Allar ferðir

Hópurinn segir til!

Úrval Útsýn tekur að sér að skipuleggja hvers konar ferðir fyrir kennara og starfsfólk á öllum skólastigum sem og starfsfólk fyrirtækja og stofnanna. Hvort sem hópurinn stefnir á endurmenntun, heimsóknir í skóla eða aðrar stofnanir nú eða bara í almenna afþreyingu til að hrista hópinn saman og slaka á, þá getur Úrval Útsýn séð um allan pakkann. Hver sem áfangastaðurinn eða tilefnið er þá leggur Úrval Útsýn mikla áhersu á að veita góða þjónustu og öryggi þegar kemur að bókunum enda með áratuga reynslu í þjónustu við fólk á ferðinni. Lang flest stéttarfélög veita styrki til slíkra ferða og getur starfsfólk okkar veitt upplýsingar um hvernig sækja má um. Það er hins vegar oftast á ábyrgð einstaklingsins eða hópsins að sækja um hjá sínu stéttarfélagi.

BETT 21.–25. JANÚAR 2025

Úrval Útsýn hefur í nokkur ár boðið upp á skipulagða ferð á BETT ráðstefnuna í London þar sem tækni­ nýjungar fyrir skólasamfélagið eru kynntar. BETT, sem haldin er í janúar ár hvert, er aðallega ætluð kennurum og stjórnendum menntamála sem geta þar kynnt sér tækninýjungar sem nýtast í starfi. Á BETT gefst einnig kostur á að fara á fyrirlestra, taka þátt í vinnustofum og hitta annað skólafólk frá öllum heimshornum. Hér má finna allar nánari upplýsingar um BETT https://uk.bettshow.com/ og ferð Úrval Útsýn

Ferð á BETT er bæði hægt að bóka sem einstaklingur eða fyrir hóp.

Endilega heyrðu í okkur og fáðu sérsniðið tilboð fyrir þinn hóp á hopar@uu.is

Allar nánari upplýsingar veitir Vigdís Jóhannsdóttir: vigdis@uu.is

Við hlökkum til að heyra frá ykkur!

BETT Skólasýning í London 2025

Tækni, fræðsla & endurmenntun

Sameinaðu fræðslu, upplifun og skemmtun í höfuðborginni London á BETT skólasýningunni