Allar ferðir

Madonna er einn þekktasti skíðabær Ítalíu sem er fallegt fjallaþorp í ríflega 1500 metra hæð yfir sjávarmáli. Þessi þúsund manna bær státar af fjölbreyttu skíðasvæði við allra hæfi, fallegum hótelum, glæsilegum veitingastöðum, verslunum og fallegu umhverfi.

Úr miðbænum er stutt í lyftur og kláfa og skamman tíma tekur að komast upp í skíðalöndin ofan við bæinn.

Sex mismunandi skíðasvæði eru aðgengileg frá Madonna di Campiglio. Brekkurnar eru bláar, rauðar og svartar- allt eftir getu hvers og eins. Hæstu brekkur eru í allt að 2600 metra hæð. 

Pradalago og Gröste svæðin eru þægilegust. Spinale og Cinque Laghi fela í sér fleiri áskoranir. Val di Sole og Pinzolo eru einnig spennandi valkostir innan lyftukerfis Madonna. 

Á svæðinu eru 150 km af brekkum, lyftur eru 58 talsins og eru opnar frá 8:30- 16:30 alla daga. Skíðaskólar eru margir í Madonna og  boðið upp á skíðakennslu fyrir alla aldurshópa. Flest hótel eru í göngufæri við skíðalyftur og kláfa.

Madonna

EINSTAKT SKÍÐASVÆÐI

Skíðasvæðið í Madonna hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum. Svæðið er vel skipulagt og kláfarnir fjórir, Pradalago, 5 laghi, Spinale og Gröste, flytja skíðafólk hratt og örugglega upp í brekkurnar. Lyftukostir eru fyrsta flokks og heimamenn hugsa einstaklega vel um sólríkar brekkurnar.
Öll hótel Úrvals Útsýnar eru í göngufæri við kláfana.

Madonna

FYRSTA FLOKKS BRAUTIR

Skíðasvæðið í Madonna hefur verið verðlaunað fyrir viðhald á skíðabrautum og leggja heimamenn mikið upp úr því að viðhalda því orðspori. Á hverjum degi má velja gott skíðasvæði með breiðum brautum og brekkum, fyrir nýgræðinga sem þaulvant skíðafólk. Þeir fyrrnefndu geta valið á milli 13 skíðaskóla.

Madonna

EFTIR SKÍÐIN – LÍFLEGUR BÆR

Bærinn er afar líflegur og skemmtilegur. Þegar skíðunum hefur verið lagt bíða heimamenn eftir gestum með heita skíðadrykki og dynjandi tónlist á fjölmörgum krám.
Á veitingastöðum og pizzastöðum ilmar allt af ítalskri matargerð, og á kaffihúsunum fæst heimsins besta kaffi ásamt girnilegu meðlæti.

Fararstjórar

Madonna
Fararstjórarnir Dinna og Helgi

Dinna og Helgi eru hokin af skíðareynslu og hafa marga skíðafjöruna sopið enda voru þau ung gefin saman í skíðaskála í Bláfjöllum. Helgi er verðlaunaður keppnishestur á skíðum frá gamalli tíð og fyrrum þjálfari landsliðs og Reykjavíkurliðs. Hann er verkfræðingur og starfar að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi. Helgi hefur setið í stjórn Skíðasambands Íslands, reist fljótandi skíðalyftu á Snæfellsjökli og í Kerlingafjöllum og komið að ráðgjöf og hönnun skíðasvæða.

Saman hafa þau skíðað í Bandaríkjunum og um alla Evrópu um áratuga skeið. Dinna er rithöfundur með persónur eins og Fíusól og Móa hrekkjusvín á bakinu. Hún er lærður leiðsögumaður á Íslandi og fararstjóri hjá Úrval-Útsýn frá fyrri tíð.

