Einstök 10 daga/9 nátta ferð, þar af 7 nátta sigling, þar sem stoppað verður á Bari, Mykonos, Santorini og Katakolon! Dvalið verður í Castel D´Azzano á Ítalíu í eina nótt fyrir siglingu og eina nótt eftir siglingu. Skoðunarferð í Veróna, Feneyjum og til Gardavatnsins eru innifaldar. Fullt fæði um borði í siglingunni og hálft fæði á hóteli.

    Verð og dagsetningar

    Viltu bóka ferð, fá tilboð í verð, eða fá frekari upplýsingar?

    Hafðu samband í +354 585 4000 eða sendu okkur póst á info@uu.is

    Við sérsníðum ferðina að þínum óskum.

    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 2 nætur á Murales Art Hotel 4★ með hálfu fæði, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, 20 kg innritaður farangur með Neos og 8 kg handfarangur, allur akstur/bátsferðir milli staða, 7 nátta sigling með Costa Cruise um gríska eyjahafið með fullu fæði um borð, hafnargjöld í siglingu, þjónstugjald/þjórfé (hotel service fee) í siglingu, skoðunarferð um Veróna, skoðunarferð í Feneyjum, og skoðunarferð við Gardavatn.
    Ekki innifalið í verði: Gistináttaskattur á Ítalíu (2 nætur), máltíðir á veitingastöðum og börum um borð í skipinu sem eru reknir af sér rekstraraðilum, skoðunarferðir í landi á meðan á siglingu stendur, annað sem ekki kemur fram í lýsingu, Hægt er að kaupa drykkjarpakka í kaupferlinu og er þá eftirfarandi innifalið:, ótakmarkað af kaffi, cappucino og Vergnano te og jurtate, ótakmarkað magn af 0,5 l vatnsflöskum, ótakmarkað rauðvín, hvítvín, rósavín, freyðivín sem afgreitt er í glösum, ótakmarkað af Heineken, Corona og Beck´s kranabjór, Aperol Spritz og Crodino aperatívar, kokteilar og sterk vín svo sem gin og tónik, líkjörar svo sem Amaro Del Capo, Disaronno Amaretto, Sambuca og fleira, eða úrval af sterku víni.

    Ferðalýsing

    Dagskrá

    Athugið

    • Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
    • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
    • • Hægt er að kaupa drykkjarpakka sem inniheldur ótakmörkuð glös af vatni, gosi, bjór, víni og fleiru. Í drykkjarpakkanum er innifalið: VERGNANO teas and herbal teas, coffee and cappuccino, UNLIMITED SAN BENEDETTO 0.5 l water bottles, AN UNLIMITED selection of wines by the glass, Pepsi and 7UP soft drinks and LOOZA fruit juices, HEINEKEN, CORONA and BECK'S draught beers, APEROL SPRITZ and CRODINO aperitifs, as well as mocktails, Any cocktail available at the bar, as well as molecular cocktails, Bitter liqueurs and spirits such as AMARO DEL CAPO, AVERNA, DISARONNO, SAMBUCA, as well as a PREMIUM selection of spirits