Gréta S. Guðjónsdóttir
fararstjóri
    Gist verður í 2 nætur fyrir siglingu og 1 nótt eftir siglingu í Róm. Vikulöng sigling um Miðjarðarhafið sem hefst og endar í Róm, fullt fæði innifalið í siglingu. Hægt er að kaupa drykkjarpakka fyrir siglinguna í kaupferlinu.

    Gréta Guðjónsdóttir er sannkölluð fjallageit og flakkari, ef hún er ekki að leiða hópa um hálendi Íslands er hún á ferð um framandi og fjarlæg horn heimsins eða á ljúfum siglingum á skemmtiferðaskipum um Miðjarðarhaf, yfir Atlandshafið eða um Karíbahaf. Gréta er ljósmyndari að mennt og hefur linsan dregið hana víða t.d. um Lombok í Indónesíu, um fáfarna staði í Mexíkó, víða um Indókína og Afríku.

    Verð frá 399.900 kr.
    per farþega
    Skoða öll verð og bóka
    Dagsetningar
    • 9. – 19. okt.

    Verð og dagsetningar

    9. – 19. okt.  11 dagar
    Ferð fyrir 2 fullorðna Heildarverð frá
    799.800 kr.
    Verð frá 399.900 kr.
    per farþega
    9. – 19. okt.  11 dagar
    Ferð fyrir 1 fullorðinn Heildarverð frá
    539.900 kr.
    Verð frá 539.900 kr.
    per farþega
    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 3 nætur á 4 stjörnu gistingu með morgunverði, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, vikusigling um Miðjarðarhafið með Costa Cruise m. fullu fæði, hafnargjöld og þjónustugjöld um borð, og hafnargjöld og þjónustugjöld um borð.
    Ekki innifalið í verði: Drykkjarpakki um borð, hægt er að kaupa hann aukalega, hótelskattur í Róm sem er 7,5 EUR á mann per nótt og greiðist á staðnum, eða þjórfé í Róm.

    Ferðalýsing

    Dagskrá

    Dagur 1

    Beint flug með Icelandair til Rómar.
    Brottför frá Keflavík kl.08:20 með FI562, lending í Róm kl.14:55 að staðartíma.
    Rúta flytur hópinn gott 4 stjörnu hótel vel staðsett í Róm.

        Dagur 2 — Frjáls dagur

        Frjáls dagur í Róm en einnig er boðið upp á valfrjálsa 6 klukkutíma skoðunarferð um Vatíkanið og Péturskirkjuna.

            Dagur 3 — farið um borð í Costa Toscana

            Rúta flytur hópinn frá hótelinu að Civitavecchia-höfn þar sem gengið verður um borð í hið glæsilega skip Costa Toscana.
            Lagt er úr höfn kl.19:00 og siglt að Pelagos Sanctuary sem er eina alþjóðlega hafsvæðið sem tileinkað er verndun sjávarspendýra. Það var stofnað með marghliða samningi milli Frakklands, Ítalíu og Mónakó sem var undirritaður í Róm árið 1999. Meginhlutverkið er að stuðla að verndun hvaldýra og búsvæði þeirra gegn t.d. mengun, hávað, föngun fyrir slysni o.fl.
            Áætluð koma þangað er kl.23:30 og verður stoppað hér í um klukkustund. Á svæðinu má sjá bæði hvali og höfrunga og þar á meðal nokkrar tegundir sem eru í útrýmingarhættu.

                Dagur 4 — Savona, Ítalíu

                Kl.08:30 verður lagt að höfn í Savona sem staðsett er í Liguria héraðinu á Ítalíu.
                Liguria héraðið er þekkt sem ítalska rívíeran vegna fjölmargra strandbæja sem þekja strandlengjuna beggja vegna við Genoa sem er höfuðborg héraðsins. Savona er sannur gimsteinn hvað varðar list, sögu og menningu en borgin hefur sannarlega upplifað tímana tvenna. Einn frægasti íbúi Savona er Kristófer Kólumbus en skoða safn þar sem er í enduruppbyggingu af húsinu sem hann bjó í. Hægt er að kaupa skipulagðar skoðunarferðir um borð hjá Costa Cruise en einnig er hægt að skoða borgina á eigin vegum.
                Siglt er frá Savona kl.17:30.

