Lúxusferð í fljótasiglingu á Dóná, mesta stórfljóti Evrópu, í gegnum ægifagra náttúru og spennandi borgir til móts við svæði sem innblásið hafa tónskáld, arkitekta, málara og ljóðskáld er skapað hafa tímalausa fegurð. Verðdæmi á mann: Melodies of the Danube, 23. ágúst: Frá 636.950 kr. í CB-herbergi.  

Verð og dagsetningar

Viltu bóka ferð, fá tilboð í verð, eða fá frekari upplýsingar?

Hafðu samband í +354 585 4000 eða sendu okkur póst á info@uu.is

Við sérsníðum ferðina að þínum óskum.

Ferðalýsing

Siglingin hefst í Búdapest, sannkölluðum demanti Dónár. Á leið okkar upp Dóná sækjum við heim tilkomumiklar hallir og kastala, blómlegar ekrur og náttúrufegurð sem lætur engan ósnortinn. Við leggjum við ómótstæðilegar borgir á borð við Dürnstein, Wachau-dalinn og Passau og höfuðborgirnar Bratislava (Slóvakía) og Vín, sem standa á gömlum merg og sækja tilveru sína til Dónár. 

Verðdæmi á mann: Melodies of the Danube, 23. ágúst: Frá 636.950 kr. í CB-herbergi.  

Innifalið: Vikulöng sigling með fullu veislufæði með eðalvínum að vild, allar skoðunarferðir,  siglingaskattar, þjórfé (nema fyrir staðarleiðsögumen í skoðunarferðum og viðmiðunar-flugfargjald frá Íslandi til (eða næsta flugvöll við) upphafsstaðar siglingar.

Fyrirvarar: Flugfargjald getur breyst og stilla þarf af flugdaga m.t.t. siglingar. Mögulega þarf að bæta við hótelgistingu og ferðum frá flugvelli til skiplægis. Ef bókaður er pre-tour (fyrir siglingu) og/eða post-tour (eftir siglingu) er yfirleitt innifalin móttaka við komu flugs (pre) eða fylgd til brottfararflugs (post) á völdum flugvöllum). Verð miðast við verðlista AmaWaterways 15. jan, og getur breyst og gengi bandaríikjadollars 25. janúar 2020.

Í HNOTSKURN

Í siglingum okkar kappkostum við að bjóða upp á úrval skoðunarferða sem innifaldar eru í verði. Oftast eru í boði nokkrar ferðir sem velja má milli, t.d. standard túra, hjólatúra, göngutúra eða sérferða á mið ýmissa áhugasviða. Við leggjum mikið upp úr fjölbreytni og keppumst við að finna spennandi upplifun fyrir alla gesti okkar.

M=morgunverður, H=hádegisverður, K=kvöldverður.


Dagskrá

Dagur 1 — Gengið um borð

Gengið um borð í skipið og síðan tekur við kynning á skipinu. Um kvöldið er kvöldverður þar sem farþegar kynnast. Skipið liggur um kyrrt í Búdapest um nótttina, (K).

      Dagur 2 — Búdapest

      Búdapest ber nafnbótina Drottning Dónár með rentu. Hún á sér margar hliðar og við eigum þess kost að kynnast þeim flestum. Skoðunarferð um borgina hefst með heimsókn á hið annasama Markaðstorg þar sem ægir saman sölumönnum af öllu tagi. Í framhaldinu kynnumst við báðum hlutum borgarinnar sem liggja sitt hvoru megin Dónár, Búda (hæðirnar) og Pest (sléttan). Einnig má slást í för með göngugörpum sem ganga upp á Kastalahæðina þar sem er einstök útsýn yfir borgina. Um kvöldið er skyggja fer verður siglt um Dóná í námunda við ungverska þinghúsið og fylgst með því er ljósgeislar breiða sig yfir hús og torg og lýsa upp borgarmyndina. Ólýsanlegt sjónarspil! (M,H,K)

