Kanarí er fullkomin eyja til að heimsækja allt árið um kring. Loftslagið er svo milt og gott veður allan ársins hring. Beggi og Pacas halda úti skemmtilegri dagskrá og leggur áherslu á að allir njóti sín í ferðinn. Boðið er upp á létta leikfimi, göngutúra, félagsvist, minigolf, söngstund, lokahóf ásamt mörgum skemmtilegum uppákomum á meðan á dvöl stendur. Farþegar snúa heim endurnærðir eftir skemmtilega dvöl í góðum félagsskap. Það koma allir brosandi og fullir af jákvæðri orku úr þessum ferðum og sterk vinabönd myndast eftir samveruna enda margir sem endurtaka á ári hverju.
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 14–21 nætur á BULL Eugenia Victoria & Spa 4★ með hálfu fæði, íslensk fararstjórn, aðgangur að Spa, aðgangur að heilsu- & líkamsrækt, og skemmti- og afþreyingardagskrá sérstaklega sniðin fyrir hópinn.
Ferðalýsing
Við viljum bjóða ykkur hjartanlega velkominn í Úrvalsfólk ferðina til fallegu eyjarinnar Kanarí. Fararstjórar eru hinu vinsælu Beggi og Pacas sem halda úti skemmtilegri dagskrá og leggja áherslu á að allir njóti sín í ferðinni. Boðið er upp á létta leikfimi, göngutúra, félagsvist, minigolf, söngstund, lokahóf ásamt mörgum skemmtilegum uppákomum á meðan á dvöl stendur. Farþegar snúa heim endurnærðir eftir skemmtilega dvöl í góðum félagsskap. Kanarí er fullkomin eyja til að heimsækja allt árið um kring. Loftslagið er svo milt og gott veður allan ársins hring. Það koma allir brosandi og fullir af jákvæðri orku úr þessum ferðum og sterk vinabönd myndast eftir samveruna enda margir sem endurtaka á ári hverju
Íslendingar hafa sótt í dásamlegar strendur Gran Canaria áratugum saman og hefur eyjan verið einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga. Betri stað í sólarfrí er erfitt að finna. Stöðugt hitastig, þægilegt loftslag, hreinar strendur og fallegt landslag heilla alla. Dagskrá er gerð með fyrirvara um breytingar ef þörf gerist, en það verður vel kynnt í viðtalstímum og samverustundum. Munið eftir vegabréfi, sjúkratryggingakortinu, sólarvörn, og öllum lyfjum sem þarf að hafa meðferðis.
Njótið vel lífsins á fallegu Gran Canaria og hlökkum til að vera með ykkur.
Dásamlegar strendur Kanarí hafa áratugum saman verið einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga. Eyjarnar bjóða upp á stöðugt hitastig, þægilegt loftslag, hreinar strendur og fallegt landslag sem heilla.Farið verður í dagsferð til Puerto de Mogan, einum af fallegustu bæjum eyjunnar, sem er staðsettur á suðvestur–hluta Gran Canaria. Puerto de Mogan er stundum kallaður „litlu Feneyjar“ enda ekki skrýtið þar sem hafnarsvæðið er allt byggt upp í kringum lítil síki með fallegum veitingastöðum og skemmtilegum gönguleiðum milli húsanna. Þessi einstaki hafnarbær hefur að geyma ótrúlega fallegt og róandi andrúmsloft sem krefst þess að maður slaki á, njóti og nái algerri hvíld. Falleg strönd er við höfnina með veitingastöðum og börum. Þar fyrir ofan eru svo verslanir og útivistarsvæði.
Hótelið
Eugenia Victoria er vel staðsett 3ja stjörnu hótel á Ensku ströndinni með verslanir, veitingastaði og bari í næsta nágrenni. Einstaklega fallegur og rúmgóður sundlaugagarður með snarlbar. Garðurinn er stór og umlukinn fallegum gróðri, þar er góð sólbaðsaðstaða, stór sundlaug og barnalaug. Herbergin eru rúmgóð með gervihnattasjónvarpi, útvarpi, hárblásara, öryggishólfi og litlum ísskáp. Hægt er að fá barnarúm (þarf að panta) og á svölum eru húsgögn. Athugið að einstaklingsherbergin eru ekki með svölum. Sé óskað eftir því að vera á 6 hæð eða ofar þarf að bóka sérstök Superior herbergi sem eru dýrari en herbergi á 1-5 hæð. Stór og glæsileg heilsurækt er á hótelinu og hafa gestir aðgang að henni án endurgjalds. Þar er stór sundlaug, nuddpottar, gufubað, tyrkneskt bað og hvíldarherbergi. Í boði eru margar tegundir af nuddi og snyrtingu gegn gjaldi. Reglulega er lifandi tónlist á hótelinu á kvöldin í garðinum. Á aðal veitingastað hótelsins er boðið upp á hlaðborð með réttum frá öllum heimshornum, snakk er á daginn á sundlaugarbakkanum. Barir með skemmtun eins og karaoke, diskó og lifandi tónlist. Á daginn er mikið um að vera í garðinum, starfsfólk hótelsins sér um margs konar leiki og keppnir fyrir gestina. Hægt að velja um hálft fæði eða allt innifalið. Gestir sem velja „allt innifalið“ fá morgun-, hádegis- og kvöldverð á hótelinu ásamt völdum innlendum drykkjum og snakk á milli mála.
Kanarí / Gran Canaria
Áratugum saman hafa íslendingar sótt í dásamlegar strendur Gran Canaria og hefur eyjan verið einn vinsælasti áfangastaður Úrvals Útsýnar. Ungir sem aldnir finna varla betri stað fyrir sólarfrí. Stöðugt hitastig, þægilegt loftslag, hreinar strendur og stórbrotið landslag er eitthvað sem heillar alla!
