Úrval Útsýn býður fjölbreytt úrval borgarferða árið um kring. Við höfum áratuga reynslu af skipulagningu slíkra ferða, bæði fyrir einstaklinga og hópa. Velja má um tilbúnar skipulagðar borgarferðir eða sérsniðnar ferðir fyrir smærri og stærri hópa. Við leggjum mikið upp úr að veita faglega og framúrskarandi þjónustu. Sendið okkur fyrirspurn á hopar@uu.is. Við hlökkum til að heyra frá ykkur.

Brighton

Haust 2020

Strandbærinn Brighton á suðurströnd Englands hefur verið einn vinsælasti ferðamannabær Bretands, allt frá 17. öld þegar konungssfjölskyldan vandi komur sínar þangað. Þegar járnbraut var lögð til Brighton árið 1841, margfölduðust vinsældir bæjarins og hefur hann haldið sínum stalli æ síðan. Hér er allt til alls fyrir gesti og gangandi sem allt tengist skemmtan og afþreyingu, lífi og fjöri, sem og fjölþættri þjónustu. Margir hópar, stórir sem smáir, hafa dvalið í Brighton á okkar vegum og einkunnin er alltaf sú sama: Frábær staður að öllu leyti!

Brighton

Vor 2020

Strandbærinn Brighton á suðurströnd Englands hefur verið einn vinsælasti ferðamannabær Bretands, allt frá 17. öld þegar konungssfjölskyldan vandi komur sínar þangað. Þegar járnbraut var lögð til Brighton árið 1841, margfölduðust vinsældir bæjarins og hefur hann haldið sínum stalli æ síðan. Hér er allt til alls fyrir gesti og gangandi sem allt tengist skemmtan og afþreyingu, lífi og fjöri, sem og fjölþættri þjónustu. Margir hópar, stórir sem smáir, hafa dvalið í Brighton á okkar vegum og einkunnin er alltaf sú sama: Frábær staður að öllu leyti!

Brussel

Vor 2020

Brussel er skemmtileg borg og tilvalin fyrir þá sem vilja skreppa í ferð í miðstöð evrópskrar menningar – tilvalin fyrir þá sem vilja njóta alls hins besta í mat, drykk og menningu. Brussel er höfuðborg Belga sem á sér langa og merka sögu. Gamlar hefðir og byggingar setja svip sinn á gamla bæjarhlutann sem er í hjarta borgarinnar Grand-Palace.

Lissabon

Vor 2020

Iðandi mannlíf, þröngar götur, grænir skrúðgarðar, fornar byggingar, saga og rómantík einkenna borgina Lissabon í Portúgal. Lissabon hefur yfir sér ákveðinn þokka þar sem minningar glæstrar fortíðar Portúgala, kallast á við iðandi nútímann — við mælum með því að eyða góðum tíma í að skoða portúgalska muni, njóta andrúmsloftsins og setjast niður í drykk og fylgjast með mannlífinu í þessari dásamlegu borg.

Madeira

Vor 2020

Madeira er gjarnan kölluð Eyja hins eilífa vors eða Hinn fljótandi skrautgarður, sem segir margt um milt veðurfarið og gróðursældina á þessari eldfjallaeyju. Í boði er gisting á úrvals hótelum og gestir geta bæði slakað á og notið sólar og sjávar steinsnar frá skemmtilegri borg og tekið þátt í fjölbreyttum kynnisferðum sem verða í boði.

Marrakesh

Vor 2020

Marrakesh – nafnið eitt kallar fram minningar úr 1001 nótt. Iðandi og kraftmikil borg sem er einstök í sinni röð, litríkur og seiðandi menningarheimur, óræður ilmur, ólgandi líf en samt róandi andi. Rauða borgin er hún nefnd vegna roðalitra virkisveggja sem staðið hafa umhverfis gömlu borgina frá 13. öld. En rauði liturinn er aðeins einn af óteljandi litbrigðum í hinu ótrúlega litrófi Marrakesh. Við bjóðum í beinu flug með Icelandair langa helgi í Marrakesh. Skemmtilegar skoðunarferðir í boði með íslenskum fararstjóra.

