Kristján Steinsson
fararstjóri
    Japan er heillandi land þar sem ævafornar hefðir og háþróaður nútími fléttast saman á einstakan hátt. Hér má finna ótrúlega náttúrufegurð, frá snævi þöktum fjöllum og friðsælum görðum til blómstrandi kirsuberjatrjáa á vorin. Menning landsins einkennist af djúpum virðingarsiðum, listfengi og nákvæmni sem endurspeglast í öllu frá matargerð til byggingarlistar. Hvort sem þú ert að leita að andlegri ró í musteri og helgidómum, spennandi stórborgarlífi eða náttúrulegum undrum, þá býður Japan upp á fjölbreytt ævintýri fyrir alla ferðamenn. Matarmenningin er heimskunn með sínar fáguðu sushi-rétti, ljúffenga núðlusúpur og litrík götumatarmarkaði. Japan er land þar sem gestir finna fyrir hjartanlegri gestrisni, djúpum rótum hefðar og óþrjótandi forvitni um framtíðina – sannkölluð ferð sem skilur eftir sig varanleg áhrif.

    Kristján er einn af reyndustu og vinsælustu fararstjórum Úrval Útsýnar og hefur hann unnið í ferðabransanum í yfir 30 ár. Hann hefur víðtæka reynslu og leysir öll vandmál eins og hendi sé veifað. Kristján er bæði með leiðsögumenntun og háskólamenntaður í ferðamálafræði.

    Verð frá 1.189.900 kr.
    per farþega
    Skoða öll verð og bóka
    Dagsetningar
    • 16. mars – 1. apríl

    Verð og dagsetningar

    16. mars – 1. apríl  17 dagar
    Ferð fyrir 2 fullorðna Heildarverð frá
    2.379.800 kr.
    Verð frá 1.189.900 kr.
    per farþega
    16. mars – 1. apríl  17 dagar
    Ferð fyrir 1 fullorðinn Heildarverð frá
    1.449.900 kr.
    Verð frá 1.449.900 kr.
    per farþega
    Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 15 nætur á 4–5 stjörnu gistingu með hálfu fæði, íslensk fararstjórn, og allur akstur samkvæmt ferðalýsingunni og allar skoðunarferðir samkvæmt ferðalýsingunni.
    Ekki innifalið í verði: Kostnaður við vegabréfsáritanir eða afgreiðslu á landamærum, tryggingar, persónuleg útgjöld, city tax, þjórfé eða annað sem ekki kemur fram í lýsingu.

    Ferðalýsing

    Komdu með í einstaka ferð til Japans, þar sem fortíð og nútíð mætast með ógleymanlegum hætti. Vorið í Japan er einstakur tími þar sem kirsuberjatrén blómstra og forn menning vaknar til lífs. Ferðin hefst í Tókýó, þar sem háhýsi rísa við hlið hljóðlátra helgidóma og litríkt borgarlíf mætir aldagömlum hefðum. 

    Leiðin liggur áfram til Nikko, þar sem gullmálaðir helgidómar og skógi vaxnir fjallstindar segja frá trú, valdi og andagift fyrri alda. Í Hakone endurspeglast fjallið Fuji í vötnum og heitar laugar bjóða slökun eftir dagsferð. Í Nagano baða snjóapar sig í hverum, umvafðir kyrrð og gufu.

    Í Takayama opnast dyr að gamla Japan og Onsen heit böð. Í  Shirakawa-go má sjá stráþök og sveitalíf sem hefur haldist óbreytt í aldir. Í Himeji rís hvíti hegrakastalinn yfir borginni, eitt glæsilegasta mannvirki landsins. Hiroshima og Miyajima bjóða til íhugunar og lotningar, þar sem saga, sorg og friðarvilji fléttast saman í tímalausu landslagi.

    Í Kyoto tekur við alger fegurð: Gullhofið, bambusskógurinn í Arashiyama og teathöfn í rólegum garði sýna andlega og fagurfræðilega djúphugsun Japana. Í Nara ganga dádýr um fornar hallir og heimsins stærsta Búddalíkneski býður gestum að staldra við. Þá tekur Osaka á móti með líflegri götumatarstemningu, skærum ljósum og hlýlegu andrúmslofti sem býr yfir sérstökum sjarma. Að lokum liggur leiðin aftur til Tókýó, þar sem stórborgarlífið, fjölbreytileikinn og orkan kveðja með reisn. 

    Taktu skrefið inn í töfra Japans, menning, náttúra og matur sem þú gleymir aldrei.

