Heildarverð frá
    384.900 kr.
    Verð frá 384.900 kr.
    per farþega
    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 5 nætur á Hotel Costa Verde 4★ með hálfu fæði, 5 nætur á Hotel Caesar Palace 4★ með hálfu fæði, íslensk fararstjórn, skoðunarferð um Palermo, allur akstur samkvæmt ferðalýsingunni, og gönguferð um Cefalù.
    Ekki innifalið í verði: Valkvæðar skoðunarferðir samkvænt lýsingu, skoðunarferðir, þjórfé, city tax, eða matur annar en það sem tekið er fram.

    Ferðalýsing

    Sikiley, oft nefnd drottning Miðjarðarhafsins, er paradís matargerðar, menningar og loftslags. 4000 ára saga og mörg þúsund ár af menningarlegri sameiningu hafa gert Sikiley að hrífandi blöndu af evrópskri- og Miðjarðarhafsmenningu. Leifar frá fönikískum, grískum, rómverskum, arabískum, býsönskum og normönskum tímabilum sögunnar má finna víðs vegar um eyjuna alla.  Augljós merki sögunnar má glöggt sjá í arkitektúr, tungumáli, matargerð, trúarbrögðum og hefðum eyjaskeggja.  Sikiley er nánast eitt stórt fornminjasafn!  Menning eyjaskeggja er eins og áður var nefnt, suðupottur með hráefnum úr ólíkum áttum og um margt fábrugðin öðrum menningarkimum Ítalíu. Sikilyeyingar eru stoltir af uppruna sínum, sögu og sérstöðu. Þeir taka lífnu með ró og eru sjálfum sér nógir um flest.  

    Dagskrá

    Dagur 1, mánudagur, 20. október 2025 — Komudagur

        Dagur 2, þriðjudagur, 21. október 2025 — Valkvæð ferð til Madonie þjóðgarðs

        Upplifðu fegurð Madonie þjóðgarðsins. Við könnum stórbrotið landslag garðsins, heillandi þorp, fjölbreyttan gróður og dýralíf. Að lokinni göngu nýtur hópurinn ljúffengrar máltíðar á sveitabæ skammt frá, þar sem boðið er upp á hefðbundnar veitingar frá Sikiley.

            Dagur 3, miðvikudagur, 22. október 2025 — Leiðsögn um Palermo

            Hópurinn skoðar Palermo í skipulagðri ferð með leiðsögn þar sem farið er yfir ríka sögu og menningararf borgarinnar. Heilstu kennileiti borgarinnar verða heimsótt eins og Palatine kapelluna, dómkirkjuna og Ballarò markaðinn (Ekki farið inn á markaðinn).

                Dagur 4, fimmtudagur, 23. október 2025 — Valkvæð skoðunarferð: Trapani og Erice með möndlukökum

                Leiðsögn um Trapani þar sem höfnin verður skoðuð. Eftir hádegi er frjáls tími í miðaldabænum Erice, sem stendur hátt uppi á fjalli. Hópurinn smakkar möndlukökur Maríu Grammatico, ekta eftirrétt frá Sikiley.

                    Dagur 5, föstudagur, 24. október 2025 — Palermo, matreiðslunámskeið og markaðsupplifun með heimamönnum

                    Farið verður fyrst á Ballarò markaðinn þar sem hópurinn verslar hráefni fyrir matreiðslunámskeiðið. Upplifunin byrjar með notalegum fordrykk, síðan tekur hópurinn virkan þátt í eldamennsku og útbýr ljúffenga máltíð.

                        Dagur 6, laugardagur, 25. október 2025 — Rútuferð frá Forza d’Agrò til Campofelice di Roccella, með viðkomu í Cefalù

                        Rútuferð frá Forza d’Agrò til Campofelice di Roccella, með viðkomu í Cefalù. Hér skiðtum við um hótel.

                            Dagur 7, sunnudagur, 26. október 2025 — Valkvæð ferð: Etna og sælkerasmakk

                            Gönguferð um Etnu, hæsta virka eldfjall Evrópu. Síðan fer hópurinn eftir Etnu vínleiðinni, þar sem stoppað verður á sveitabæ til að smakka úrval sælkeravara, m.a. vín, hunang, pistasíur, sólþurrkaða tómata, ólífuolíu og fleira.

                                Dagur 8, mánudagur, 27. október 2025 — Frjáls dagur / valkvæð ferð: Syracusa og cannoli upplifun

                                Leiðsögn um Syracusa þar sem við skoðum dómkirkjuna og hinn fræga Arethusa brunn, áður en haldið er áfram um barokkstræti Ortigia eyju. Eftir hádegi smakkar hópurinn fræga sikileyska cannoli.

                                    Dagur 9, þriðjudagur, 28. október 2025

                                    Frjáls dagur.

                                    Dagur 10, miðvikudagur, 29. október 2025 — Valkvæð ferð: Taormina og gríska leikhúsið

                                    Skipulögð ferð til Taormina. Hópurinn heimsækir grískt leikhús sem býður upp á stórfenglegt útsýni yfir Miðjarðarhafið og Etnu.

                                        Dagur 11, fimmtudagur, 30. október 2025 — Heimferð

                                            Athugið

                                            • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
                                            • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
                                            • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.