Hótel Suite Villa Maria er frábær 5 stjörnu hótelsamstæða staðsett í 500 metra fjarlægð frá La Caleta de Adeje ströndinni á suðvesturhluta Tenerife. Spilað er á hinum glæsilega Golf Costa Adeje sem er 18 holu völlur hannaður af Pepe Gancedo.

    Verð og dagsetningar

    Viltu bóka ferð, fá tilboð í verð, eða fá frekari upplýsingar?

    Hafðu samband í +354 585 4000 eða sendu okkur póst á info@uu.is

    Við sérsníðum ferðina að þínum óskum.

    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 7 nætur á Hotel Suite Villa Maria 5★ með morgunverði, flutningur á golfsetti, og 3 golfhringir á Golf Costa Adeje.
    Ekki innifalið í verði: Athugið að ekki er boðið upp á fararstjórn, eða golfbíll (kostar 50 EUR).

    Ferðalýsing

    Golfvellir

    Við Hotel Suite Villa Maria er 9 holu golfvöllurinn Los Lagos. Hann er frábær fyrir háforgjafar kylfinga og byrjendur. Aðalvöllurinn Golf Costa Adeje er í um 3 mínútna akstursfjarlægð frá hótelinu. Völlurinn er 18 holur og þykir einn glæsilegasti golfvöllur Kanaríeyja. Staðsettur á suðurhluta Tenerife, í stórkostlegri náttúru sem býður upp á stórbrotið útsýni yfir eyjuna La Gomera.

    Golf Costa Adeje er 18 holur, par 72. Kylfingar njóta einstakrar náttúru og stórbrotins sjávar- og fjallaútsýnis hvaðan sem er á vellinum.

    Hönnuðurinn Pepe Gancedo hannaði þessa fyrrverandi bananaplantekru að einstökum golfvelli. Hvíta sandglompurnar eru einkennismerki þessa fallega vallar.

    Villa Marie Hotel Suite

    Hótel Suite Villa Maria er frábær 5 stjörnu hótelsamstæða staðsett í 500 metra fjarlægð frá La Caleta de Adeje ströndinni á suðvesturhluta Tenerife. Hótelið samanstendur af glæsilegum villum og í miðju lóðarinnar er garður með sundlaugum. Í boði eru villur með verönd með húsgögnum og útsýni yfir Atlantshafið og eyjuna La Gomera.

    Gistingar í boði

    Hótel Suite Villa Maria er frábær 5 stjörnu hótelsamstæða staðsett í 500 metra fjarlægð frá La Caleta de Adeje ströndinni á suðvesturhluta Tenerife. Hótelið samanstendur af glæsilegum villum og í miðjum garðinum er garður með sundlaugum. Í boði eru villur með verönd með húsgögnum og útsýni yfir Atlantshafið og eyjuna La Gomera. 

    GISTING 

    Íboði eru villur með 1 svefnherbergi en þær rúma tvo. Villur með 2 svefnherbergjum sem rúma fjóra. Villur með 3 svefnherbergjum sem rúma sex manns. Allar villurnar er vel útbúnar með eldhúsi, ísskáp, örbylgjuofn, ofn, kaffivél og hraðsuðuketill. Tvö baðherbergi má finna í öllum villum, villunni fylgir verönd búin garðhúsgögnum með útsýni yfir hafið og fjöllinn. Einnig er í boði villur með 3 svefnherbergjum og lítilli einka sundlaug ásamt sólbaðsaðstöðu.

    AÐSTAÐA

    Í hótelgarðinum er að finna tvær sundlaugar og barnalaug. Sundlaugarnar eru upphitaðar yfir vetrarmánuðina. Sólbaðsaðstaðan er góð og hægt er að fá handklæði fyrir sundlaugina. Hægt er að láta dekra við sig í fríinu og á hótelinu má finna hárgreiðslustofu og líkamsræktarstöð. Móttakan er opin allan sólarhringinn. Bílastæði eru við hótelið sem gestir geta notað sér að kostnaðarlausu. 

    AFÞREYING 

    Líkamsrækt, mini-golf, squash völlur og leikjaherbergi. Einnig er leikvöllur og krakkaklúbbur fyrir hressa krakka.

    VEITINGAR 

    Á hótelinu er veitingastaðurinn „La Torre“ sem sérhæfir sig í alþjóðlegri matseld. Á sundlaugarbarnum er hægt að fá létt snarl á kvöldin, Bar Plaza  býður upp á drykki og kokteila.

    FYRIR BÖRNIN 

    Í garðinum er barnalaug og leikvöllur fyrir börnin. Á hótelinu er starfræktur krakkaklúbbur og fyrir krakka eldri en 12 ára er í boði leikjaherbergi.

    STAÐSETNING 

    Hótelið er staðsett á suðvestur hluta Tenerife rétt við frábæran golfvöll. 500 metrar eru niður á La Caleta de Adeje. Tenerife South-flugvöllurinn er í 25 mínútna akstursfjarlægð.

    AÐBÚNAÐUR Á SUITE VILLA MARIA 

    Útisundlaug 

    Sólbaðsaðstaða

    Barnalaug 

    Minigolf 

    Leikvöllur 

    Krakkaklúbbur

    Leikjaherbergi

    Skvass 

    Tennis 

    Líkamsræktaraðstaða 

    Hárgreiðslustofa

    Bar

    Veitingastaður 

    Loftkæling 

    Þráðlaust internet 

    ATH

    Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
     
    Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
     
    Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

    Athugið

    • Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.