Porto er um þessar mundir ein vinsælasta borg Evrópu til að heimsækja - og af mjög góðri ástæðu. Töfrandi gamli bærinn við hina fögru á Douro var settur á heimsminjaskrá UNESCO árið 1996. Borgin er heimsfræg fyrir púrtvínið sitt og þykir einn af fallegustu stöðum Portúgals til að heimsækja.
    Verð frá 169.900 kr.
    per farþega
    Skoða öll verð og bóka
    Dagsetningar
    • 22. – 26. apríl

    Verð og dagsetningar

    22. – 26. apríl  5 dagar
    Ferð fyrir 2 fullorðna Heildarverð frá
    339.800 kr.
    Verð frá 169.900 kr.
    per farþega
    22. – 26. apríl  5 dagar
    Ferð fyrir 1 fullorðinn Heildarverð frá
    209.900 kr.
    Verð frá 209.900 kr.
    per farþega
    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, og 4 nætur á 3–4 stjörnu gistingu með morgunverði.
    Ekki innifalið í verði: Athugið að ekki er boðið upp á fararstjórn, Akstur til og frá flugvelli (valkvætt), máltíðir aðrar en morgunverður, city tax, eða þjórfé.

    Ferðalýsing

    Portúgal

    Stórfljótið Douro er aðall þessarar drifmiklu hafnarborgar. Fljótið er vel skipgengt og þar er afar vinsælt að fara í styttri eða lengri fljótasiglingar. Porto er ein elsta borg Evrópu með litríkum húsum frá fyrri tíð. Gamli bær Porto, Ribeira, þykir ákaflega fallegur og er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar má sjá krókóttar steinum lagðar götur og stíga milli fallegra torga. Nýi bærinn hefur verið í hraðri uppbyggingu þar sem arkitektúrinn er eftirtektarverður með sinn sérstaka blæ.

    Borgarbragurinn er fremur rólegur miðað við aðrar borgir af svipaðri stærðargráðu. Um alla borg má finna fjölmarga veitingastaði, bari og kaffihús en verðlag á mat og drykk þykir mjög hagstætt. Ekki gleyma að heimsækja World of Discovery safnið sem rekur m.a. sögu landafunda og heimsreisa portúgalskra sæfara. Þá er full ástæða til að gera ferð upp árdal Douro til að skoða fallega bæi og ægifagra náttúru. Vínekrur liggja víða enda eru Douro-vínin viðfræg.

    Ekki má heldur geyma drykknum ljúffenga sem ber nafn borgarinnar: Púrtvín! Golfsettið má gjarnan fylgja með því golfvellirnir eru opnir allt árið.

    Það er ekki langt að norðurlandamærunum þar sem við tekur Galisíu hérað Spánar sem geymir eina af mikilvægustu borgum kaþólskunnar, Santiago de Compostel, en við glæsilega dómkirkju borgarinnar líkur pílagrímagöngu eftir Jakobsstígnum.

    Skoðunarferðir

    Douro Dalurinn og Vínsmökkun- Portó

    Porto – borgarferð

    Athugið

    • Staðfestingargjald er 50.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.