Höfuðborg Lettlands, Riga, er stærsta borg Eystrasaltsríkjanna. Íbúar borgarinnar eru um 700.000 eða þriðjungur íbúa landsins.  Leiðtogi Hanseveldisins, Albert von Buxthoven, stofnaði Riga árið 1201 og útvíkkað þá verslunarveldi Hansakaupmanna til austurs. Gamli bærinn í borginni er aldagamall og er á heimsminjaskrá  UNESCO. Skoðunarferð um borgina innifalin í verði.
    Verð frá 139.900 kr.
    per farþega
    Skoða öll verð og bóka
    Dagsetningar
    • 18. – 21. sept.

    Verð og dagsetningar

    18. – 21. sept.  4 dagar
    Ferð fyrir 2 fullorðna Heildarverð frá
    279.800 kr.
    Verð frá 139.900 kr.
    per farþega
    18. – 21. sept.  4 dagar
    Ferð fyrir 1 fullorðinn Heildarverð frá
    179.900 kr.
    Verð frá 179.900 kr.
    per farþega
    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, og 4 nætur á 4 stjörnu gistingu með morgunverði.
    Ekki innifalið í verði: Athugið að ekki er boðið upp á fararstjórn, matur annar en morgunverður og kvöldmatur, city tax (greiðist á staðnum), valkvæðar skoðunarferðir, eða þjórfé.

    Ferðalýsing

    Höfuðborg Lettlands, Riga, er einstaklega heillandi og verðlag afar hagstætt. Íbúar  borgarinnar eru um 700.000 eða þriðjungur íbúa landsins sem eiga að baki mikla sögu  og ríkan menningararf. Leiðtogi Hansaveldisins, Albert von Buxthoven, stofnaði Riga  árið 1201 og útvíkkaði þá verslunarveldi Hansakaupmanna til austurs. Borgin var undir  yfirráðum Sovétríkjanna frá 1945 til 1991 en þegar Lettar urðu sjálfstæðir voru sovésk  götuheiti og minnisvarðar fjarlægðir í Riga. 

    Borgarferð til Riga

    Á undanförnum árum hafa flott kaffihús sprottið upp í miðbæ borgarinnar, norræn  matargerð rutt sér til rúms og hundruð húsa og bygginga endurbætt. Riga bar titilinn  menningarborg Evrópu árið 2014. 

    Verð á fatnaði í Riga er mjög hagstætt og má finna vel unna latneska hönnun þar  sem verð er sérstaklega hagstætt. Meðal heimamanna er vinsælt að versla föt á flóa  mörkuðum og verslunum með notaðan fatnað (second hand) t.d. Humana og RDA. 

    Verslunarmiðstöðvar eru margar, t.a.m. Sky & More, Alfa og Galleri Riga. Í Gallerí eru  þekkt merki á borð við Ecco, H&M, Mango og fleiri, ásamt latneskum tískuverslunum. 

    Einnig er skemmtilegt og vinsælt að versla í gamla hluta Riga; á Kalku götu, Elizabetes  stræti og Terbatas stræti. Á horni Elizabetes og Marijas er Berga Bazar þar sem þar má  finna þekkt vörumerki, kaffihús og veitingahús. 

    Fyrir bjóráhugamenn er tilvalið að kíkja á bari á borð við Labietis Alus Darbnica þar í boði  er sér-bruggaður bjór og barsnakk með. Fullyrða má að góður bjór í Riga er snöggtum  ódýrari en heima á Íslandi! 

    Þeir sem eru fyrir sætindi ættu að heimsækja Martina Bekerja og fá sér karamellufyllt  sætabrauð. 

    Folklubs Ala Pagrabs er með þekktustu næturklúbbum Riga, með lifandi tónlist fimm  sinnum í viku. Veitingarnar eru af ýmsum toga, Upplagt er að reyna Black Balsam sem  

    má segja að sé þjóðarlíkjör Letta.

    VERT AÐ SJÁ: 

    Gamli bærinn er aldagamall og á heimsminjaskrá UNESCO. Þar svífa einnig yfir vötnum  áhrif Art -Nouveau-stefnunnar í byggingalist. Gamla miðborgin er umkringd nýrri byg gingum með hverskyns þjónustu og fjölda verslana. 

    Í gamla hlutanum eru margar steinlagðar götur og torg. Þar má finna sögufrægar  byggingar, til að mynda Hús Blackheads, Sænska hliðið sem svíar byggðu árið 1698  og Kattar-húsið. Útlit margra húsa er afar skrautlegt þar sem framhliðin er þakin bláu  kóbalti með mannsandlitum, páfuglum og mynstrum. Rozena-stræti er þrengsta gatan  þar sem auðvelt er að leggja hendur samtímis á veggina sitt hvoru megin.

    Kastalinn við Daugava ána er einn af stærstu kastölum Lettlands og á sér langa og  spennandi sögu. Kastalinn hefur verið endurbyggður 

    í þrígang en í dag hefur hann sex turna og veggirnir eru þrír metrar 

    að þykkt. Undir kastalanum hafa fundist leynigöng sem liggja í mismunandi áttir frá  kastalanum sem er til merkis um válegt ástand á fyrri tíð. 

    Full ástæða er að horfa yfir Riga frá afmælistertu Stalíns sem er 107 metra há bygging  með 766 herbergjum en þar er nú Vísindaháskóli Lettlands. 

    Á jarðhæðinni er tónleikasalur þar sem oft má njóta tónleika og leiksýninga.

    Lettar lýstu yfir sjálfstæði árið 1991 í kjölfar upplausnar Sovétríkjanna. Frelsis-minnis merkið var hinsvegar afhjúpað árið 1935 og táknar baráttu þjóðarinnar fyrir sjálfstæði:  Stúlka heldur á lofti þremur stjörnum sem merkja söng, vinnu og baráttu fyrir frelsi. 

    Lattneska óperu og ballet höllin er glæsileg bygging frá 1882, staðsett í hjarta Riga. Þar  eru yfir 200 óperu- og ballet-sýningar frá september til júní. Hægt er að skoða höllina  með leiðsögumanni og fara m.a. um baksviðið. 

    Matarmarkaðurinn í Riga er stærsti og mest sótti matarmarkaður Austur-Evrópu.  Markaðurinn er skammt frá gamla bænum og stendur við Daugava ána. Hann var  byggður um 1920, upprunalega í fimm flugskýlum sem ætluð voru fyrir loftskip. Á degi  hverjum versla þar allt að 100.000 manns. Þar er hægt að smakka heimagerðan mat,  framandi krydd og ávexti ásamt margskonar fjöldaframleiddri vöru. Markaðurinn skiptist  í fimm hluta – fimm flugskýli – fiskur, kjöt, grænmeti, mjólkurvörur og tilbúna rétti.

    Gistingar í boði

    4
    4
    Afmarka út frá stjörnufjölda

    Skoðunarferðir

    Skoðunarferð til Jurmala

    Gengið um gamla bæinn með balsam vínsmökkun

    Athugið

    • Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
    • Staðfestingargjald er 50.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.