Allar ferðir

Alicante Golf er á frábæru svæði sem er skemmtilegur áfangastaður fyrir kylfinga í Alicante með fallegan völl hannaðan af Seve Ballesteros stutt frá miðborginni og flugvelli. Upp við klúbbhúsið er þægilegt torg með veitingastaði og bari sem afar vinsælt er að fara á eftir hring. Magnaðir veitingastaðir, menning og fallegar strendur Alicante eru aðeins í 5 mínútna akstursfjarlægð. Borgin Alicante er staðsett í hjarta Costa Blanca héraðsins á Spáni og iðar af mannlífi ásamt því að vera gullfalleg gömul spænsk borg með heillandi miðbæ. Þar ríkir mikil matar- og vínmenning sem endurspeglast vel í þeim fjölda framúrskarandi veitingastaða sem eru á svæðinu.

Alicante Golf

Hotel Alicante Golf

Alicante golfvöllurinn er hannaður af Seve Ballesteros með 6 par 3, par 4 og par 5 brautir sem liggja á milli húsana. Brautir vallarins eru skemmtilegar með fallegum gróðri og vötnum. Klúbbhúsið er svo stórt með góða golfverslun og þar er að finna “Petímetre” sem er frábær steikar veitingastaður.

Stórt og gott 4ra stjörnu hótel, vel staðsett í rólegu úthverfi Alicante. Herbergin eru björt og rúmgóð, öll með svölum eða verönd, loftkælingu, 40″ sjónvarpi, síma og WiFi – nettengingu. Baðherbergin eru með baðkari/sturtu, hárþurrku og hreinlætisvörum. Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, kokteilbar, sundlaug og heilsumiðstöð (SPA). Rétt við hótelið er líflegt torg þar sem finna má m.a. veitingahús, bari, diskótek og apótek. Svo er einnig súpermarkaður og lestarstöð í götunni.

Við hótelið er glæsilegur 18 holu golfvöll sem er hannaður af Seve Ballesteros ásamt nokkrum veitingastöðum á torginu, ásamt börum og klúbbum. Á San Juan sandströndina eru 800 metrar og miðbær Alicante er í um  5-10 mínútna akstursfjarlægð. Á leiðinni á ströndina eru skemmtilegar ekta spánskar verslanir og veitingahús.  Í Alicante er fjöldinn allur af spennandi verslunum sem vert er að kíkja í fyrir þá sem vilja gera góð kaup. Stærsti verslunarkjarninn (Mall) Plaza Mar 2 er ekki langt frá Alicante Golf.

*Athugið að seinni hringur er pantaður eftir fyrri hring dagsins og er háður umferð vallarins.

Rástímar eru yfirleitt á milli 09:00 – 11:00.

Hafðu samband við golf@uu.is varðandi óskir um rástíma.

Skoðaðu verð og dagsetningar í bókunarvélinni okkar hér að ofan. Við getum sérsniðið ferðina að þínum þörfum – hafðu samband við golf@uu.is.

Alicante borgin

Í Alicante er að finna fjölda áhugaverðra safna, sögulegar minjar, skemmtilega markaði að hætti innfæddra og heimsþekktar verslanir. Strendur Alicante eru fallegar og þar er mannlífið litríkt. Næturlíf borgarinnar er alþekkt og geta skemmtanaþyrstir ferðalangar valið á milli fjölda bara og nætuklúbba sem er aðeins í 5-10 mínútna fjarlægð frá Alicante Golf.

Innifalið í verði er:

  • Beint flug til og frá Alicante
  • Innritaður farangur og handfarangur
  • Flutningur á golfsetti
  • Gisting á Alicante Golf með morgunverði
  • Ótakmarkað golf og golfbíll (á ekki við um komu og brottfarardag)
  • Auka golfhringur seinni hringur á sama degi kostar ekkert en golfbíll kostar 2.000kr á mann m.v 2 saman í bíl – fyrir einn í bíl 4.000kr – *þarf að panta og greiðast fyrirfram.
  • Þjónustufulltrúi á staðnum