Allar ferðir

Madeira er gjarnan kölluð Eyja hins eilífa vors eða Hinn fljótandi skrautgarður sem segir margt um milt veðurfarið og gróðursældina á þessari eldfjallaeyju. Í boði er gisting á úrvals hótelum og geta gestir slakað á og notið sólar og sjávar steinsnar frá skemmtilegri borg og/eða tekið þátt í fjölbreyttum kynnisferðum.

Íslensk fararstjórn er á staðnum.

Lega eyjunnar í Atlantshafinu tryggir að veðurfarið er þægilegt, milt og stöðugt árið um kring. Landslagið er ægifagurt, tignarleg fjöll, klettar, djúpir dalir  og fjölskrúðugur gróður milli fjalls og fjöru. Sykurreyr, vín- og bananaekrur setja svip sinn á landið auk fjölda skrúðgarða. Gamalt áveitukerfi er enn gulls ígildi og mikil völundarsmíð. Um alla eyju eru afar skemmtilegar gönguleiðir.

Madeira

Madeira tilheyrir Portúgal en er með sjálfstjórn og eigið þing.  Eyjan er um 740 ferkílómetrar að stærð og íbúar um 300 þúsund. Fólkið er einstaklega vingjarnlegt og auk portúgölsku tala mjög margir ensku. Ekki er mikið um stórar sandstrendur á eyjunni, víðast hvar eru klettastrendur og fallegar víkur. Þó má finna manngerðar sandstrendur með gullnum sandi.

Höfuðborgin Funchal

Við suðurströndina er höfuðborgin Funchal, heillandi bær í nýlendustíl með ríka menningarsögu. Gamli bærinn er einstaklega fallegur. Þar eru ódýr og góð portúgölsk veitingahús, fjölbreyttir markaðir, glæsilegar handverksbúðir og fjöldi kaffihúsa. Höfnin er sjarmerandi og gaman að rölta meðfram sjónum og fylgjast m.a. með hinum mörgu skemmtiferðarskipum sem þangað koma. Fallegir garðar prýða bæinn eins og alla eyjuna. 

Madeira

Lido ferðamannasvæðið

Fyrir vestan Funchal hefur byggst upp heilmikið ferðamannasvæði, Lido, þar sem eru fjölmörg hótel, veitingastaðir, verslanir og önnur þjónusta fyrir ferðamenn.  Meðfram sjónum er göngustígur og á stöku stað hafa verið búnar til litlar sandstrendur eða önnur baðaðstaða fyrir unnendur sjávar. Einnig er alls konar sjávarsport í boði. Til að komast inn í Funchal, má ganga eftir  fallegum stíg eða taka strætó frá hóteli.
Við bjóðum upp á úrval gististaða, 3,  4 og 5 stjörnur, bæði í Lido hverfinu og inni í borg. 

Madeira

Gaman að skoða

Fjölbreyttar kynnisferðir verða í boði, s.s. um höfuðborgina Funchal, í sjávarþorp, bændabýli, upp á Pico do Arieiro sem er hæsti tindur eyjarinnar (1818 m), um gömul eldfjöll og djúpa dali, gönguferðir og náttúruskoðun, þjóðleg kvöldskemmtun og fleira. Möguleikarnir eru óþrjótandi á þessari fallegu eyju með áhugaverða sögu og einstaka náttúru.  

Skoðunarferðir

Austur-eyjan – 8.apríl

Brottför milli kl. 8:30 og 9 að morgni. Í þessari forvitnilegu ferð verður farið vítt og breytt um austurhluta Madeira. Ferðin hefst í þorpinu Camacha þar sem þjóðdansaflokkur er mættur og einnig verður kynnt listin að vefa úr tágum. Þá liggur leið upp á annan hæsta tind eyjunnar, Pico do Areeiro (1.818 m)  og síðan áfram til þjóðgarðsins Ribeiro Frio þar sem m.a. verður skoðuð lítil silungs-eldistöð. Áfram liggur leið til Santana með gömul og skemmtileg hús. Hér verður snæddur hádegisverður. Enn verður haldið í austur og stutt stop á útsýnissstaðnum Portela (670 m) með frábæru útsýni yfir tilkomumikla norðurströndina, m.a. klettana sem einkenna Madeira, Penha D’Aguia. Loks verður komið á austasta odda eyjunnar, Ponta de Sao Lourenco. Á heimleið verður áð í þorpinu Machico þar sem fyrstu landnemarnir tóku sér ból.  Komið er til baka um kl.16:30 – 17:00


