Njóttu lífsins í Karíbahafinu. Teygðu úr þér á hlýrri sandströnd við túrkísblátt hafið undir pálmatrjám umvafin seiðandi umhverfi og galdri hafsins. Beint flug með frábærum flugtímum í sól, sælu og ævintýri á Punta Cana í lok nóvember. Það er svo sannarlega allt innifalið á öllum þeim hótelum sem við bjóðum uppá og val um hótel er fjölbreytt. Þú finnur góð fjölskylduhótel á afbragðs verði, rómantískan lúxus og allt þar á milli. Ef einvers staðar er hægt að treyst á gott veður er það á Punta Cana þar sem hitastigið er um 26° allt árið um kring. Leyfðu þér að njóta bestu sólarstranda í heimi við tært Karíbahafið með exótískan drykk, ferska ávexti og grillaðan sverðfisk. Er eitthvað betra? Flogið beint með Neos.
Sæki dagsetningar...

Verð og dagsetningar

Sæki verð...
Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 9 nætur á 4–5 stjörnu gistingu með öllu inniföldu, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, og 1 x 20 kg ferðataska og 8 kg handfarangur.
Ekki innifalið í verði: Skoðunarferðir, eða þjórfé.

Ferðalýsing

Skoðunarferðir

Punta Cana

Athugið

  • Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
  • Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
  • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
  • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.