                    Dagur 5 — Marseille, Frakklandi

                    Komið er til Marseille kl.09:00 að morgni og verður hægt að kaupa skipulagðar skoðunarferðir um borð í skipinu. Einnig er hægt að skoða borgina á eigin vegum. Munið bara að vera komin tímanlega tilbaka um borð þegar skipið fer úr höfn kl.18:00.

                    Marseille er elsta borg Frakklands, stofnuð af Grikkjum árið 600 f.Kr. Frábær staðsetning borgarinnar við Miðjarðarhafið hefur frá upphafi stofnunar hennar gert hana að vinsælum áningarstað og má þar sjá greinileg áhrif frá jafnvel mjög fjarlægum menningarheimum. Marseille, stundum kölluð “Napólí Frakklands”, er litrík og glaðleg borg en í henni er mikil matarmenning og margt áhugavert að sjá.

                        Dagur 6 — Barcelona, Spánn

                        Lagt að höfn í Barcelona kl.08:30. Hér er nóg að gera og því tilvalið að taka daginn snemma.
                        Í borginni er bæði Picasso safnið og nýstárlegt samtímalistasafnið Macba. Ennfremur eru margar litríkar og stórmerkilegar byggingar eftir Antoní Gaudí sem og dómkirkjan fræga Sagrada Familia sem enn er ekki búið að klára, en bygging hennar hófst árið 1882. Hvort heldur sem valið er að rölta um þröngar götur í Barrio Gothico, þræða tapasbari og rölta um Römbluna, versla í tískuverslunum eða kíkja á listasafn, þá er Barcelona borgin fyrir þetta allt saman og miklu meira! Eins og áður þá verður hægt að kaupa skipulagðar skoðunarferðir um borð í skipinu.
                        Lagt verður úr höfn kl.18:30 stundvíslega.

                            Dagur 7 — Palma de Mallorca, Spánn

                            Komið er til Palma kl.08:00 að morgni. Eitt af því sem er svo heillandi við Mallorca er að hitastigið á eyjunni fer sjaldan yfir 30 gráður á sumrin og sjaldan undir 10 gráður á veturna. Palma er eina borgin á Mallorca og höfuðstaður eyjunnar en finna má litla bæi og þorp um alla eyjuna. Innan borgarveggja gamla hlutans í bænum er gaman að rölta um og skoða í litlar verslanir eða njóta þess að setjast með kaldan drykk og skoða mannlífið. Önnur helsta gatan í gamla bænum er Ramblan sem endar á Plaza Mayor torginu. Einnig má nefna að dómkirkjan í Palma er með fallegri kirkjum Spánar, en hún er byggð úr sandsteini og hófst bygging hennar árið 1230. Lokið var við hana á 17.öld. Antoní Gaudí endurhannaði síðan kirkjuna meira og minna að innan snemma á 20.öld.
                            Lagt verður úr höfn kl.18:00.

                                Dagur 8 — Dagur á sjó

                                Tilvalið að slaka á og njóta alls þess skemmtilega sem skipið hefur upp á að bjóða

                                    Dagur 9 — Palermo, Sikiley, Ítalía

                                    Höfuðborg Sikileyjar hefur verið menningarlegur suðupottur síðan Fönikíumenn og Grikkir börðust um hana á 5. Og 6.öld f.Kr. Sikiley, einu sinni rómversk, svo býsönsk, arabísk, normönsk og að lokum ítölsk, sameinaðist meginlandi Ítalíu loks árið 1861. Dásamlegir markaðir, fögur torg, aldagamlar kirkjur ásamt stórbrotinni sögu og menningu! Hér er margt að skoða og sjá. Hægt er að kaupa skipulagðar skoðunarferðir um borg hjá Costa Cruise eða kanna á eiginvegum. Lagt er úr höfn kl.16:30.

                                        Dagur 10 — Róm

                                        Komið er að höfn í Róm kl.08:30 að morgni. Rúta ásamt innlendum leiðsögumanni tekur á móti hópnum og keyrir á h gott 4 stjörnu hótel miðsvæðis í borginni. Akstur frá höfninni í Civitavecchia inn í Rómaborg tekur u.þ.b. 1 klukkustund.

                                            Dagur 11 — Heimferð

                                            Að morgunverði loknum er frjáls tími þar til rúta sækir hópinn um hádegisbil og farið er á flugvöllinn.
                                            Brottför frá Róm kl.15:25 að staðartíma, lending í Keflavík kl.18:15 að staðartíma.

