Ævintýraleg ferð um Miðjarðarhafið þar sem meðal annars verður stoppað í Frakklandi, á Spáni og Sardiníu.
Verð og dagsetningar
Sæki verð...
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 3 nætur á 4 stjörnu gistingu, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, hótelgisting í Róm með morgunverði, 2 skoðunarferðir í Róm, 7 nátta gisting með Costa Cruise, aðgangur að allri afþreyingu um borð, fullt fæði umborð í skipi, drykkjarpakki sem inniheldur ótakmörkuð glös af vatni, bjór, víni og fleiru, og skattar og hafnargjöld.
Ekki innifalið í verði:
Máltíðir á veitingastöðum og börum sem sér rekstraraðilar reka um borð í skipinu, skoðunarferðir í landi á siglingunni, vatnsflöskur sem eru stærri en 0,5 l flöskurnar sem fylgja í drykkjarpakka, námskeið um borð, vín eða kampavín í flöskum (allt í glösum er innifalið), dýrari og fínni tegundir af koníaki, whisky og öðru virtu og dýru víni eru ekki innifaldar í drykkjarpakkanum. Drykkjarpakkinn gildir ekki á veitingastöðunum Archipelago og Steak House., þjórfé um borð, skoðunarferð um Vatíkanið 15.sept, eða borgarskattur í Róm (city tax) sem eru 6 eur á hvern farþega fyrir hverja hótelnótt.
Dagskrá
Gistingar í boði
Athugið
- Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
- ATH! Dýrari og fínni tegundir af koníaki, whisky og öðru virtu og dýru víni eru ekki innifaldar í drykkjarpakkanum og drykkjarpakkinn gildir ekki á veitingastöðunum Archipelago og Steak House.