Úrval Útsýn býður íslendingum fjölda áfangastaða á Gran Canaria. Gisting er fjölbreytt og úrval er mikið af gæða gistingu á góðu verði.
Skemmtigarðar
Aqualand
Palmitos Park
Sioux City
Cocodrilo Park
Holiday World
Go Kart
Hangar 37
Angry Birds
Verslunarmiðstöðvar
Las Arenas
El Mirador
El Tablero
Atlanrico
Bellavista
El Faro
Afþreying
Hjólabátur
Bananabátur
Jetski
Fallhlíf úr báti
Kafbátur
Bátur með glergólfi
Fallhlífastökk
Enska ströndin (20 mín frá flugvelli)
Playa del Ingles er vinsæll ferðamannastaður en nafnið á bæði við um ströndina og bæinn. Ströndin teygir sig til San Augustin í austri og Maspalomas í vestri. Góð aðstaða er fyrir gönguferðir og hlaup við vitann í Maspalomas og sandöldurnar freista margra. Flestir þekkja verslunarkjarnana Yumbo Center, Kasbah, Cita og Faro 2.
Meloneras svæðið (30 mín frá flugvelli)
Meloneras svæðið er orðið sambyggt Ensku ströndinni að vestan. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Meloneras svæðinu, með áherslu á tengingu við náttúruna. Ströndin á Maspalomas er stór og þekkt fyrir mikla og sérstæða sandhóla sem gerir ströndina sérlega skemmtilega til fjölbreyttrar útiveru. Við vitann Boulevard El Faro er að finna fjöldan allan af veitingastöðum og verslunum.
Puerto Rico – smábátahöfn (30 mín frá flugvelli)
Puerto Rico er afar sjarmerandi og fallegur bær á suðvesturhluta eyjunnar Gran Canaria. Bærinn hefur að mestu leyti byggst upp í kringum smábáthafnirnar en í dag eru þær orðnar tvær og við aðra þeirra er að finna ströndina Playa de Puerto Rico. Þar er að finna fallega veitingastaði við sjóinn sem og góða sólbaðsaðstöðu. Bærinn hefur byggst upp í kringum tvær víkur eða tvo dali og rísa hæðirnar í kring tignarlegar yfir svæðið. Í dalbotninum er svo að finna skemmtilegt svæði með verslunum, verslunarmiðstöðum, veitingastöðum og leiksvæðinu „Angry Bird’s“ sem hentar fyrir ungu kynslóðina. Rétt utan við bæinn er svo hin nýja og fagra strönd „Playa de Amadores“ þar sem hægt er að sóla sig á hvítum sandi allan daginn. Fagurblár sjór, veitingastaðir og verslanir eru við ströndina, en þar er einnig að finna Amadores Beach Club sem býður upp á bekki og veitingar í fallegu umhverfi. Playa de Puerto Rico státar af einu besta loftslagi sem fyrirfinnst á öllum Kanaríeyjunum allt árið um kring. Við mælum með að fólk leigi sér bíl og keyri meðfram strandlengjunni eða taki stræisvagna sem ganga á milli allra bæjanna á suðurhlutanum, því stutt er yfir til Puerto de Mogan og Playa del Ingles svæðanna. Við bjóðum upp á 5 ólíkar gistingar á þessu skemmtilega svæði. Sem dæmi er að finna falleg íbúðarhótel við smábátahöfnina sem hafa allt til alls og henta fólki sem kýs meiri “lúxus” og vill vera miðsvæðis. Fyrir þá sem þora og geta erum við einnig með gistingar í hlíðunum fyrir ofan svæðið en þaðan er ótrúlega fallegt útsýni yfir bæinn, smábátahöfnina og Atlantshafið. Þessar gistingar henta ekki þeim sem eiga erfitt með gang. Til að komast niður í bæinn er hægt að taka leigubíl sem tekur um 5 mínútur og kostar hvor leið um 5 evrur.
Puerto de Mogan — „litlu Feneyjar“ (45 mín frá flugvelli)
Einn af fallegustu bæjum eyjunnar er Puerto de Mogan, sem er staðsettur á suð-vestur hluta Gran Canaria. Puerto de Mogan er stundum kallaður “litlu Feneyjar” enda ekki skrýtið þar sem hafnarsvæðið er allt byggt upp í kringum lítil síki með fallegum veitingastöðum og skemmtilegum gönguleiðum milli húsanna. Þessi einstaki hafnarbær hefur að geyma ótrúlega fallegt og róandi andrúmsloft sem krefst þess að maður slaki á, njóti og nái algerri hvíld. Falleg strönd er við höfnina með veitingastöðum og börum. Þar fyrir ofan eru svo verslanir og útivistarsvæði. Gistingarnar okkar á svæðinu eru glæsilegar og hannaðar til að gefa fólki tækifæri á að slaka á og njóta hverrar sekúndu í fallegum vistarverum og görðum sem umlykja hótelin. Þetta svæði hentar öllum sem vilja “lúxus” og endurnæringu á líkama og sál.
Las Palmas – höfuðborg Gran Canaria (20 mín frá flugvelli)
Las Palmas er höfuðborg Gran Canaria og um leið Austurhéraðs Kanaríeyja, en eyjarnar eru tvö héruð af sautján héruðum Spánar. Í Las Palmas býr um helmingur allra íbúa Austurhéraðs. Þar er að finna fjölbreytilegt menningar- og mannlíf jafnt að nóttu sem degi, sérstaklega í gamla borgarhlutanum. Kaffihús eru þar á hverju strái sem og einstök flóra veitingastaða og öldurhúsa þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.
Athugið
Staðfestingargjald er 50.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.