Lóló
fararstjóri
    Ný og spennandi ferð til Puerto de la Cruz – Tenerife með Lóló. Við kynnum með stolti nýja ferð til Tenerife, að þessu sinni til heillandi Puerto de la Cruz, með okkar einstökum og margreyndum fararstjóra, Lóló. Tenerife er þekkt fyrir stórkostlegt veðurfar, hreinar strendur og fjölbreytta afþreyingu – og nú gefst þér tækifæri til að njóta alls þess í frábærum félagsskap. Puerto de la Cruz, staðsett á gróðursælum norðurhluta eyjarinnar, býður upp á rólegt smábæjarlíf, grænar fjallshlíðar og notalegt loftslag sem skapar fullkomið umhverfi til hvíldar og endurnæringar. Lóló heldur utan um fjölbreytta og skemmtilega dagskrá þar sem allir fá tækifæri til að njóta sín. Boðið er upp á létta göngutúra, minigolf, hreyfingu í vatni, lokahóf ásamt öðrum skemmtilegheitum á meðan á dvöl stendur. Ferðin hentar sérstaklega vel þeim sem vilja ferðast með jafnöldrum, vinum og kunningjum – og njóta samveru í notalegu og gleðilegu andrúmslofti. Lóló tekur á móti hópnum með alúð og lífsgleði og tryggir að hver og einn njóti ferðarinnar til fulls. Flestir snúa heim endurnærðir og með hlýjar minningar í farteskinu.

    Lóló er einn af okkar reynslumestu fararstjórum og heldur vel utan um hópinn. Lóló tekur fagnandi á móti þér af alúð og gleði.

    Verð frá 319.900 kr.
    per farþega
    Skoða öll verð og bóka
    Dagsetningar
    • 24. sept. – 8. okt.

    Verð og dagsetningar

    24. sept. – 8. okt.  15 dagar
    Ferð fyrir 2 fullorðna Heildarverð frá
    639.800 kr.
    Verð frá 319.900 kr.
    per farþega
    24. sept. – 8. okt.  15 dagar
    Ferð fyrir 1 fullorðinn Heildarverð frá
    419.900 kr.
    Verð frá 419.900 kr.
    per farþega
    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 14 nætur á 4 stjörnu gistingu með hálfu fæði, íslensk fararstjórn, og akstur til og frá flugvelli.

    Ferðalýsing

    Lóló heldur úti skemmtilegri dagskrá og leggur áherslu á að allir njóti sín í ferðinni. Boðið er upp á göngutúra, minigolf, lokahóf ásamt mörgum skemmtilegum uppákomum á meðan á dvöl stendur. Farþegar snúa heim endurnærðir eftir skemmtilega dvöl í góðum félagsskap. Eyjan er þekkt fyrir einstaka veðursæld, hreinar strendur og fjölbreytta afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Tenerife er staðsett á milli Gran Canaria, La Gomera og La Palma og er skringilega þríhyrnd í laginu. Á eynni miðri rís svo hið tignarlega fjall Pico del Teide, hæsta fjall Spánar. Norðurhluti Tenerife er rólegur og gróskumikill hluti eyjarinnar þar sem grænar fjallshlíðar, rólegt smábæjarlíf og mildara loftslag skapa fullkomna aðstöðu fyrir afslappaða og nærandi 

    Puerto de la Cruz endurspeglar hinn sanna anda Kanaríeyja – gömul hús, lítil kaffihús og heimilislegt andrúmsloft. Þarna gefst tækifæri til að dvelja í umhverfi þar sem tíminn líður hægar og menningararfurinn er lifandi. Verslanir með handverk frá svæðinu, heimabakað bakkelsi og vingjarnlegt viðmót heimamanna.

    Þessi hluti eyjarinnar hentar einstaklega vel fyrir úrvalsfólk sem vilja ferðast á eigin hraða, með örugga leiðsögn og án álags. Rólegt andrúmsloft, góð aðstaða á hótelinu og auðvelt aðgengi

    HÓTEL: H10 Tenerife Playa

    H10 Tenerife Playa er fjögra stjörnu hótel staðsett á norðurhluta eyjunnar, við Puerto de la Cruz. Í garði hótelsins er að finna góða sundlaug og sólbaðsaðstöðu fyrir gesti. Herbergin eru rúmgóð og smekkleg og hafa öll helstu þægindi fyrir gesti. H10 Tenerife Playa er einstaklega vel staðsett aðeins 150 m frá strönd. 

    Gistingar í boði

    H10 Tenerife Playa er fjögra stjörnu hótel staðsett á NORÐUR hluta eyjunnar, við Puerto de la Cruz. Gott hótel aðeins 150 m frá strönd. Góð sundlaug og sólbaðsaðstaða taka á móti þér í garði hótelsins. Njóttu vel í sólinni á Tenerife.

     

    Gisting: 

    Herbergin eru rúmgóð og smekkleg og hafa hellstu þægindi m.a. sjónvarp, wifi og loftkælingu. Öll baðherbergin hafa sturtu/baðkar og hárþurrku. Einnig er hægt að nýta öryggishólf gegn gjaldi.

     

    Aðstaða og afþreying:

    Í garði hótelsins er að finna góða sundlaug og sólbaðsaðstöðu fyrir gesti. Skemmtidagkrá er á staðnum fyrir alla fjölskylduna. Stutt er í strönd.  

     

    Veitingar: 

    Á hótelinu er veitingastaður með fjölbreyttum réttum við allra hæfi auk bars og sundlaugarbars.

     

    Staðsetning:

    150 m frá Playa Martianez strönd, 100 m frá veitingastöðum og börum við hótelið, 19 km frá næsta flugvelli. 

     

    Aðbúnaður:

    Sturta/baðkar

    Veitingastaður 

    Sundlaug

    Sólbaðsaðstaða

    Wifi

    Sjónvarp

    Sími

    Bar

    Skemmtidagskrá

    Stutt frá strönd

    Athugið að fararstjórar Tenerife eru staðsettir á suðurhluta eyjunnar en hægt er að ná í fararstjóra í þjónustusíma frá 09-17 og neyðarsíma allan sólarhringinn.

    Athugið

    • Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
    • Staðfestingargjald er 50.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.