El Plantio er vinsælasti golfstaður okkar á Spáni. Þessi skemmtilegi staður er steinsnar frá Alicanteborg og er aðeins tæplega 10 mínútna akstur frá flugvellinum. Hér er innifalið ótamarkað golf á 18 holu velli sem hentar fyrir öll getustig. Einnig er lítill par 3 völlur þar sem fínslípa má litla spilið. Dvalið er í góðum íbúðum með morgunverði inniföldum og einnig er boðið upp á hálft fæði. Það verður enginn golfari svikinn af dvölinni á El Plantio.

Nánar um El Plantio