Ferðalýsing
Velja má á milli Amsterdam og Basel í Sviss sem upphafs- og endastaðar. Siglt er upp Rín frá Amsterdam til Basel og niður fljótið frá Basel til Amsterdam. Viðkomustaðir eru þeir sömu í báðum siglingum. Að neðan er lýsing siglingar upp Rín en niður ferðin er eins nema í öfugri röð. Þessar siglingar eru í boði frá 22. nóvember til 21. desember.
Vegna fjölda fyrirspurna, býður AmaWaterways upp á vikulanga lúxussiglingu upp eða niður prinsessu Evrópufljóta, Rín, þar sem þrætt er á milli fjölda jólamarkaða í Þýskalandi og Frakklandi. Hvar annarrs staðar býðst annað eins tækifæri til að gefa sig á vald jólanna, njóta lúxusaðbúnaðar, ferðast milli staða og skoða fjölda jólamarkaða og aðra merkisstaði í fallegri vetrarnáttúru Mið-Evrópu og það án þess að hreyfa fingur? Svarið er einfalt: Hvergi!
Verðdæmi á mann í tvíbýli: Christmas markets on the Rhine, 23. nóv: Frá 552.900 kr. í CB-herbergi
Innifalið: Vikulöng sigling með fullu veislufæði með eðalvínum að vild, allar skoðunarferðir, siglingaskattar, þjórfé (nema fyrir staðarleiðsögumenn í skoðunarferðum), ferðapakki fyrir siglingu í Amsterdam og viðmiðunar-flugfargjald frá Íslandi til (eða næsta flugvöll við) upphafs- og endastað siglingar.
Fyrirvarar: Verð miðast við verðlista AmaWaterways 15. jan. 2020 og getur tekið breytingum. Flugfargjald getur breyst og stilla þarf af flugdaga m.t.t. siglingar. Mögulega þarf að bæta við hótelgistingu og ferðum milli flugvalla og skipalægis. Ef bókaður er pre-tour (fyrir siglingu) og/eða post-tour (eftir siglingu) er yfirleitt innifalin móttaka við komu flugs (pre) og/eða fylgd til brottfararflugs (post) á völdum flugvöllum. Verð miðast við gengi bandaríkjadollars 25. janúar 2020.
Í HNOTSKURN
Í siglingum okkar kappkostum við að bjóða upp á úrval skoðunarferða sem innifaldar eru í verði. Oftast eru í boði nokkrar ferðir sem velja má milli, t.d. standard túra, hjólatúra, gönguferða eða sérferða á vit ýmissa áhugasviða. Við leggjum mikið upp úr fjölbreytni og keppumst við að finna spennandi upplifun fyrir alla gesti okkar.
M = Morgunverður, H = Hádegisverður, K = Kvöldverður
Ferðatilhögun
Dagur 1, mánudagur, 23. nóvember 2020 — Amsterdam
Ef flug frá Íslandi stemmir við siglingu er möguleiki að halda til skips samdægurs. Þar tekur prúðbúin áhöfn á móti farþegum, kynnir fleyið og herbergin. Um kvöldið er heilsað upp á samferðafarþega undir sannkölluðum veislukvöldverði, (K).
Dagur 2, þriðjudagur, 24. nóvember 2020 — Amsterdam
Á leið út úr Amsterdam verður farið í síkjasiglingu eftir nokkrum af 165 síkjum borgarinnar, (M, H, K).
Dagur 3, miðvikudagur, 25. nóvember 2020 — Köln
Nafli hinnar 2000 ára Kölnarborgar er hin firnastóra gottneska dómkirkja sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Nútíminn hefur þó vinninginn enda er Köln nútímaleg verslunar- og fjármálaborg. Boðið verður upp á gönguferð um gamla bæinn og við skoðum m.a. dómkirkjuna og konunglega grafreiti innandyra. Framan við dómkirkjuna er einn stærsti og frægasti jólamarkaður Evrópu þar sem sannarlega er af mörgu að taka. Þá verður boðið upp á hjólatúr á Rínarbökkum og komið við á krá þar sem smakkað verður á Kölsch-bjór og Reibekuchen – kartöflupönnukökum með eplasultu, (M, H, K).
