Iberostar Bávaro Golf á Punta Cana í Dóminíska lýðveldinu, er gullfallegur par 72 völlur, umvafinn gróskumiklum gróðri. Lifandi landslag, gróðurinn, hvítur sandurinn og fjölbreytileiki er einkennandi fyrir völlinn. Á vellinum eru yfir 100 glompur með snjóhvítum kvars sandi. Fjögur teigasett (frá 4348m til 6143m) tryggja að völlurinn hentar kylfingum á öllum getustigum. Þrátt fyrir fjölda glompna og vötn og mikinn gróður, þá þykir völlurinn þægilegur og afar skemmtilegur viðureignar. Ríkjandi vindátt er þvert á legu vallarins og þurfa kylfingar því að halda einbeitingu sinni þegar aðstæður eru þannig.  Margar minnistæðar hollur eru á vellinum, en væntanlega mun 8. holan sem er par 3 braut og er mótuð eins og sæstjarna, (vörumerki Iberostar) festast best í minningarbankanum.    Fín æfingaraðstaða er í boði; æfingasvæði, æfingarflött og glompur.  Iberostar Bávaro Golf er hannaður af P.B. Dye.
  Sæki dagsetningar...

  Verð og dagsetningar

  Sæki verð...
  Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 9 nætur á 5 stjörnu gistingu með öllu inniföldu, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, flutningur á 12 kg. golfsetti, 1 x 20 kg ferðataska og 8 kg handfarangur, ótakmarkað golf í 7 daga, og afnot af golfbíl.

  Ferðalýsing

  Gistingar í boði

  Skoðunarferðir

  Punta Cana

  Athugið

  • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
  • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
  • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
  • frítt að bóka í almenn sæti
  • hægt er að bóka betri sæti þar sem miðjusætið er laust á 19.900 kr. per leið