Ný og spennandi ferð til Puerto de la Cruz – Tenerife með Lóló.
Við kynnum með stolti nýja ferð til Tenerife, að þessu sinni til heillandi Puerto de la Cruz, með okkar einstökum og margreyndum fararstjóra, Lóló. Tenerife er þekkt fyrir stórkostlegt veðurfar, hreinar strendur og fjölbreytta afþreyingu – og nú gefst þér tækifæri til að njóta alls þess í frábærum félagsskap.
Puerto de la Cruz, staðsett á gróðursælum norðurhluta eyjarinnar, býður upp á rólegt smábæjarlíf, grænar fjallshlíðar og notalegt loftslag sem skapar fullkomið umhverfi til hvíldar og endurnæringar.
Lóló heldur utan um fjölbreytta og skemmtilega dagskrá þar sem allir fá tækifæri til að njóta sín. Boðið er upp á létta göngutúra, minigolf, hreyfingu í vatni, lokahóf ásamt öðrum skemmtilegheitum á meðan á dvöl stendur.
Ferðin hentar sérstaklega vel þeim sem vilja ferðast með jafnöldrum, vinum og kunningjum – og njóta samveru í notalegu og gleðilegu andrúmslofti.
Lóló tekur á móti hópnum með alúð og lífsgleði og tryggir að hver og einn njóti ferðarinnar til fulls. Flestir snúa heim endurnærðir og með hlýjar minningar í farteskinu.
Lóló er einn af okkar reynslumestu fararstjórum og heldur vel utan um hópinn. Lóló tekur fagnandi á móti þér af alúð og gleði.
Verð og dagsetningar
24. sept. – 8. okt.
15 dagar
| Ferð fyrir 2 fullorðna |
Heildarverð frá
639.800 kr. |
Verð frá
319.900 kr.
per farþega | |
24. sept. – 8. okt.
15 dagar
| Ferð fyrir 1 fullorðinn |
Heildarverð frá
419.900 kr. |
Verð frá
419.900 kr.
per farþega |
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 14 nætur á 4 stjörnu gistingu með hálfu fæði, íslensk fararstjórn, og akstur til og frá flugvelli.
Athugið
- Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
- Staðfestingargjald er 50.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.