Halldór E. Laxness
fararstjóri
    Komdu með til Istanbúl sem er dáleiðandi borg þar sem austur mætir vestri og menningin er blanda af ríkri sögu og nútímalifnaðarháttum. Skoðaðu töfrandi arkitektúr Hagia Sophia og Bláu moskunnar og ráfaðu síðan um iðandi basar fullum af kryddi og vefnaðarvörum. Njóttu dýrindis götumatar eins og kebabs og simit á meðan þú drekkur tyrkneskt te. Taktu ferju yfir Bosporus til að fá stórkostlegt útsýni og upplifðu líflegt næturlíf með þakbörum og klúbbum. Istanbúl lofar ógleymanlegum ævintýrum og menningarveislu sem mun töfra þig upp úr skónu.

    Halldór E. Laxness hefur áratuga reynslu af fararstjórn og muna eflaust margir eftir honum frá Lignano og Sikiley á Ítalíu, en einnig sælkeraferðum hans um Frakkland, Grikkland og Ítalíu. Hann hefur ferðast mikið og átt erindi í flestar heimsálfur, sem dæmi má nefna að hann stundaði nám í leiklist á Ítalíu og í Bandarríkjunum og starfaði á Spáni, Frakklandi, Íslandi og Kanada sem leikari og leikstjóri. Núna kennir hann m.a. leikaranemum Listaháskóla Íslands um gríska leikhúsið og sögu forngrikkja.

    Verð frá 419.400 kr.
    per farþega
    Skoða öll verð og bóka
    Dagsetningar
    • 12. – 20. sept.

    Verð og dagsetningar

    12. – 20. sept.  9 dagar
    Ferð fyrir 2 fullorðna Heildarverð frá
    838.800 kr.
    Verð frá 419.400 kr.
    per farþega
    12. – 20. sept.  9 dagar
    Ferð fyrir 1 fullorðinn Heildarverð frá
    499.400 kr.
    Verð frá 499.400 kr.
    per farþega
    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 8 nætur á 4 stjörnu gistingu með morgunverði, íslensk fararstjórn, 2 x þriggja rétta kvöldmatur, enskumælandi staðarleiðsögumaður í öllum dagsferðum, allar skoðunarferðir og aðgangseyri samkvæmt dagskrá, og allur akstur samkvæmt dagskrá.
    Ekki innifalið í verði: Matur annar en morgunverði og 2 kvöldverðir, city tax, þjórfé, eða aðrar skoðunarferðir og aðgangseyri sem eru ekki tekin fram í dagskrá.

    Ferðalýsing

    Áhugaverðir staðir til að skoða 

    Hagia Sophia  

    Þetta byggingarlistarundur hefur verið kirkja, moska og er nú safn. Töfrandi hvelfingin og glæsileg mósaík er mikilvægur minnisvarði um býsanska menningu og Ottómanveldið. 

    Töfraheimar Istanbúl

    Bláa moskan (Sultan Ahmed Mosque)  

    Þetta er talin ein fegursta moska í heim en hún er fræg fyrir að um 20.000 bláar flísar þekja veggi hennar að inna og er töfrandi dæmi um íslamska byggingarlist. Í loftinu eru síðan 260 fagurlega skreyttir gluggar sem lýsa upp flísarnar og skapa einstaka stemningu í moskunni.  

    Töfraheimar Istanbúl

    Grand Bazaar 

    Þetta er einn elsti og stærsti yfirbyggði markaður í heimi með yfir 4000 verslunum. Vertu tilbúin að prútta þig í gegnum markaðinn þar sem hægt er að fá allt frá kryddi til skartgripa. Þetta er paradís fyrir kaupendur, en passaðu þig á að villast ekki þarna inni – þetta er völunarhús. 

    Töfraheimar Istanbúl

    Basilica Cistern 

    Þetta neðanjarðarundur er ævaforn brunnur með dempaðri lýsingu og fornum súlum. Hann var byggður á 6. öld á valdatíma Justinian I. keisara. Í dag er lítið af vatni þarna til að almenningur hafi aðgengi að rýminu. 

    Töfraheimar Istanbúl

    Galata Tower 

    Turninn er frægt kennileiti fyrir Istanbúl og er staðsettur á toppi hæðar í Galata hverfinu og stígur um 63 metra upp til himins. Klifraðu upp á toppinn til að fá víðáttumikið útsýni yfir borgina. Það er frábær staður fyrir myndir, sérstaklega við sólsetur þegar borgarljósin byrja að blikka. 

    Töfraheimar Istanbúl

    Sigling á Bosporussundi 

    Farðu í bátsferð meðfram Bosporussundinu til að sjá borgina frá vatninu. Þú munt fá einstakt sjónarhorn á sjóndeildarhringinn og fallegu hallirnar við vatnið. 

    Dagskrá

    Dagur 1, föstudagur, 12. september 2025 — KOMUDAGUR

    Við hefjum ferðina með flugi með Icelandair, FI900, frá Keflavík til Istanbúl kl. 15:25, lent 23:55. Þaðan er farið með rútu á hótelið.

