Er þetta ekki hin fullkomna ferðablanda; við byrjum á að skoða og kynnast magnaðri sögu og heillandi menningu Stone Town forns höfuðstaðar Zanzibar, því næst er flogið til Tansaníu og farið í þriggja daga náttúru- og villidýrasafarí og lokakaflinn eru svo ljúfir dagar á ströndum Zanzibar. Til að tryggja að ferðalangar nái að kynnast því besta og skilja vel eðli, sögu og menningu þessara framandi staða er ferðin leidd af reynsluboltanum Kristjáni Steinsson sem þekkir svæðið vel og hefur stýrt fjölda ferða um Zanzibar.
    Sæki dagsetningar...

    Verð og dagsetningar

    Sæki verð...
    Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, gisting tvíbýli með morgunmat í Stone Town, fullt fæði í safaríferðinni og hálft fæði á strandhótelinu, allur akstur á milli flugvalla og gististaõa einsog tilgreint er í ferðalýsingu, leiðsögn innlenda sérhæfðra aðila, og allar tilgreindar ferðir með aðgangseyri, akstri og öðru tilheyrandi.
    Ekki innifalið í verði: Kostnaður við vegabréfsáritanir eða afgreiðslu á landamærum, eða þjórfé, persónuleg útgjöld og annað sem ekki er nefnt hér fyrir framan.

    Ferðalýsing

    Eftir þægilegt flug um Osló og Dúbaí er lent á Zanzibar 7 að morgni og haldið beint niður í Stone Town þar sem fyrsti kafli ævintýrsins mun eiga sér stað. Eftir morgunverð við komu á hótelið yfir miðjan daginn er svo hvílst á hótelinu en síðdegis er svo haldið í skoðunarferð um Stone Town sem liggur t.d. Angelísku kirkjunna sem var reist 1873 á stað þar sem þrælar voru áður boðnir upp og höll sem soldánn Zanzibar byggði árið 1883, það má því segja að þarna mætist íslam og kristni. Ferðinni lýkur við Forodhani garðinn þar sem kvöldverður er snæddur t.d. hinar frægu „Zanzibar flatbökur“ og grillaðir sjávarréttir eru á boðstólum.

    Næstu tvo daga verður svo farið í góða leiðangra frá Stone Town til að víkka þekkingu á Zanzibar og njóta þess markeverðasta. 

    Kryddeyjan nefnist fyrri ferðin þar sem kynnst er fjölbreytt kryddræktun sem fer fram á eyjunum en Zanzibar og nágrannaeyjurnar voru lengi kallaðar kryddeyjurnar en helstu eyjurnar eru Mafíueyja, Pembaeyja og höfuðeyjan þar sem dvalið verður en hún nefnist í raun Unguja.

    Þrælaeyjan er nafnið á annarri ferð sem verður farin frá Stone Town. Þrælahald og þrælasala var stunduð á Zanzibar í um þúsund ár og allt til ársins 1909. Það voru soldánar af arabískum ættum sem stunduð lengst af þessa iðju og hefur þetta markað sögu Zanzibar djúpum sporum.

    Dvalið verður á Maru Maru hótelinu í hjarta Stone Town þar sem þröng forn stræti hlykkjast og sagan vakir á hverju horni. Hótelið er vel útbúið með sundlaug, líkamsræktarstöð, veitingastað og rúmgóðum og velútbúnum herbergjum.

    SAFARÍ Í TANSANÍU

    Laugardaginn 13. september er flogið snemma morguns frá Zanzibar til Tansaníu og lent á Arusha flugvellinum þaðan sem ekið er í Tarangire þjóðgarðinn og hefst þá safaríhluti ferðarinnar. Fyrir augu bera fjöldi villtra dýra s.s. fílar, ljón, buffalóar, sebrahestar, gíraffar, vörtusvín o.fl. Eftir drjúgan dag á ferð um Tarangire er haldið á hótelið um kl 16:00 og eftir að hafa komið sér fyrir og hvílst er snæddur sameiginlegur kvöldverður.

    Snemma næsta dag er haldið áfram að upplifa náttúruundur Tansaníu og það er von um að fleiri dýr bætist í hópinn t.d. hýenur, flóðhestar, tígrar o.fl. Í lok dags er aftur snúið heim á hótelið í Karatu og aftur sameinast yfir ljúffengum kvöldverði.

    Á þriðja degi er snúið aftur til Zanzibar.


    Bækistöð ferðamanna er draumabýlið Farm og Dreams Lodge sem er mátulega lítill gististaður með einungis 48 herbergjum sem dreifast í fjölda bygginga í afríkönskum stíl, hringlaga með stráþökum. Hugguleg sundlaug og góður veitingastaður tryggja ljúfa hvíld eftir safaríferðir á vit ævintýra yfir daginn.

    STRANDVIST

    Síðasti kaflinn er langur og ljúfur. Átta nætur á nyrsta odda Unguja eyju, höfuðeyju Zanzibar þar sem dvalið verður á Nungwi Beach Resort by Turaco hótelinu. 
    Fjöldi valfrjálsra ferða er í boði þessa sælu stranddaga og má þar nefna:

    • Snorkl og köfun við Mnembaeyju.
    • Nánari skoðunarferðir um Stone Town.
    • Bragðlaukaferð um Zanzibar.
    • Góðgjörðaferðir t.d. “1000 Hands of Zanzibar”
    • Matreiðslunámskeið þar sem hinn ævintýralegi kreólamatur eyjanna er kenndur.
    Zanzibar og safarí í Tansaníu

    Nungwi hótelið er sérlega elegant og góður dvalarstaður við frábæra strönd. Öll herbergin njóta útsýnis af svölum eða palli yfir sundlaug, garð eða sjóinn. Líkamsræktarsalur og heilsulind, góðir veitingastaðir og nóg pláss til að liggja við sundlaugina eða á ströndinni og hvílast undir heitri afríkusólinni. Þorp fiskimanna sem nefnist einnig Nungwi er skammt undan og það er tilvalið að skjótast þangað og kynnast lifnaðarháttum og siðum heimamanna á látlausan hátt.

    Þriðjudagurinn 23. september er síðasti dagurinn í Afríku en um kvöldið verður flogið heim kl 21:30. Sama leið er farin um Dúbaí og Osló og lent í Keflavík daginn eftir klukkan 14:45.

    Hafðu samband við serferdir@uu.is ef þú vilt nánari upplýsingar og nákvæma dagskrá.

    Athugið

    • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.