Alicante Golf er þægilega staðsett, 15 mínútum frá miðborg Alicante og 10 mínútum frá bænum San Juan. Stutt er í verslun og á ströndina og nokkur skref á golfvöllinn.

Vikuleg flug árið í kring

Innifalið í Alicante Golf golfpökkum: Flug, gisting með morgunverði, ferðataska 20 kg, handfarangur, ótakmarkað golf, golfbíll og flutningur á golfsetti.

Alicante Golf

Á Alicante Golf eru sex par 3 holur, sex par 4 holur og sex par 5 holur sem gerir hringinn fjölbreyttan og skemmtilegan. Minjar rómverskrar byggingar setja skemmtilegan svip á golfhringinn en þær eru á 14. holu og þarf að slá yfir fornminjarnar. Engin blind högg eru á vellinum og er hann einstaklega þægilegur bæði í göngu og á golfbíl. Nokkur vötn eru á vellinum sem koma í leik á alls ellefu brautum en sérstaklega á síðustu þremur holum vallarins sem gerir lokakaflann að mikilli áskorun fyrir kylfinga af öllum toga. 18. holan er einstaklega skemmtileg og falleg lokahola. Mikið er lagt upp úr því að Alicante Golf skarti sínu fegursta allan ársins hring, og því lagt mikið upp úr viðhaldi á golfvellinum.