Í ferð með Úrvalsfólki 60+ er ferðast á hagstæðum kjörum, vel er haldið utan um hópinn og þú nýtur samvista við janfaldra, vini og kunningja. Með í ferð er skemmtanastjóri sem skipuleggur fjölbreytta dægradvöld, t.d leikfimi, spila-og skemmtikvöld, minigolf o.s. frv. Áhersla er lögð á uppbyggingu líkama og sálar og fyrir þá sem vilja er farið í léttar göngu- og hjólaferðir. Einnig er boðið upp á vandaðar skoðunarferðir með íslenskum fararstjóra.

Úrvalsfólk 60+ Á BENIDORM

með Heiðari

Hinar vinsælu úrvalsfólk ferðir 60+ á Gran Hotel Bali á Benidorm hafa svo sannarlega slegið í gegn. Þar njóta menn samvista við jafnaldra, vini og kunningja. Við bjóðum upp á tvær ferðir í september 2.-16. sept í 14 nætur og 2.-20. sept í 18 nætur.

Úrvalsgolfarar 60+

El Plantio og Alicante Golf

Skemmtilegar golfferðir til Alicante fyrir Úrvalsgolfara 60 + þar sem gleði og gaman verður í fyrsta sæti. Við bjóðum sérkjör á þessum frábæru golfvöllum. Í boði eru nokkrar ferðir 7, 11 og 14 nátta og hægt er að velja um hvort að gist og spilað er á El Plantio eða Alicante Golf en þetta eru okkar höfuðvígi á Alicante svæðinu.

Úrvalsfólk 60+ Á TENERIFE

með Lóló

Við bjóðum upp á 14 nátta ferð til Tenerife á sérstökum kjörum fyrir Úrvalsfólk okkar 60+. Gist verður á hinu vinsæla hóteli La Siesta. Tenerife hefur upp á allt að bjóða sem bestu sólaráfangastaðir geta státað af. Eyjan er þekkt fyrir einstaka veðursæld, hreinar strendur og fjölbreytta afþreyingu fyrir alla aldurshópa.

60 + á Kanarí með Unni Pálmars

Enska Ströndin Úrval Útsýn býður upp á nýja 19 nátta ferð fyrir 60 ára og eldri þar sem Unnur Pálmarsdóttir verður fararstjóri og heldur utan um hópinn með fjölbreyttri og dagskrá. Ferðinni er heitið til Kanarí þar sem gist verður á Eugenia Victoria sem er gott 3 stjörnu hótel vel staðsett á Ensku Ströndinni. Unnur