Þessi ferð um Víetnam, Kambódíu og Laos er bæði víðfem og djúp og fjölbreytileikinn mikill. Strax og komið er til Víetnam vakna upp minningar úr bókum og kvikmyndum um fjarlæga asíska staði. Trjónusniðnir basthattar, þokkafullir silkisíðkjólar, mannmergðin og ös hjóla og bíla á götunum, framandi matarlykt og margslunginn hljómur umhverfisins. Kambódía er annar og ólíkur kafli. Hér er að finna þjóð ólíka öllum sínum nágrönnum með tungu af fjarlægum uppruna og sögu veldis sem er óviðjafnanleg um veröld alla því mannvirkin við Angkor eru engu lík og andblærinn í landinu svo hlýr og heillandi. Svo er það Laos. Það er sko allt önnur Ella. Fólk verður yfirleitt strax hvumsa við komu því þó við vitum svo lítið um þetta landlukta ríki þá höfðum við ekki hugmynd um að Sjangríla væri í raun til og héti Laos. Staður þar sem tíminn virðist ekki líða og kyrrðin er dýpri en sumarnótt í Flatey. Þegar frakkar réðu Indókína sögðu þeir:
    Víetnamar sá hrísgrjónum
    Kambódíumenn horfa á þau vaxa
    Laosbúar hlusta á þau vaxa
    Velkomin til Indókína!
    Sæki dagsetningar...

    Verð og dagsetningar

    Sæki verð...
    Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 13 nætur á 4 stjörnu gistingu með morgunverði, íslensk fararstjórn, og flogið með Thai Airways og Icelandair, allur akstur á milli flugvalla og gististaða eins og tilgreint er í ferðalýsingu, tilgreindar skoðunarferðir auk aðgangseyris, hálft fæði, þjónusta erlendra leiðsögumanna.
    Ekki innifalið í verði: Kostnaður við vegabréfsáritanir eða afgreiðslu á landamærum(áætlað um 100$), eða þjórfé persónuleg útgjöld og annað það sem ekki er nefnt sérstaklega hér að framan.

    Ferðalýsing

    Dagskrá

    Athugið

    • Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
    • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.