Í ferð með Úrvalsfólki 60+ er ferðast á hagstæðum kjörum, vel er haldið utan um hópinn og þú nýtur samvista við janfaldra, vini og kunningja. Með í ferð er skemmtanastjóri sem skipuleggur fjölbreytta dægradvöld, t.d leikfimi, spila-og skemmtikvöld, minigolf o.s. frv. Áhersla er lögð á uppbyggingu líkama og sálar og fyrir þá sem vilja er farið í léttar göngu- og hjólaferðir. Einnig er boðið upp á vandaðar skoðunarferðir með íslenskum fararstjóra.

Jenný á Tenerife 2020

Úrvalsfólk

Ferðirnar með Jenný Ólafsdóttur hafa ávallt slegið í gegn. Hér gefst tækifæri til að fara í sól á hagstæðum kjörum þegar mesta skammdegið er á Íslandi. Njóta samvista með jafnöldrum, fara saman út að borða, í gönguferðir, spila, syngja og dansa. Ferð sem léttir lund og hressir. Í þessari ferð er ýmist gist á La Siesta eða Best Tenerife.