Ævintýrin gerast vart stærri en í safaríferð um Suður Afríku og til að skreyta ferðakökuna enn betur bjóðum við uppá dásamlega daga á Blómaleiðinni frá Höfðaborg til St. Lucia. Vínsmökkun og villidýr, fenjasigling og fílahjarðir, grasagarðar og framandi menning.
  Fyrstu sólargeislarnir teygja sig varfærnislega upp fyrir sjóndeildarhringinn. Loftið er ennþá svalt eftir nóttina en núna vaknar sléttan til lífsins. Morgunverðurinn bíður eftir þér úti á veröndinni og á meðan þú sýpur á teinu fikra fílarnir og buffalarnir sig niður að vatnsbólunum undir vökulu auga ljónanna. Þú ert kominn til Suður-Afríku á slóðir villtu dýranna og brosmilda fólksins. Manstu eftir laginu með Toto?
  Hurry boy, she‘s waiting there for you! söng rokkbandið um Afríku.

  Það voru orð að sönnu, því Afríka bíður, með öllum sínum töfrum; framandi, heillandi og engu lík. Úrval Útsýn býður upp á tveggja vikna reisu til Suður-Afríku í október í ár og er óhætt að lofa að ferðin verður ógleymanleg.
  Sæki dagsetningar...

  Verð og dagsetningar

  Sæki verð...
  Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, og Flug frá Keflavík til Suður Afríku með British Airways. Allur akstur á milli gististaða, flughafna, lestarstöðva, bryggja o.s.frv.
Gisting í tvíbýli með morgunmat á framangreindum hótelum eða sambærilegum. Tilgreindar skoðunarferðir auk aðgangseyris. Leiðsögn heimamanna þar sem þörf er á.
Kvöldverður innifalinn 5 daga..
  Ekki innifalið í verði: Kostnaður við vegabréfsáritanir eða afgreiðslu á landamærum, eða þjórfé persónuleg útgjöld og annað það sem ekki er nefnt sérstaklega hér að framan.

  Ferðalýsing

  Suður-Afríka

  Athugið

  • Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
  • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
  • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
  • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.