Það er ekki að ástæðulausu að Costa del Sol er oft kölluð „Pardísin við Miðjarðarhafið“. Þessi suðræðni strandstaður hefur allt upp á að bjóða þeim sem vilja njóta lífsins. Hvítar strendur, fjallaþorp, verðursæld, góðan mat, menning og sögu. Stutt er til höfuðborgar Andalúsíu, Sevilla, og ferð til Granda má enginn láta fram hjá sér fara.

Það er ekki að ástæðulausu að Costa del Sol er oft kölluð „Paradísin við Miðjarðarhafið“. Þessi suðræni strandstaður hefur allt upp á að bjóða þeim sem vilja njóta lífsins. Hvítar strendur, fjallaþorp, veðursæld, góðan mat, menningu og sögu. Stutt er til Sevilla, höfuðborgar Andalúsí,u og ferð til Granada má enginn láta fram hjá sér fara. Höfuðstaður svæðisins er Malaga en strandlengjan teygir sig yfir nokkra heillandi strandbæi sem áður voru fiskiþorp. Stærstu bæirnir eru Torremolinos, Benalmadena, Fuengirola og Marbella. Á Costa del Sol er fjölbreytt úrval gististaða, góðar íbúðargistingar og glæsileg hótel.

Costa del Sol on a sunny day
Costa del Sol

Torremolinos og Benalmadena

Góðar baðstrendur, blátt Miðjarðarhafið ásamt ósnertri náttúru laða ferðamenn til Torremolinos ár eftir ár. Þægilegt veðurfar og úrvals veitingastaðir meðfram ströndinni eru meðal þess sem freistar. Við göngugötuna við Calle San Miguel eru fjölbreyttar verslanir og við enda göngugötunnar eru tröppur sem liggja niður að ströndinni. Á Costa del Sol eru íbúar gestristnir og öll þjónusta til fyrirmyndar. Í gamla fiskimannaþorpinu La Carehuela er fjöldi fiskiveitingastaða sem vert er að heimsækja. Iðandi mannlíf er á götum og torgum Torremolinos. Meðfram strandlengjunni er göngugatan sem nær alla leið í gegnum Torremolinos og til Benalmadeana. Samanlagt er strandlengja þessara bæja um 5 km. Við smábátahöfnina í Puerto Marina er fjörugt mannlíf. Þar er fjöldinn allur af veitingastöðum og börum. Skemmtigarðarnir Tivoli World og sjávardýragarðurinn Sea Life eru staðsettir á Benalmadena.

Fuengirola

Fuengirola á Costa del Sol er vinsæll  ferðamannastaður á strandlengjunni en bærinn skartar breiðri strandlengju og göngugötu sem liggur meðfram ströndinni og teygir sig inn í smærri þorp meðfram henni.

Fuengirola var áður fyrr lítið sjávarþorp en hefur þróast í líflegan og skemmtilegan strandbæ með mikinn karakter. Eftir strandlengjunni er úrval tapasbara, kaffihúsa, veitingastaða og verslana ásamt flottum ströndum gera Fuengirola að frábærum sumaráfangastað.

Fungirola
Fuengirola

Marbella

Marbella er einn þekktasti ferðamannastaður Miðjarðarhafsins, þar dvelja þeir ríku og frægu í fríinu sínu og er íburður hótela og skemmtistaða í samræmi við það. Ómissandi þáttur í fríinu er að rölta um þröngar göturnar, staldra við á torginu og fá sér hressingu þar sem hver veitingastaðurinn er öðrum betri. Rétt fyrir utan Marbella er Puerto Banús snekkjubátahöfnin þar sem glæsilegustu snekkjur heims liggja við akkeri yfir sumartímann. Við höfnina eru allar dýrustu merkjaverslanirnar auk góðra veitingastaða og skemmtistaða. Veðurfarið við Marbella er einstaklega notalegt því þar er mikið skjól og sjórinn því stilltur. Enginn ætti að yfirgefa Costa del Sol án þess að heimsækja Marbella.

Marbella
Marbella

Skemmtigarðar

Áhugavert að skoða

 • Puerto Banús í Marbella
 • Alahamrahöllin í Granada
 • Gíbraltar
 • Malaga borg

Costa del Sol

 • Flogið er til Malaga (AGP)
 • Flugtími: 4 og hálf klst.
 • Akstur til gististaða
 • Tungumál: Spænska
 • Gjaldmiðill: Evra
 • Tími: + 2 klst
 • Landakóði: +34

Gistingar í boði á Costa del Sol

Sæki gistingar...