Madonna er einn þekktasti skíðabær Ítalíu sem er fallegt fjallaþorp í ríflega 1500 metra hæð yfir sjávarmáli. Þessi þúsund manna bær státar af fjölbreyttu skíðasvæði við allra hæfi, fallegum hótelum, glæsilegum veitingastöðum, verslunum og fallegu umhverfi.

Úr miðbænum er stutt í lyftur og kláfa og skamman tíma tekur að komast upp í skíðalöndin ofan við bæinn.

Sex mismunandi skíðasvæði eru aðgengileg frá Madonna di Campiglio. Brekkurnar eru bláar, rauðar og svartar- allt eftir getu hvers og eins. Hæstu brekkur eru í allt að 2600 metra hæð. 

Pradalago og Gröste svæðin eru þægilegust. Spinale og Cinque Laghi fela í sér fleiri áskoranir. Val di Sole og Pinzolo eru einnig spennandi valkostir innan lyftukerfis Madonna. 

Á svæðinu eru 150 km af brekkum, lyftur eru 58 talsins og eru opnar frá 8:30- 16:30 alla daga. Skíðaskólar eru margir í Madonna og  boðið upp á skíðakennslu fyrir alla aldurshópa. Flest hótel eru í göngufæri við skíðalyftur og kláfa.

Madonna

EINSTAKT SKÍÐASVÆÐI

Skíðasvæðið í Madonna hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum. Svæðið er vel skipulagt og kláfarnir fjórir, Pradalago, 5 laghi, Spinale og Gröste, flytja skíðafólk hratt og örugglega upp í brekkurnar. Lyftukostir eru fyrsta flokks og heimamenn hugsa einstaklega vel um sólríkar brekkurnar.
Öll hótel Úrvals Útsýnar eru í göngufæri við kláfana.

iStock 619740882

FYRSTA FLOKKS BRAUTIR

Skíðasvæðið í Madonna hefur verið verðlaunað fyrir viðhald á skíðabrautum og leggja heimamenn mikið upp úr því að viðhalda því orðspori. Á hverjum degi má velja gott skíðasvæði með breiðum brautum og brekkum, fyrir nýgræðinga sem þaulvant skíðafólk. Þeir fyrrnefndu geta valið á milli 13 skíðaskóla.

Madonna

EFTIR SKÍÐIN – LÍFLEGUR BÆR

Bærinn er afar líflegur og skemmtilegur. Þegar skíðunum hefur verið lagt bíða heimamenn eftir gestum með heita skíðadrykki og dynjandi tónlist á fjölmörgum krám.
Á veitingastöðum og pizzastöðum ilmar allt af ítalskri matargerð, og á kaffihúsunum fæst heimsins besta kaffi ásamt girnilegu meðlæti.

Fararstjórar

Madonna

Dinna og Helgi eru hokin af skíðareynslu og hafa marga skíðafjöruna sopið enda voru þau ung gefin saman í skíðaskála í Bláfjöllum. Helgi er verðlaunaður keppnishestur á skíðum frá gamalli tíð og fyrrum þjálfari landsliðs og Reykjavíkurliðs. Hann er verkfræðingur og starfar að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi. Helgi hefur setið í stjórn Skíðasambands Íslands, reist fljótandi skíðalyftu á Snæfellsjökli og í Kerlingafjöllum og komið að ráðgjöf og hönnun skíðasvæða.

Saman hafa þau skíðað í Bandaríkjunum og um alla Evrópu um áratuga skeið. Dinna er rithöfundur með persónur eins og Fíusól og Móa hrekkjusvín á bakinu. Hún er lærður leiðsögumaður á Íslandi og fararstjóri hjá Úrval-Útsýn frá fyrri tíð.

Svo er hún sterkur skíðamaður frá unga aldri og grípur líka í gönguskíðin. Fjallskíði með skinnum eru svo alltaf innan seilingar hjá þeim Helga og Dinnu og Tröllaskagi er í uppáhaldi á heimavelli. Saman eiga þau þrjár dætur sem hafa alist upp með foreldrunum á fjöllum, æft og keppt á skíðum og starfað sem skíðaleiðsögumenn, þjálfarar og skíðakennarar.

Ítalía trónir á toppnum hjá þeim hjónum. Ofan á ævintýralegt landslag Dólómítanna, milda suðræna veðurfarið og fjölbreyttu skíðaleiðirnar bætist hin stórfenglega ítalska menning, sagan og syngjandi tungumálið. Og síðast en alls ekki síst einstök og heimsþekkt matar-og vínmenning. Þau taka fagnandi á móti skíðafólki til Madonna og liðsinna og þjónusta af stakri alúð og gleði.

Hagnýtingar upplýsingar

Ferðirnar út og heim

Við fljúgumtil Verona og  flugið tekur um 4 klst. Hver farþegi má hafa meðferðis sinn skíðaútbúnað en annars gilda almennar reglur 20 kg innritaður farangur og 5 kg í handfarangri. Aksturstími milli Verona og Madonna er um 3 klst.

Leigubílar

Eftir skemmtilegan dag í brekkum Madonna getur fólk tekið leigubíl heim upp á hótel.

  • Taxi Davide: +39 336-539787
  • Taxi Bacca: +39 335-8189510
  • Taxi Bucella: +39 347-6058964

Nauðsynlegur búnaður fyrir fjallaferðir

Hjálmur – Sólgleraugu – Skíðagleraugu – Varasalvi – Sólarvörn – Peningar (greiðasölur taka ekki allar greiðslukort) – Farsími – Símanúmer (ef eitthvað skyldi koma upp á, a.m.k.númer fararstjóra, sem er best að setja í minni) – Leiðarlýsing (ef fara á utan alfaraleiða) – Bros

Veitingstaðir í Madonna

Það eru fjölmargir veitingastaðir á svæðinu og hér eru nokkrir sem við mælum með:

Antica Focolare, Alfiero, Belvedere, Le Roi, Hungry Wolf, Coruja, Home Stube. Cantina del Suisee. Alhliða og góðir veitingastaðir. Á háannatíma er gott að panta borð. Auk þess er einn Michelin veitingastaður í bænum, Il Gallo Sedrone, og nokkrir staðir með meðmæli frá stjörnugjafanum víðfræga. Spyrjið bara fararstjóra.

Veitingastaðir í brekkunum

Fjölmargir notalegir staðir eru á skíðasvæðinu. Sumir rómaðir fyrir útsýni líkt og Chalet Fiat á toppi Spinale. Þar er best að panta borð og fararstjóri getur verið innan handar. Zeledria eða Steinastaðir á Pradalago-svæðinu er mjög skemmtilegur og hægt að mæla með Stoppani á toppi Gröste svo fátt eitt sé nefnt.

Barir eftir skíði

Síðla dags safnast margir saman á Jumper-barnum neðst í Gröste. Þá er oft líf og fjör á Ober1 við Spinale kláfinn. Eins er ljúft að setjast við Righi-torgið á Bar Suisse og skoða mannlífið í síðdegissól og Majestic lounge er vinsæll viðkomustaður í lok dags

Matvöruverslanir

Kaupfélagið er beint á móti Majestic við aðaltorgið  og þá er líka Gormet markaður á Brenta torgi ofar í bænum.

Heilsan

Heilsugæsla er við hliðina á Savoia Palace hótelinu og apótek við aðalgötuna. Ef leita þarf læknis hafið þá endilega samband við fararstóra sem aðstoða ykkur við það.

Gistingar í boði á Madonna

Sæki gistingar...