Verona

Vor 2020

Það er ekki á hverjum degi sem íslenskir ferðalangar geta skotist í beinu flugi í helgarferð til ítölsku borgarinnar Verona, borgar lista og rómantíkur, og eytt þar nokkrum dögum að vild. Við bjóðum slíka skotferð dagana 6.-9. mars þegar Vetur konungur er að hverfa á braut og vorsólin farin að sýna sig. Þó getur brugðið til beggja vona í togstreitu árstíðanna. Veðrið ættu þó engu að breyta í heimsókn til þessarar vinalegu borgar sem er þriðja stærsta borg Norður-Ítalíu á jaðri Pó-sléttunnar, rétt austan við Gardavatnið með hin tignarlegu Dólolmítafjöll í norðri.

Berlín

Haust 2020

Fáar borgir hafa annan eins kraft og Berlín. Endalaust er hægt að ganga um og uppgötva eitthvað nýtt og spennandi. Fara á milli staða í neðanjarðarlestinni, stoppa á hinum heimsfrægu ölstofum borgarinnar eða grípa sér bradwurtz á götuhorni. Berlín er tilvalin fyrir hópa sem vilja njóta alls hins besta í mat, drykk og menningu.

Berlín

Vor 2020

Fáar borgir hafa annan eins kraft og Berlín. Endalaust er hægt að ganga um og uppgötva eitthvað nýtt og spennandi.  Til að mynda er hægt að fara á milli staða í neðanjarðarlestinni, stoppa á hinum heimsfrægu ölstofum borgarinnar eða grípa sér bradwurtz á götuhorni. Berlín er tilvalin fyrir hópa sem vilja njóta alls hins besta í mat, drykk og menningu.

Brussel

Haust 2020

Brussel er skemmtileg borg og tilvalin fyrir þá sem vilja skreppa í ferð í miðstöð evrópskrar menningar – tilvalin fyrir þá sem vilja njóta alls hins besta í mat, drykk og menningu. Brussel er höfuðborg Belga sem á sér langa og merka sögu. Gamlar hefðir og byggingar setja svip sinn á gamla bæjarhlutann sem er í hjarta borgarinnar Grand-Palace.

Dublin

Haust 2020

Miklar breytingar hafa orðið á Dublin á síðari árum, hún hefur vaxið gríðarlega og hefur nánast breyst úr sveitaþorpi í stórborg! Borgin hefur þó haldið sínum sjarma sem einkennist helst af hinu þægilega viðmóti íbúanna.

Edinborg

Edinborg

Edinborg stendur sannarlega undir nafni sem ein skemmtilegasta borg álfunnar. Um alla borg eru veitingahús, pöbbar og vertshús og verslanir eru sneisafullar af varningi á fínu verði.

Glasgow

2020

Glasgow er iðandi stórborg með langa sögu. Það er af sem áður var, sótug hús, iðnaðarverksmiðjur og skipasmíðar, því nú er Glasgow ein vinsælasta ferðamannaborg í Vestur-Evrópu. Borgin hefur skipt rækilega um búning og nú bera hæst framsækið menningarlíf, eldheit skemmtanasena, blómleg verslun og hreinlegt umhverfi.

Hamborg

Haust 2020

Það er margt framsækið við gömlu Hamborg. Auk þess að vera næst stærsta og ein fegursta borg Þýskalands, er hún ein framsæknasta borg landsins. Það sem meira er: Hamborg er afar græn með fjölda opinna svæða, garða og torga.

Helsinki

Haust 2020

Höfuðborg Finnlands, Helsinki, er jafnframt stærsta borg landsins með yfir 1,3 milljónum íbúa. Finnar eru frægir fyrir framsækið menningarlíf, ekki síst arkitektúr, hönnun, tónlist, og sauna auk hins óborgarlega tungumáls. Allir þessir þættir og margir fleiri koma saman í Helsinki sem er mögnuð og skemmtileg á alla lund. Ekki er langt í önnur einkenni landsins: endalausa skóga og þúsundir vatna.