Dagur 4, fimmtudagur, 26. nóvember 2020 — Rüdesheim
Áður en við leggjum að við Rüdesheim siglum við um Rínarglúfur sem er fallegasti hluti árstæðis Rínar. Síðan skoðum við okkur um, í vín- og skemmtibænum Rüdesheim og nágrenni. Vínáhugafólk tekur stefnu á frægan vínkjallara, smakkar nokkur eðalvín og gefst kostur á að ganga um vínekrurnar. Þá verður boðið upp á hjólatúr um bæinn og eftir bökkum Rínar. Þeir sem kjósa meira líf í tuskunum ættu að fara í heimsókn í Safn sjálfspilandi hljóðfæra Siegfrieds sem er eitt stærsta safn heims sinnar tegundar. Þar gefst færi á að smakka hið sérstaka Rüdesheim-kaffi. Og ekki má gleyma hinum alþjóðlega jólamarkaði þessa gleðibæjar, (M, H, K).
Dagur 5, föstudagur, 27. nóvember 2020 — Ludwigshafen
Frá Ludwigshafen má skreppa í heimsókn til tveggja nafntogaðra þýskra bæja, sem báðir bjóða upp á flotta jólamarkaði. Fyrst skal telja menningarborgina Heidelberg sem stendur sannarlega undir nafni með merkilega dómkirkju, sögufrægan kastala og afar líflegan háskólabrag. Jólamarkaður borgarinnar, sem margir telja fremstan meðal jafningja, teygir sig eftir einni lengstu göngugötu Evrópu, Hauppsstrasse. Einnig er í boði gönguferð á bökkum Neckar-árinnar, eftir stíg sem kenndur er við ónefnda heimspekinga. Annar möguleiki er að skoða einu elstu borg Þýskalands, Speyer, þar sem m.a. gefur að líta tilkomumikla dómkirkju, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, og Altpörtel, borgarhlið frá miðöldum. Í Speyer er að sjálfsögðu afar fallegur jólamarkaður skammt frá dómkirkjunni og eftir aðalgötunni, Maximilianstrasse, (M, H, K).
Dagur 6, laugardagur, 28. nóvember 2020 — Strassborg
Í þessari fallegu og sögufrægu frönsku Evrópuborg er að finna einn elsta jólamarkað Evrópu og sannarlega Frakklands. Christkindelmärik rekur sögu sína til ársins 1570. Boðið verður upp á skoðunarferð sem meðal annars fer um Orangerie-skrautgarðinn, síðan að húsi Evrópuþingsins og að lýðveldistorginu. Þá verður gengið í gegnum gömlu miðborgina á Grande Ilé (eyju sem mörkuð er af tveimur síkjum) sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Leiðin liggur síðan um hverfi sem kallað er “La Petite France”og er sem hverfinu hafi verið lyft upp úr evrópsku ævintýri og flutt þangað sem það nú stendur. Á meðan á göngunni stendur lifum við okkur inn í ævintýraheiminn uns við komum að Okkar Frúar kirkju en efst á henni trónir stór og mikil klukka sem gefur, auk þess að vera tímamælir, upp stöðu sólar og mána og ýmislegt annað í himinnhvolfinu. Þeir kraftmeiri geta hins vegar valið skemmtilegan hjólatúr undir leiðsögn. Síðdegis verður jólamarkaðurinn Gengenbach sóttur heim, þar sem heimafólk telur niður dagana til jóla með aðstoð firnamikils jóladagatals, (M, H, K).
Dagur 7, sunnudagur, 29. nóvember 2020 — Breisach
Þessi fallega borg er engri annarri lík, með tindrandi jólaskraut um alla borg og kraftmikinn jólamarkað. Á göngu um stræti og torg blasir við fjölbreyttur arkitektúr frá mörgum byggingaskeiðum og hið fræga Dolder borgarhlið. Þá verður einnig boðin ferð til hinnar nafntoguðu Freiburg sem stofnuð var árið 1120, rúmum tveimur áratugum fyrir andlát Snorra Sturlusonar! Hér blasa við einstakir menningarstaðir á borð við Freiburg Münster (Frúarkirjuna) sem er byggð úr rauðleitum sandsteini og hinn aldni, en síungi jólamarkaður. Þeir sem vilja meiri hreyfingu geta farið í hjólatúr um nágrannasveitirnar, (M, H, K).
Dagur 8, mánudagur, 30. nóvember 2020 — Basel
Hér lýkur siglingunni og farþegar ganga frá borði. Möguleiki er að taka þátt í 4ra nátta ferðapakka um Sviss en að öðrum kosti tekur við flug heim frá Zurich, (M).
Verð og dagsetningar
Viltu bóka ferð, fá tilboð í verð, eða fá frekari upplýsingar?
Hafðu samband í +354 585 4000 eða sendu okkur póst á info@urvalutsyn.is
Við sérsníðum ferðina að þínum óskum.