        Dagur 2, laugardagur, 13. september 2025 — TOPKAPI PALACE, HAGIA SOPHIA AND GRAND BAZAAR

        Þessi skoðunarferð mun fara fram í gamla miðbænum sem nefnist Sultanahmet á tyrknesku. Leiðsögumaður mun sýna okkur Topkapi höllina, glæsilega búsetu tyrkneskra sóldána, sem er full af sögu og gersemum. Við munum líka skoða Hagia Sophia sem eitt sinn var kirkja og síðar moska en er nú safn. Grand Bazaar markaðurinn sem iðar af lífi með yfir 4000 verslunum sem selja allt frá skartgripum til krydds verður heimsóttur. Leiðsögumaðurinn mun einnig leiðbeina um Hippodrome svæðið og nágrenni.

        Kvöldverður á Galeyan Restaurant

            Dagur 3, sunnudagur, 14. september 2025 — SULTANAHMET GAMLI MIÐBÆRINN

            Þetta er annar dagurinn í gamla miðbænum. Við heimsækjum Basilica Cistern sem er dularfullur neðanjarðar vatnsgeymir með töfrandi súlum. Við skoðum Bláu moskuna sem er meistaraverk frá dögum Ottoman veldisins með sínum sláandi fallega arkitektúr og bláum flísum. Eftir það er haldið niður að bryggju og farið í siglingu um Bosporussundið. Fyrir eða eftir siglingu munum við heimsækja kryddmarkaðinn sem er ekki langt þarna frá.

                Dagur 4, mánudagur, 15. september 2025 — FERÐ UM EITT ELSTA HVERFI ISTANBÚL

                Ferðin dagsins fer fram í elsta hverfi Istanbúl og nær yfir Suleymaniye moskuna, Gullna hornið sem er söguleg vík með kyrrlátu vatni og fallegu umhverfi, Fener & Balat hverfið með sínum litríku húsum og sögulegu kirkjum, Chora moskuna sem er fræg fyrir býsanska mósaík og freskur og Pierre Loti sem er kaffihús á hæð sem býður upp á töfrandi útsýni yfir Gullna hornið. Við skoðum líka grísku rétttrúnaðarkirkjuna sem algjör byggingarlistar gimsteinn í Istanbúl.

                    Dagur 5, þriðjudagur, 16. september 2025 — NÚTÍMALEGRI HLUTI ISTANBÚL

                    Við munum heimsækja nokkra staði í nútímalegri hluta Istanbúl. Við förum til Taksim sem telst vera hjarta nútímabæjarins. Við heimsækjum Istiklal Street sem er lífleg göngugata með verslunum, veitingastöðum og sögulegum byggingum. Við förum í Pera hverfið sem er nýtískulegt svæði með ríka sögu og lifandi menningarlíf og við förum í Galata hverfið þar sem Galata turninn er. Við munum síðan halda deginum áfram með heimsóknum til Karakoy svæðisins sem er hipphverfi þar sem gamaldags sjarmi blandast við nútíma kaffihús og list. Við förum að Galataport sem er nútímalegt svæði við sjávarsíðuna með verslunum, veitingastöðum og skemmtiferðaskipum. Að lokum er farið til Ortakoy sem er fínt úthverfi staðsett við Bosphorussund og er frægt fyrir mosku sína og götumat.

                        Dagur 6, miðvikudagur, 17. september 2025 — PRINSEYJAR

                        Vıð höldum af stað niður að bryggju og förum til einnar af Prinseyjunum. Þessar eyjar eru bíllausar og því fullkomið að slaka á og skoða þær á hjóli. Þarna er mikil náttúrufegurð og þar má sjá stórhýsi frá Ottomantímabilinu, sögulegar byggingar og yndislegar götur. Ferð aðra leið til eyjunnar tekur um 1,5 klst.

                            Dagur 7, fimmtudagur, 18. september 2025 — FRÍDAGUR/VALKVÆÐ SKOÐUNARFERÐ

                            Frjáls dagur eða valfrjáls skoðunarferð um asísku hlið Istanbúl þar sem farið er að Beylerbeyi höllinni sem er glæsileg sumarhöll. Síðan er farið að Camlica Hill sem er hæsti punktur Istanbúl með víðáttumiklu borgarútsýni. Tvö helstu hverfin sem eru Asíu megin í Istanbúl eru Uskudar, sögulegt hverfi með fallegum moskum og kyrrlátri sjávarsíðu, og Kadikoy sem er lifandi svæði með iðandi mörkuðum og töff kaffihúsum – Ferð ekki innifalin í verði ferðar.

                                Dagur 8, föstudagur, 19. september 2025 — FRÍDAGUR OG KVEÐJUKVÖLDVERÐUR

                                Fullkominn dagur til að slappa af og njóta í Istanbúl. Um kvöldið er boðið til kvöldsiglingar á Bosporussundi þar sem snæddur verður kveðjukvöldverður.

                                    Dagur 9, laugardagur, 20. september 2025 — HEIMFERÐ

                                    Rútan flytur hópinn á flugvöllinn í Istanbúl þar sem flogið er með Icelandair, FI901, kl. 07:05 og lent í Keflavík kl. 10:00

                                        Athugið

                                        • Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
                                        • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
                                        • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.