Verð: 14.200 kr á mann

Dalur nunnanna – 6.apríl

Brottför milli kl. 8:30 og 9 að morgni. Dalur nunnanna er djúp sigdæld um miðja vegu á eynni, umlukin grænum og snarbröttum fjöllum. Nafnið er tilkomið frá flótta nunna í dalinn, sem bjuggu í Santa-Clara klaustrinu í Funchal, undan frönskum og blóðþyrstum sjóræningjum fyrir um 500 árum. Fyrsta stop í þessari hálfs-dags ferð er á Pico dos Arcelos með óviðjafnanlegu útsýni yfir Funchal-borg. Í góðu veðri sést jafnvel  til úteyja Madeira. Ferðin heldur áfram til Eira do Serrado sem er í 1000 metra hæð og þaðan má horfa niður í djúpan Dal nunnanna þar sem lítið þorp kúrir undir bröttum fjallshlíðum. Gönguleiðin niður er mikil áskorun en ekið verður niður hlíðina og áð í þorpinu. Boðið verður upp á sérrívínið Ginginha og einkennisköku- og brauð þorpsins þar sem kastaníuhnetur leika aðalhlutverk. Á heimleið verður komið við í víngerð og smakkað á nokkrum tegundum Madeiravíns.  Komið er til baka um kl.13.


Verð: 7.800 kr á mann

Vestureyjan – 10.apríl

Brottför milli kl. 8:30 og 9 að morgni. Í þessari ferð verður litast um á vesturhluta Madeira. Fyrst verður stoppað á Pico da Torre með fallegu útsýni yfir fiskibæinn Camara de Lobos sem heitir í höfuðið á munkaselum sem  voru hér fjölmennir í eina tíð. Þá tekur við heimsókn til Cabo Girao, sem er hæsti sjávarhamar Evrópu og sá annar hæsti í heimi (580 m). Þeir hughraustu geta fikrað sig út á glersvalir og horft beint niður í fjöru. Þorpið Ribeira Brava, sem var fyrsta kirkjusókn eyjunnar, er mjög vinsælt hjá ferðamönnum.  Í framhaldinu verður stoppað á Encumeada þar sem sjá má báðar hliðar Madeira, til norðurs og suðurs. Komið verður við á hásléttunni Paul da Serra, sem liggur í 1500 hæð, og ferðinni lýkur með  heimsókn til hins gullfallega þorps Porto Moniz, við vestasta odda Madeira sem státar af frægum eldfjalla-sundlaugum. Komið er til baka um kl.16:30 – 17:00


Verð: 14.200 kr á mann

Matarveisla að hætti heimamanna -12.apríl

Brottför milli kl.19:20 og 19:40.  Í þessari ferð er boðið til hefðbundinnar veislu að hætti Madeiramanna á dæmigerðum veitingastað. Hér verður borinn á borð nauta kjöt á spjóti – Espetada – sem ættaður er frá Camara de Lobos (sjá ofar). Nautasteikurnar eru kryddaðar með salti, hvítlauk og lárviðarlaufi og síðan grillaðar yfir viðarkolum. Meðlæti er gjarnan milho frito (steiktur maís) og Bolo de Caco, sem er hvítlauksbrauð. Undir borðum er boðið upp á lifandi þjóðlagatónlist þar sem við kynnumst skrítnum hljóðfærum á borð við rajaobrinquinho og cavaquinho!  Rútuferðir fram og tilbaka ásamt máltíð með vínglasi eða öðrum drykk.  Komið er til baka í kringum 23:00.


Verð: 7.900 kr á mann

Gistingar í boði á Madeira

Sæki gistingar...