Allar ferðir

Fáðu tilboð fyrir þinn hóp á hopar@uu.is

Endurmenntunarferðir erlendis fyrir starfsfólk skóla, leikskóla, safna og aðrar starfsstéttir.

Úrval Útsýn tekur að sér að skipuleggja ferðir fyrir kennara, leikskólakennara,  fyrirtæki og stofnanir með áherslu á skólaheimsóknir, heilsueflingu, þekkingu  og líðan fólks bæði í starfi og einkalífi.  Fjölbreyttir áfangastaðir eru í boði og áherslu lögð á að veita góða þjónustu þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. 

Meðal þess sem við bjóðum upp á eru fræðsluferðir fyrir allar starfsstéttir. 

Við sérsníðum dagskrá og fræðslu að þörfum hópsins. 

Starfsstéttir geta sótt um  styrki til stéttarfélaga og í þann sjóð sem við á hjá hverri starfsgrein. Við mælum að að þú kynnir þér þín réttindi.

 Námskeið fyrirlestrar og vinnustofa sem við bjóðum upp á er: 

  • Mannauðsstjórnun, örnámskeið 
  • Núvitund og yoga 
  • Leikur og gleði í starfi
  • Hugrækt og streitustjórnun
  • Kulnun, streita og betri svefn
  • Heimspeki með börnum
  • Núvitund fyrir börn og fullorðna
  • Leikir í námi og starfi
  • Hópefli og gleði í lífi og starfi
  • Hreyfing og styrktaræfingar
  • Skólaheimsóknir
  • Leikskólaheimsóknir

Lára Dóra Valdimarsdóttir  kennari við Grundaskóla á Akranesi.

Mæli eindregið með svona ferð. Maður kemur aftur heim endurhlaðinn og úthvíldur, bæði á líkama og sál. Frábært að byrja dagana á leikfimi og að hlusta á fyrirlestrana. Hótelið mjög gott, frábær staðsetning og öll þjónusta til fyrirmyndar!

Eygló Karlsdóttir kennari við Grundaskóla á Akranesi 

Mæli með svona ferð í lok skólaárs fyrir starfsmenn leik- og grunnskóla. Hótelið og staðsetning frábær, tímarnir mjög góðir og nægur tími til upplifunar og slökunar í fallegu umhverfi. Frábærir fyrirlestrar. 

Takk fyrir mig!

Valgerður Jóna Oddsdóttir deildarstjóri og stjórn Grundaskóla á Akranesi

Ummæli frá kennurum Varmárskóla í Mosfellsbæ: 

Við erum nokkrir kennarar í Varmárskóla í Mosfellsbæ sem fórum með Úrval Útsýn í kennaraferð til Mallorca nú fyrr í sumar. Við ákváðum frekar langt liðið á skólaárið að finna okkur námskeið erlendis til að efla okkur í starfi og höfum samband. Ferðin var sett á dagskrá og þema ferðarinnar var hvernig við getum nýtt okkur jóga, hugleiðslu og heilbrigt líferni til að halda starfskröftum bæði í vinnu og einkalífi. Kulnun er vaxandi vandamál í okkar starfsgrein og því mikilvægt að vinna gegn þeirri þróun. Allt sem viðkom ferðaplani stóðst að fullu, rútuferðir, hótel, fyrirlestrar og hreyfing. Getum hiklaust mælt með ferðum með Úrval útsýn.

Við kennarar í Varmárskóla viljum þakka kærlega fyrir þetta tækifæri til endurheimtar í formi fyrirlestra, hreyfingar og slökunar á Mallorca sumarið 2022.

Fyrir hönd okkar allra með þakklæti, 

Ásgerður Inga, Kristín og Snædís kennarar við Varmárskóla í Mosfellsbæ.

Fáðu tilboð fyrir þinn hóp eða þína starfsstétt og sendu okkur póst á hopar@uu.is 

Fræðsla og endurmenntun

Gönguferð um Prosecco og Veneto hæðir

með vínsmökkun

Gengið um Prosecco hæðir og þorpin í Bassano del Grappa í Veneto og endað í Verona.

Heilsurækt huga, líkama & sálar

á Kanarí

Komdu með til Kanarí og ræktaðu líkamann, sálina og félagslega þáttinn og styrktu þig í lífi og starfi

Rafhjólaferð um Prosecco og Veneto hæðir

með Rakel Loga

Hjólað um Prosecco hæðir og fallegu þorpin í Bassano del Grappa í Veneto héraðinu og Pieve Di Soligo

Zumba & Yoga ferð

á Albir með Theu & Jóa

Skemmtileg heilsuferð til Spánar með áherslu á fjölbreytta hreyfingu með dansi og Yoga