Það er ekki á hverjum degi sem íslenskir ferðalangar geta skotist í beinu flugi, í helgarferð, til ítölsku borgarinnar Verona. Verona er borg lista og rómantíkur og þar er hægt að eyða þar nokkrum dögum að án þess að láta sér leiðast. Verona er einstaklega fögur fyrir jólin, jólamarkaðir og jólatré skreyta bæinn.
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 3 nætur á 3–4 stjörnu gistingu með morgunverði, og íslensk fararstjórn.
Ekki innifalið í verði:
Skoðunarferðir (valkvæðar), matur annar en morgunverður, eða flugvallarakstur (valkvæður).
Ferðalýsing
Verona er einnig þekkt fyrir jólamarkaðinn sinn sem hægt er að sækja frá miðjum nóvember og út desember.
Jólahaldið beinist að torgunum tveimur við hlið Piazza Erbe, sem eru Piazza dei Signori (einnig þekkt sem Piazza Dante) og Courtyard Mercato Vecchio, gamla markaðarins. Á hverju ári, frá miðjum nóvember til 26. desember, hýsa þeir jólamarkað. Jafnvel stærsti Skröggur verður fylltur jólaanda þegar ráfað er um viðarbásana, staflaða hátt af handverksvörum af öllum gerðum. Þú munt örugglega finna eitthvað til að gleðja þig á markaðnum, með vörum allt frá hefðbundnum jólagjöfum til handgerðra minjagripa (viðar- og ullarvörur, búningaskartgripir, keramik og fleira), frá handgerðum sápum til líkjöra, frá lúxussúkkulaði til þýsks stíls. bretzels og bratwurst. Ekki má gleyma gríðarlegu úrvali af sælgæti, ásamt pylsusamlokum og rjúkandi heitri peará, rjómalagðri sósu sem borið er fram með svínapylsu og heitu brauði. Og til að skola öllu niður, ekki gleyma krús af glögg, þekkt sem vin brulè á Ítalíu.
Verona státar af fjölda skemmtilegra og áhugaverðra staða. Listinn gæti litið svona út:
Versur romae, vae romae
Fyrst skal nefna rómverska leikhúsið sem haldið sér vel í fleiri aldir. Stór jarðskjálfti á 12. öld hreyfði vart við húsinu enda er hluti þess byggður úr fyrsta flokks bleiklituðum marmara. Hér er pláss fyrir um 30.000 áhorfendur og hér eru haldnir tónleikar árið um kring.
Giardino giusti
Handan Adige-fljótsins er gullfallegur garður sem talinn er einn af gimsteinum endurreisnarinnar. Garðurinn er nefndur í höfuðið á aðalsættinni sem annast hefur reitinn frá stofnun hans árið 1591. Þótt garðurinn sé blómlegri yfir sumarmánuðina svífur þar magnaður andi yfir vetrartíma og allan ársins hring er hann athvarf elskenda.
Gamli bærinn
Gamli bærinn er mjög skemmtilegur með þröngum götum og ítalskri matargerð eins og hún gerist best og það er einna líkast að maður hafi dottið inn í ítalska bíómynd. Marmara göngugatan Via Mazzini liggur í gegnum hjarta bæjarins að Piazza Erbe torginu sem er gríðarlega fallegt.
Shakespeare
Borgin varð Shakespeare mikil hvatning og varð Verona leiksvið hans í þremur leikritum; Rómeó og Júlíu, Skassið tamið, og Tveir herramenn frá Verona. Hinar sögufrægu svalir þar sem Júlía stóð og hlustaði á ástarjátningar Rómeós er vinsæll skoðunarstaður.
Museo Di Castelvecchio
Í 28 sýningarrýmum hefur þetta einstaka safn að geyma fjölda muna og minja frá rómverskum tíma, miðöldum og endurreisninni auk nýlegri listmuna. Húsnæðið er sér kapítuli út af fyrir sig en það var reist sem virkisborg um miðja 14. öld ofan á rómverskum rústum og kirkju sem að hluta til má skoða innandyra.
Galleria D’Arte Moderna Achille Forti
Þetta listasafn geymir mörg djásn frá tímabilinu 1840-1940 með áherslu á málverk og höggmyndir.
Torre Deil Lamberti
Torre dei Lamberti er 84 m hár varðturn sem byggður var á löngu tímabili á 13.-15. öld, mest til að hafa fyrirvara á innrásum frá Feneyingum. Frá turninum er frábært útsýni yfir borgina og nágrenni hennar.
Piazza Dei Signiori
Umhverfis þetta aðaltorg Verona eru raðir af tignarlegum gömlum byggingum. Fyrst skal nefna Palazzo degli Scaligeri frá 14. öld. Þar bjó Cangrande I Dekla Scala, sá er reisti virkisborgina sem fyrr en nefnd. Loggia el Consiglio var reist á 16. öld sem eins konar ráðhús borgarinnar og Palazzo della Ragione var upphaflega byggt sem bústaður en hefur gegnt mörgum hlutverkum í gegnum tíðina. Á miðju togirnu er hin fræga stytta af skáldinu Dante sem fékk athvarf í Verona eftir útlegðardóm í Flórens.
Flóamarkaðurinn
Loks skal nefna flóamarkaðinn á Piazza San Zeno sem er opinn flesta sunnudaga árið um kring. Þar er að finna mikið úrval antíkmuna, allskyns apparöt og flíkur.
Verona er alltaf vinaleg heim að sækja og enginn ætti að snúa svikinn heim.
Athugið
Staðfestingargjald er 50.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.