          Dagur 3 — Bratislava

          Eitt uppnefni höfuðborgar Slóvakíu er Krýningarborg konunganna, því þar voru haldnar krýningarveislur 11 konunga á tímabilinu 1556-1830. Hún hefur þá einstöku stöðu, að vera á mótum 3ja þjóðríkja; Slóvakíu, Austurríkis og Ungverjalands. Bratislava er aldagömul borg og yndislegur miðbærinn ber keim af niði aldanna. Boðið verður upp á gönguferð um gamla bæinn en þeir sem metnaðarfyllri göngu vilja geta farið upp að Bratislava-kastala þaðan sem er einstakt útsýni yfir borgarstæðið, (M,H,K).

              Dagur 4 — Vín

              Valsaborgin Vín er næsti viðkomustaður og hlaðin gömlum og nýjum dýrindisstöðum á borð við Óperuhöllina og keisarahöll Habsborgaranna. Í boði verður hefðbundin skoðunarferð á vit þekktra kennileita, t.d. óperuhúsið, dýrindis hallir og Kirkju heilags Stefáns, í hinni einstöku miðborg sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Þá sem þyrstir í hreyfingu geta skellt sér í hjólaferð eftir bökkum Dónár. Síðdegis verður frjáls tími en þeir sem vilja geta flotið með í léttan hjólatúr til Klosterneburg klaustursins, (M,H,K).

                  Dagur 5 — Weissenkirchen

                  Við komuna til Weissenkrichen eru í boði nokkrar skoðunarferðir. Fyrsta ferðin er gönguferð um hinn dýrðlega bæ Dürnstein og heimsókn í klaustrið í Melk sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Líka má ganga um Weissenkrichen og fara í klausturheimsókn. Þeir sem vilja kynnast mat og drykk heimamanna ganga um Dürnstein og smakka á eðalvínum og koma við í sælkerabúðum. Fyrir meiri hreyfingu má skella sér í hjólaferð til Melk eða ganga upp að kastalavirkinu þar sem Ríkarði konungi Ljónshjarta var eitt sinn haldið föngnum. Síðdegis verður siglt eftir Strudengau-dalnum til miðaldabæjarins Grein þar sem við fáum einkaheimsókn í hinn 500 ára gamla Greinburg-kastala með danssýningu og vínsmökkun, (M,H,K).

                      Dagur 6 — Linz

                      Frá Linz verður boðið upp á heilsdagsferð til Salzburg þar sem farið verður um gömlu miðborgina, Mirabell-garðana, Residenz-torgið og gamla markaðinn. Á leið til Salzborgar verður áð við Mond-vatn þar sem er kirkja Heilgas Mikaels. Einnig verður i boði gönguferð um Linz og Hús Mozarts, eða hjólaferð um hina þekktu leið “Kúltur míluna” á bökkum Dónár. Síðdegis gefst kostur á að heimsækja hið magnaða miðaldaþorp Cesky Krumlov í Tékklandi, (M,H,K).

                          Dagur 7 — Passau - Vilshofen

                          Boðið verður upp á ljúfa gönguferð um steinlögð stræti Passau að Dómkirkju heilags Stefáns og um gamlar götumyndir þar bregður fyrir barokk og gottneskum stílbrögðum. Þá verður í boði hjólaferð eftir bökkum Dónár (“Kúltur-milan”) og gönguferð upp að este Oberhaus virkinu. Síðdegis heldur siglingin áfram til Linz. Siglingin heldur síðan áfram til Vilshofen þar sem slegið verður upp veislu í stíl við Oktoberfest, (M,H,K).

                              Dagur 8 — Siglingu lýkur

                              Hér lýkur siglingunni og við tekur heimferð eða ferðapakki (post-tour).(M)

                                  Athugið

                                  • Staðfestingargjald er 50.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
                                  • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
                                  • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.