Helsinki

Vor 2020

Höfuðborg Finnlands, Helsinki, er jafnframt stærsta borg landsins með yfir 1,3 milljónum íbúa. Finnar eru frægir fyrir framsækið menningarlíf, ekki síst arkitektúr, hönnun, tónlist, og sauna auk hins óborgarlega tungumáls. Allir þessir þættir og margir fleiri koma saman í Helsinki sem er mögnuð og skemmtileg á alla lund. Ekki er langt í önnur einkenni landsins: endalausa skóga og þúsundir vatna.

Manchester

Vor 2020

Manchester svíkur aldrei þegar skroppið er í stuttar eða langar helgarferðir.     Borgin er helst þekkt fyrir að vera miðstöð viðskipta, samgangna, vísindastarfs, arkitektúrs, þróttmikils menningarlífs og skemmtanaiðnaðar  þar sem mest ber á tónlist, snjalliðnaði og íþróttum en sér í lagi fótbolta á Old Trafford og Etihad völlunum.

Munchen

Vor 2020

München hefur verið miðstöð lista, menninga og vísinda frá því snemma á 19 öld. Borgin hefur upp á að bjóða fjölda kaffihúsa, veitingastaða og verslunarhúsa. Helsta kennileiti borgarinnar er gotneska dómkirkjan með laukturnunum tveim. München er Ólympíuborg, en þar fóru fram sumarleikarnir 1972.

Riga

Haust 2020

Höfuðborg Lettlands, Riga, er stærsta borg Eystrasaltsríkjanna. Í Riga má finna einstaka blöndu gamalla og nýrra strauma í byggingum, mannlífi og í menningarsenunni. Hér er líf og fjör fyrir fjörkálfa, dulúðleg saga, fjölbreytt flóra menningar og fjöldi verslana og veitingastaða þar sem verðlag er upp á gamla móðinn.

Riga

Vor 2020

Höfuðborg Lettlands, Riga, er stærsta borg Eystrasaltsríkjanna. Í Riga má finna einstaka blöndu gamalla og nýrra strauma í byggingum, mannlífi og í menningarsenunni. Hér er líf og fjör fyrir fjörkálfa, dulúðleg saga, fjölbreytt flóra menningar og fjöldi verslana og veitingastaða þar sem verðlag er upp á gamla móðinn.

Tallinn

Páskaferð

Tallinn í Eistlandi er af mörgum talin best varðveitta miðaldaborg Norður-Evrópu og því ekki að ósekju að gamli borgarhlutinn sé undir verdarvæng UNESCO.  Enda þótt íbúar borgarinnar telji aðeins fleiri íbúa en íslenska þjóðin er Tallinn samþjöppuð og auðvelt að fara á fæti milli merkisstaða sem flestir eru í eða í námunda við gömlu borgarmiðjuna.  Tallinn er græn borg með fjölmörgum görðum og grænum svæðum og 2 km langri sandströnd. Tengsl Íslendinga og Tallinn-borgar eru gömul því  Njáls-Saga nefnir á einum stað borgina Rafala sem er eitt margra gamalla nafna borgarinnar. Heimsókn okkar ber að á mótum vors og sumars. Búast má við meðalhita yfir daginn tæpar 10 gráður en á nóttunni gæti hitinn fari niður að frostmarki. Við bjóðum til páskaveislu í Tallinn!

Épernay

vor 2020

Épernay er lítill bær, umkringdur vínekrum við ána Marne. Bærinn er kallaður höfuðborg kampavínsins (Champagne) og er hann heimili margra bestu kampavíns framleiðenda heims. Gatan Avenue de Champagne er heimili frægra kampavíns framleiðanda, má þar nefna Moët et Chandon, De Castellane og Mercier. Neðanjarðar eru 200 ára göng þar sem kampavínið fær að þroskast í friði.