Ertu farinn að óttast páskahretið? Tryggðu þér gott veður og ljúfar stundir í Taílandi og stingdu af í exótík og dásemd við miðbauginn þar sem veðrið er hlýtt og sólin trygg. Höldum á vit ævintýra Taílands þar sem framandleikinn er samt svo blíður og þægilegur
    Hér eru léttar og ljúfar en þó innihaldsríkar lúxusreisur um strandbæinn Hua Hin og höfuðborgina Bangkok
    12 dagar í vellystingum í Hua Hin og 2-3 dagar í einni ævintýralegustu borg heims.
    Þægilegt flug sem færir ykkur 7 tímabelti austar yfir álfur og höf á meginland Suð-Austur Asíu. Flogið með Finnair á tryggan máta á einum flugmiða sem gefur kost á innritun alla leið frá Keflavík til Bangkok – og til baka
    Verð frá 439.900 kr.
    per farþega
    Skoða öll verð og bóka
    Dagsetningar
    • 26. mars – 12. apríl

    Verð og dagsetningar

    26. mars – 12. apríl  18 dagar
    Ferð fyrir 2 fullorðna Heildarverð frá
    879.800 kr.
    Verð frá 439.900 kr.
    per farþega
    26. mars – 12. apríl  18 dagar
    Ferð fyrir 1 fullorðinn Heildarverð frá
    559.900 kr.
    Verð frá 559.900 kr.
    per farþega
    Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, morgunmatur, allur akstur á milli flugvalla og gististaða einsog tilgreint er í ferðalýsingunni hér að framan, kynningarferð um Hua Hin og Bangkok við komu á staðina, og þjónusta erlendra leiðsögumanna.
    Ekki innifalið í verði: Kostnaður við vegabréfsáritanir eða afgreiðslu á landamærum, "late/early check-in/out" - snemm-innritun eða síð-útskráning af hótelum, eða þjórfé, persónuleg útgjöld og annað það sem ekki er nefnt sérstaklega hér að framan.

    Ferðalýsing

    Páskaferð sem gefur fólki kost á ljúfum 12 dögum í strandbænum Hua Hin og þremur dögum í Bangkok. Ferðin nær yfir alla þessa mörgu og góðu frídaga sem við getum notið yfir páskana svo þetta verður lágmarks frítími frá vinnu.

    Flogið er frá Keflavík kl 10:00 með Finnair til Helsinki og flogið áfram til Taílands og lent kl. 13:15 í Bangkok þar sem farþegar eru sóttir út á flugvöll og ekið til strandbæjarins Hua Hin. Við komu er bærinn kynntur í stuttri ferð um helstu staði, svo farþegum gefist kostur á að ná áttum og kynnast því sem í boði er.

    Næstu dagar eru í ljúfri sæld við ströndina.

    Sökum langrar sögu sem strandstaður og afdrep Bangkokbúa er Hua Hin ólíkur öðrum strandstöðum Taílands.

    Þetta er myndarlegur bær með gömlum bæjarkjarna auk dæmigerðar strandgötu þar sem veitingastaðir og barir standa. Sjávarréttarstaðirnir niður við hafnarsvæðið eru jafnt vinsælir af heimamönnum sem ferðafólki. Frá gömlu höfninni hlykkjast götur þar sem barir, næturklúbbar, götusalar, markaðir og veitingastaðir standa hver við annan. Við ströndina er alltaf eitthvað við að vera og boðið upp á úrval afþreyingar s.s. hestaferðir, skútusiglingar og bátaleigu. Margir af bestu golfvöllum landsins eru í næsta nágrenni, inn á milli lítilla fiskibæja og sveitaaþorpa.

    Fyrir náttúruunnendur eru tveir spennandi þjóðgarðar skammt undan. Kaeng Krachan þjóðgarðurinn með sitt fjölskrúðuga fuglalíf og Khao Sam Roi Yot sem státar t.d. af glæsilegum kalksteinsklettum.

    Þegar vistinni í Hua Hin lýkur er ekið til Bangkok þar sem önnur ævintýri bíða farþega í þessum skrautlegu og skemmtilegu borg þar sem veitingar, skemmtun og verslunarmöguleikar eru óþrjótandi.

    Bangkok er algjör andstæða Hua Hin, hér er ys og þys og borgin sefur aldrei enda alvöru asísk megaborg. Maturinn er eitthvað sem enginn má missa af en það er varla þverfótað fyrir litlum götuveitingastöðum þar sem hugsanlega finnast bestu máltíðir ferðarinnar.

    Síðasti dagurinn í Taílandi er drjúgur því ekki er flogið fyrr en eftir miðnætti og því hægt að nýta daginn í ýmiss erindi og skemmtun í Bangkok. Flogið eftir miðnætti og farin sama leið, um Dúbaí og Ósló og lent síðdegis sama dag. Flogið er með Icelandair og Emirates og farþegar bókaðir alla leið til Keflavíkur sem þýðir að ekki þarf að hafa áhyggjur af innritun farangurs við millilendingu.

    Á meðan á ferðinni stendur er íslenskur fararstjóri Úrval Útsýn ávallt til taks með ráðleggingar og aðstoð við farþega auk þess sem innlendur leiðsögumaður er til aðstoðar.

    Fjöldi valfrjálsra ferða er í boði bæði í Hua Hin og Bangkok sem fararstjóri kynnir farþegum og aðstoðar við bókun.

    Undirbúningur
    Undirbúningur fyrir ferðina er einfaldur. Helst þarf að gæta að þrennu tímanlega:

    • Vegabréfum
    • Ferðatryggingum
    • Bólusetningum

    Vegabréf þurfa að gilda minnst 6 mánuðum umfram áætlaða heimkomu og íslendingar fá 30 daga landvistarleyfi í Taílandi við komu án nokkurra formála. 

    Farþegar þurfa að gæta að því að vera með gildar ferðatryggingar sem flestir hafa innifaldar í greiðslukortatryggingum eða heimilistryggingum.

    Farþegum er bent á að hafa samband við næstu heilsugæslu eða leita til Ferðaverndar (ferdavernd.is) og kanna hvaða bólusetningar eru gildar og fá ráð um hvort þörf sé á frekari bólusetningum m.v. áfangastaðinn.

    Ferðatilhögun

    Flogið er með Finnair kl. 10:00 til Helsinki, lent 15:25 og áfram til Taílands 20:55. Lent er í Bangkok daginn eftir kl .13:15. Þaðan er ekið á hótel í Hua Hin og kynning á bænum síðdegis. Í Hua Hin verður íslenskur fararstjóri og erlendir leiðsögumenn til taks, og fjöldi valfrjálsra ferða í boði meðan dvalið er þar.

    Eftir morgunverð 8. apríl er ekið til Bangkok og við komu þar er nánasta umhverfi kynnt í stuttri ferð. Þar verður einnig fjöldi valfrjálsra ferða í boði.

    Heimflug er 11. apríl kl. 7 að morgni. Lent er í Helsinki um 15:30 og dvalið á hóteli við flugvöllinn yfir nótt. Heimflug frá Helsinki er kl. 7 að morgni daginn eftir og lent um kl. 8.

    Gistingar í boði

    4
    5
    Afmarka út frá stjörnufjölda

    Athugið

    • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
    • Flug með Finnair
    • Dagskrá geti breyst t.d. af völdum veðurs, ófyrirsjáanlegra aðstæðna eða góðra ástæðna/hugmynda.
    • Almennir skilmálar Ferðaskrifstofu Íslands ehf / Úrval Útsýn gilda
    • Gætið tímanlega að bólusetningum, gildistíma vegabréfs og ferðatryggingum