                                                Gistingar í boði

                                                Mikil skemmtun og fjör er um borð í Costa Toscana ásamt alls konar afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Má þar nefna 13 sundlaugar og heita potta ásamt vatnsrennibraut, bíó, heilsulind, verslanir og veitingastaði.  Nítján barir eru á skipinu og hvarvetna má finna falleg svæði þar sem er hægt að sitja og njóta eða flatmaga í sólbaði. Skemmtanir og uppistand eru á dagskrá á kvöldin og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.  

                                                Róm

                                                Höfuðborg Heimsins

                                                Róm

                                                Auðvelt er að komast milli staða gangandi og stutt í allt það helsta sem borgin hefur uppá að bjóða. Róm er hvað þekktust fyrir Rómartorgið, Kólósseum, Péturskirkjuna, Vatíkanið, Sixtínsku kapelluna sem státar af glæsilegum málverkum eftir Michelangelo og aðra listamenn, Navónutorg og Panþeon.

                                                Rome

                                                Ekki gleyma að kasta peningi í Trevi gosbrunninn – ef þú kastar mynt með hægri hendi yfir vinstri öxl, þá er það ‘loforð’ um að þú munir snúa aftur til borgarinnar. Á hverju kvöldi er peningunum safnað saman og gefið til góðgerðamála. 

                                                Verslun

                                                iStock 1202315350

                                                Að versla í Róm er einstakt og státa Ítalir sig af því að vera framalega í hönnun og tísku. Auðvelt er að versla vörur eftir heimsfræga hönnuði bæði í sérverslunum við Spænsku tröppurnar eða á flóamarkaðinum Porta Portese. Á aðalgötunni Via del Corso er hægt að finna fjölbreyttar verslanir, sem og á Via Cola di Rienzo. Þar eru svipaðar verslanir og á Via del Corso, en hún er vinsælli meðal heimamanna því þar eru færri ferðamenn á ferli. 

                                                Veitingastaðir

                                                Róm

                                                Mikið úrval veitingastaða er í Róm og því ætti enginn að verða svangur. Sunnan við Spænsku tröppurnar eru margir huggulegir veitingastaðir, sem og í litlum hliðargötum milli Via del Corso og torginu Piazza Navona. Flestir veitingastaðir bjóða upp á hefðbundna ítalska rétti, þ.e. pizzur, pasta, kjúkling og sjávarrétti. 

                                                Áhugaverðir staðir um Róm

                                                iStock 539115110


                                                Rómartorgið (Foro Romano)
                                                , rústirnar af nokkrum mikilvægum ríkisbyggingum sem voru mikið notaðar á sínum tíma af rómverjum fyrir kosningar, réttarhöld og skylminga leika.

                                                Kólósseum var upphaflega gjöf til Rómarbúa og var notuð í 100 daga leikunum, bardögum og í villidýra bardögum. Þegar árin fóru að líða var hætt að hugsa um staðinn og voru hlutar notaðir í að byggja upp aðra hluti en byggingin sjálf fengið að standa og er mikið aðdráttarafl ferðamanna.

                                                Péturskirkjan er ein af stærstu kirkjum heims og var hönnuð af Michelangelo. Þar koma heimamenn saman til þess að bera páfann augum.

                                                Vatíkanið er minnsta ríki í heimi þar sem að Páfinn hefur aðsetur.

                                                Sixtínsku Kapelluna er hvað þekktust fyrir að vera kapella innan þeirra aðsetu sem Páfinn hefur og að vera hönnuð að innan á stórglæsilegan hátt.

                                                Panþeon var hér áður fyrr rómverskt hof sem brann en ekki er vitað hvenær byggingin var endurbyggð. Hún er ein sú varðveittasta bygging sinna tíma.

                                                Athugið

                                                • Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
                                                • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
                                                • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
                                                • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
                                                • Hægt er að kaupa drykkjarpakka sem inniheldur ótakmörkuð glös af vatni, gosi, bjór, víni og fleiru. Í drykkjarpakkanum er innifalið: VERGNANO teas and herbal teas, coffee and cappuccino, UNLIMITED SAN BENEDETTO 0.5 l water bottles, AN UNLIMITED selection of wines by the glass, Pepsi and 7UP soft drinks and LOOZA fruit juices, HEINEKEN, CORONA and BECK'S draught beers, APEROL SPRITZ and CRODINO aperitifs, as well as mocktails, Any cocktail available at the bar, as well as molecular cocktails, Bitter liqueurs and spirits such as AMARO DEL CAPO, AVERNA, DISARONNO, SAMBUCA, as well as a PREMIUM selection of spirits