Komdu með til Calabria á suðurenda Ítalíu þar sem finna má ótrúlega náttúrufegurð, strendur sem eru engu líkar, ríkar matarhefðir og frábær vín. Calabria býður óspillta náttúru og raunverulega ítalska upplifun sem er full af menningu og ævintýrum.
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, og flugvallarakstur.
Ekki innifalið í verði:
Matur annar en tekinn fram, city tax (greiðist á staðnum), eða þjórfé.
Ferðalýsing
Calabria er hérað staðsett í suðurhluta Ítalíu sem myndar „tána“ á Ítalíuskaganum en einungis lítið sund skilur héraðið að frá Sikiley. Höfuðstaður héraðsins er Catanzaro en aðrar borgir sem nefna má eru Reggio di Calabria, Lamezia Terme, Cosenza og Crotone. Calabria er þekkt fyrir töfrandi landslag með hrikalegum fjöllum, hlíðum og yfir 800 kílómetra af strandlengju. Á svæðinu eru nokkrir þjóðgarðar, eins og Aspromonte þjóðgarðurinn og Sila þjóðgarðurinn, sem bjóða upp á tækifæri til gönguferða, dýralífsskoðunar og kanna ósnortna náttúru. Aspromonte-fjöllin eru hluti af Apennine-fjallgarðinum og þar eru fallegir dalir og þorp. Á Calabria er einnig mikið af fallegum hvítum ströndum með kristaltæru vatni.
Héraðið á sér langa sögu sem nær aftur til fornaldar og um tíma var það hluti af Rómaveldi en einnig voru þarna fjölmargar grískar nýlendur. Þarna má því finna leifar af rómverskum húsum og vegum og hægt að heimsækja fornar rústir eins og rómverska leikhúsið í Cosenza, gríska leikhúsið í Locri og fornu borgina Kaulon. Norman og býsönsk áhrif eru einnig áberandi í byggingarlist þess og menningararfi. Miðaldakastalar og sjarmerandi þorp eru einnig á svæðinu, sem gefur ferðamönnum tækifæri á að kafa djúpt í menningu og sögu svæðisins.
Calabria er fræg fyrir þjóðsögur, tónlist og hefðir. Einn af áberandi þáttum menningar þess er tarantella, líflegur þjóðdans sem sýndur er á mörgum hátíðum. Svæðið er einnig þekkt fyrir matreiðsluhefðir sínar, þar á meðal kryddaða rétti úr chilipipar ræktuðum á svæðinu (oft nefndur „Nduja“), ólífuolíu, ferskt sjávarfang og osta úr héraði eins og Caciocavallo og Pecorino. Vín frá Calabria eru einnig mikilvægur hluti af menningu svæðisins og má þar nefna Greco di Bianco og Gaglioppo.
Hefðbundinn efnahagur Calabria byggst á landbúnaði, þar sem ólífuolía, sítrusávextir og vínþrúgur eru helstu útflutningsvörur. Þar má einnig finna öflugan sjávarútveg vegna umfangsmikillar strandlengju og ferðaþjónusta er sífellt að verða mikilvægari atvinnuvegur þar sem gestir laðast að náttúrufegurð héraðsins, sögustöðum og ströndum.
Calabria nýtur Miðjarðarhafsloftslags, með heitum, þurrum sumrum og mildum vetrum. Strandsvæði búa við hóflegra hitastig en fjöllin geta verið kaldari, sérstaklega á veturna.