Svo er hún sterkur skíðamaður frá unga aldri og grípur líka í gönguskíðin. Fjallskíði með skinnum eru svo alltaf innan seilingar hjá þeim Helga og Dinnu og Tröllaskagi er í uppáhaldi á heimavelli. Saman eiga þau þrjár dætur sem hafa alist upp með foreldrunum á fjöllum, æft og keppt á skíðum og starfað sem skíðaleiðsögumenn, þjálfarar og skíðakennarar.

Ítalía trónir á toppnum hjá þeim hjónum. Ofan á ævintýralegt landslag Dólómítanna, milda suðræna veðurfarið og fjölbreyttu skíðaleiðirnar bætist hin stórfenglega ítalska menning, sagan og syngjandi tungumálið. Og síðast en alls ekki síst einstök og heimsþekkt matar-og vínmenning. Þau taka fagnandi á móti skíðafólki til Madonna og liðsinna og þjónusta af stakri alúð og gleði.

Hagnýtingar upplýsingar

Hægt er að bóka sæti í flug og akstur á áfangastað, einnig er hægt að kaupa skíðapassa fyrirfram á skrifstofum okkar.

Ferðirnar út og heim

Við fljúgum til Verona og  flugið tekur um 4 klst. Hver farþegi má hafa meðferðis sinn skíðaútbúnað en annars gilda almennar reglur 20 kg innritaður farangur og 5 kg í handfarangri. Aksturstími milli Verona og Madonna er um 3 klst.

Leigubílar

Eftir skemmtilegan dag í brekkum Madonna getur fólk tekið leigubíl heim upp á hótel.

  • Taxi Davide: +39 336-539787
  • Taxi Bacca: +39 335-8189510
  • Taxi Bucella: +39 347-6058964

Nauðsynlegur búnaður fyrir fjallaferðir

Hjálmur – Sólgleraugu – Skíðagleraugu – Varasalvi – Sólarvörn – Peningar (greiðasölur taka ekki allar greiðslukort) – Farsími – Símanúmer (ef eitthvað skyldi koma upp á, a.m.k.númer fararstjóra, sem er best að setja í minni) – Leiðarlýsing (ef fara á utan alfaraleiða) – Bros

Veitingstaðir í Madonna

Það eru fjölmargir veitingastaðir á svæðinu og hér eru nokkrir sem við mælum með:

Antica Focolare, Alfiero, Belvedere, Le Roi, Hungry Wolf, Coruja, Home Stube. Cantina del Suisee. Alhliða og góðir veitingastaðir. Á háannatíma er gott að panta borð. Auk þess er einn Michelin veitingastaður í bænum, Il Gallo Sedrone, og nokkrir staðir með meðmæli frá stjörnugjafanum víðfræga. Spyrjið bara fararstjóra.

Veitingastaðir í brekkunum

Fjölmargir notalegir staðir eru á skíðasvæðinu. Sumir rómaðir fyrir útsýni líkt og Chalet Fiat á toppi Spinale. Þar er best að panta borð og fararstjóri getur verið innan handar. Zeledria eða Steinastaðir á Pradalago-svæðinu er mjög skemmtilegur og hægt að mæla með Stoppani á toppi Gröste svo fátt eitt sé nefnt.

Barir eftir skíði

Síðla dags safnast margir saman á Jumper-barnum neðst í Gröste. Þá er oft líf og fjör á Ober1 við Spinale kláfinn. Eins er ljúft að setjast við Righi-torgið á Bar Suisse og skoða mannlífið í síðdegissól og Majestic lounge er vinsæll viðkomustaður í lok dags

Matvöruverslanir

Kaupfélagið er beint á móti Majestic við aðaltorgið  og þá er líka Gormet markaður á Brenta torgi ofar í bænum.

Heilsan

Heilsugæsla er við hliðina á Savoia Palace hótelinu og apótek við aðalgötuna. Ef leita þarf læknis hafið þá endilega samband við fararstóra sem aðstoða ykkur við það.

Gistingar í boði á Madonna

Sæki gistingar...