Hér gefst færi á að kynnast náið rómantík Rínarfljóts og blómlegum sveitum og bæjum sem byggst hafa á bökkum þessarar mögnuðu elfu. Sagan kallast á, í formi kastalarústa sem gnæfa yfir fljótinu og gömlum og einstaklega sjarmerandi þorpum og bæjum. Ekki að ástæðulausu að Rín hafi varpað andagift yfir skáld í ljóðum, sögum og tónlist. Leiðin liggur um blómleg héruð og ár við fallega bæi og borgir á borð við Köln, Rüdesheim, Mannheim, Strassborg, og Breisach, en siglingunni lýkur í Amsterdam eða Basel. Þessar siglingar eru í boði nær vikulega frá 15. mars-28. des. 2020. Enchanting Rhine, 22.-29. okt: Frá 768.750 kr. í C-herbergi. Captivating Rhine: 2.-9. nóv: Frá 611.660 kr.

Verð og dagsetningar

Viltu bóka ferð, fá tilboð í verð, eða fá frekari upplýsingar?

Hafðu samband í +354 585 4000 eða sendu okkur póst á info@urvalutsyn.is

Við sérsníðum ferðina að þínum óskum.

Ferðalýsing

Dagskrá

Athugið

  • Staðfestingargjald er 40.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
  • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
  • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.