El Plantio er vinsælasti golfstaður okkar á Spáni. Þessi skemmtilegi staður er steinsnar frá Alicanteborg, dvalið er í góðum íbúðum og innifalið er ótamarkað golf á 18 holu velli sem hentar fyrir öll getustig. Það verður enginn golfari svikinn af dvölinni á El Plantio.

Reglulegar ferðir:
Flogið alla þriðju- og fimmtudaga, frá 25. maí til 26. október 2021.
El Plantio

Á El Plantio Golf Resort eru 27 holur. 18 holu championship skógarvöllur sem er skemmtileg áskorun fyrir kylfinga af öllum getustigum. Völlurinn, þar sem vatn kemur til sögu á 6 brautum, spilast 6010 metrar af gulum teigum og 5350 metrar af rauðum teigum.

Hinn völlurinn er skemmtilegur 9 holu æfingavöllur sem samanstendur af fjölbreyttum par 3 holum þar sem vatn kemur við sögu á þrem þeirra. Frábær völlur fyrir kylfinga sem eru að taka sín fystu skref og þeim sem vilja æfa járna höggin sem og stutta spilið.

Spilað er golf á komu og brottfarardögum þegar tími gefst.

Gistingin

Okkar mat