Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Madonna eitt þekktasta skíðasvæði Ítalíu

Madonna er fallegt fjallaþorp í faðmi hinna tignarlegu Dólómítafjalla, en tindarnir eru afar tignarlegir og útsýnið yfir dalinn er stórkostlegt.

Madonna er einn þekktasti skíðabær Ítalíu. Úr miðbænum er stutt í lyftur og kláfa og tekur skamman tíma að komast upp í skíðalöndin ofan við bæinn. Fjölbreyttar brekkur eru á svæðinu svo allir ættu að geta fundið brekkur við sitt hæfi í bænum og kostur er að það er aldrei langt að fara í brekkurnar sem skiptast í rauðar, bláar eða svartar!

„Skíðasvæðið í Madonna er eitt af flottustu skíðasvæðum sem við höfum prófað. Þarna eru frábærar brekkur, og umhverfið alveg ótrúlega fallegt. Bærinn er einstaklega fallegur og veitingarhúsin mjög góð. Allt skipulag ferðarinnar og fararstjórn hjá Nilla til mikillar fyrirmyndar. Við mælum eindregið með skíðaferð til Madonna.“ - Heidi og Sigþór


Einstakt skíðasvæði

Skíðasvæðið í Madonna er sérstaklega gott og hentar bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir. Svæðið er vel skipulagt og kláfarnir fjórir, Pradalago, 5 laghi, Spinale og Gröste flytja skíðamenn hratt og örugglega upp í brekkurnar. Öll hótel Úrvals Útsýnar eru í göngufæri við kláfana. Lyftukostur er fyrsta flokks og heimamenn hugsa einstaklega vel um brekkurnar, sem eru sólríkar og við allra hæfi.

Skíðasvæðið í Madonna hefur fengið sérstök verðlaun fyrir viðhald á brautum svæðisins og heimamenn leggja mikið upp úr því að viðhalda því orðspori. Á hverjum degi getur þú valið gott skíðasvæði með breiðum brautum og brekkum, hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn.

Meira en skíði – Madonna líflegur bær

Bærinn er líflegur og bíða heimamenn eftir gestum með heita skíðadrykki og dynjandi tónlist á hinum fjölmörgu krám bæjarins. Vinsælir „après-ski“ staðir eru t.d. La Stube di Frank Josef og Café Suisse. Á veitingastöðum og pizzerium ilmar allt af ítalskri matargerð og á kaffihúsunum fæst heimsins besta kaffi ásamt girnilegu meðlæti. Tískuverslanir eru með allt það nýjasta frá Milano, gott vöruúrval er í íþróttaverslunum og mikið er um verslanir með minjagripi og skart.


Gistimöguleikar
 

Hotel Majestic Madonna

Hotel Majestic gott 4 stjörnu hótel staðsett við eina af göngugötunum í Madonna, stutt frá skautasvellinu og Spinale lyftunni. Á hótelinu er heilsulind og snyrtistofa. 

Lesa meira

Hotel Miramonti Madonna

Hotel Miramonte er 4ja stjörnu fjölskyldurekið hótel vel staðsett í Madonna. Stutt er í lyftur frá hótelinu. Á hótelinu er boðið upp á skíðaskóla bæði fyrir einstaklinga og hópa. Veitingastaður og gufubað. 

Lesa meira

Cristal Palace Madonna

Cristal Palace er fjögurra stjörnu hótel miðsvæðis í Madonna. Á hótelinu er veitingastaður með fallegt útsýni, heilsulind og leikherbergi fyrir börnin. Glæsileg herbergi og hægt er að velja sérstök Superior herbergi sem eru stærri me&

Lesa meira

Savoia Palace Madonna

Savoia Palace hotel er 4ra stjörnu hótel staðsett miðsvæðis í Madonna. Góð aðstaða á hótelinu með heilsulind, veitingastað og gufubaði. 

Lesa meira

St. Hubertus Madonna

Lítið og snoturt hótel, frábærlega vel staðsett í miðbæ Madonna. Hótel St. Hubertus er mjög vinsælt í Madonna vegna frábærrar staðsetningar. Góð setustofa og lítill bar, snyrtilegur morgunverðarsalur.

Lesa meira

Residence Ambiez Madonna Madonna

Residence Ambiez er gott 3 stjörnu íbúðahótel staðsett skammt frá Gröste lyftunni.  Hægt er að velja tvær stærðir af íbúðum.  Á hótelinu er veitingahús, bar og heilsurækt.

Lesa meira

Residence Antares Madonna

Residence Antares er 3ja stjörnu íbúðagisting, mjög vel staðsett í miðbæ Madonna di Campiglio. 

Lesa meira

Hotel Alpina Madonna

Hotel Alpina er þriggja stjörnu fjölskyldurekið hótel  vel staðsett í Madonna di Campiglio. Hótelið er staðsett um 50 metra frá Miramonti lyftunni.

Lesa meira

Hotel Europa Madonna

Hótel Europa er þriggja stjörnu fjölskyldu rekið hótel vel staðsett í miðbæ Madonna. Skíðalyftur eru í göngufærð frá hótelinu . 

Lesa meira

Hotel La Betulla Madonna

Hotel La Betulla er 3 stjörnu hótel staðsett við jaðar Madonna di Campiglio, rétt við skíðalyftuna Colarin. Fallegt útsýni yfir fjallstoppana.

Lesa meira