Komdu með til Istanbúl sem er dáleiðandi borg þar sem austur mætir vestri og menningin er blanda af ríkri sögu og nútímalifnaðarháttum. Skoðaðu töfrandi arkitektúr Hagia Sophia og Bláu moskunnar og ráfaðu síðan um iðandi basar fullum af kryddi og vefnaðarvörum. Njóttu dýrindis götumatar eins og kebabs og simit á meðan þú drekkur tyrkneskt te. Taktu ferju yfir Bosporus til að fá stórkostlegt útsýni og upplifðu líflegt næturlíf með þakbörum og klúbbum. Istanbúl lofar ógleymanlegum ævintýrum og menningarveislu sem mun töfra þig upp úr skónu.
Verð og dagsetningar
Sæki verð...
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 8 nætur á 4 stjörnu gistingu með morgunverði, íslensk fararstjórn, 2 x þriggja rétta kvöldmatur, enskumælandi staðarleiðsögumaður í öllum dagsferðum, allar skoðunarferðir og aðgangseyri samkvæmt dagskrá, og allur akstur samkvæmt dagskrá.
Ekki innifalið í verði:
Matur annar en morgunverði og 2 kvöldverðir, city tax, þjórfé, eða aðrar skoðunarferðir og aðgangseyri sem eru ekki tekin fram í dagskrá.
Dagskrá
Athugið
- Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.