    Í fylgd fararstjóra ferðumst við með hraðlestum, rútum, ferju og báti. Gist verður á vönduðum hótelum og onsen–baðstað, og með tíma til að njóta og slaka á.

    Dagskrá

    Dagur 1 — Komudagur til Tókýó (HND), komutími 14:25

    Við lendum í Tókýó, höfuðborg Japans, klukkan 14:25 að staðartíma. Innlendur leiðsögumaður tekur á móti hópnum við komuna og fylgir okkur í rútu á hótelið okkar í Tokyo. Eftir langt ferðalag er gott að hvíla sig eða rölta stutt í nágrenninu til að kynnast borginni. Um kvöldið snæðum við kvöldverð á völdum veitingastað. Gist í Tókýó.

        Dagur 2 — Tókýó

        Eftir morgunverð höldum við af stað í dagsferð um Tókýó. Fyrst förum við til Harajuku, líflegs og litskrúðugs hverfis sem er þekkt fyrir framsækna tísku, götumatarbása og ungmennamenningu. Þar má oft sjá ungt fólk klætt á eftir eigin stíl, óháð tískustraumum. Þaðan liggur leiðin í Meiji-helgidóminn, andlegt athvarf umvafið gróðursælum skógarlundi í hjarta borgarinnar. Helgidómurinn er tileinkaður keisara Meiji og keisaraynju hans. Við endum daginn í Shibuya, þar sem við göngum yfir hina frægu Shibuya Scramble Crossing gangbraut, tákn líflegs borgarlífs í Tókýó, þar sem hundruðir ganga samtímis yfir víðfeðma gangbrautina. Um kvöldið njótum við hefðbundins japansks kvöldverðar á völdum veitingastað. Gisti í Tókýó.

            Dagur 3 — Hakone

            Eftir morgunverð leggjum við land undir fót og höldum í dagsferð til Hakone, sem er þekkt fyrir heita hveri, kyrrlátt landslag og stórkostlegt útsýni til Fuji-fjalls þegar veður leyfir. Við byrjum á heimsókn til Hakone-helgidómsins við Ashi-vatn. Þar gnæfa rauð Torii-hlið yfir vatnsbakkann og skapa friðsæla stemningu sem sameinar náttúru og trúarbrögð.
            Næst förum við í gegnum Owakudani-dalinn, virkt jarðhitasvæði þar sem við finnum brennisteinslykt í loftinu og sjáum gufustróka stíga upp úr jörðinni. Þar fáum við tækifæri til að smakka svokölluð svört egg, sem eru soðin í hverunum og sögð lengja lífið. Í lok dags tökum við kláfferju yfir fjalllendi Hakone og síðan bátsferð á Ashi-vatni, þar sem útsýni til Fuji-fjalls glitrar við sjóndeildarhringinn ef himinninn er tær. Snúum aftur til Tókýó seinnipart dags.
            Um kvöldið snæðum við kvöldverð á völdum veitingastað. Gist í Tókýó.

                Dagur 4 — Tókýó

                Eftir morgunverð heldur ævintýrið áfram. Við heimsækjum Shibuya Scramble Square, nýlega opnaða byggingu með útsýnispalli sem veitir okkur stórkostlegt 360° útsýni yfir borgina. Þaðan förum við til Senso-ji, elsta búddistahofs Tókýó, staðsett í Asakusa-hverfinu. Við göngum eftir Nakamise-verslunargötunni, þar sem hægt er að kaupa handverk, sætan japanskan götumat og minjagripi í gamla stílnum. Við ljúkum deginum með göngu um glæsilega Ginza, eitt dýrasta og glæsilegasta lúxus borgarhverfi heims, þar sem er að finna fjölmargar heimsþekktar tískuverslanir, veitingastaði og kaffihús. Við snæðum kvöldverð á japanska veitingastaðnum Izakaya, þar sem boðið er upp á bæði japanska og vestræna rétti. Gist í Tókýó.

                    Dagur 5 — Nikko – Nagano

                    Í dag yfirgefum við stórborgina og ökum í gegnum skógi vaxið landslag til sögufræga staðarins Nikko, sem sameinar óspillta náttúru og andlega arfleifð. Við byrjum á heimsókn í Rinnoji-hofið, rólegt og virðulegt búddistahof umvafið skógum og stillu. Þar finnum við frið sem hefur endst í aldir. Þaðan förum við til Toshogu-helgidómsins, þar sem við sjáum stórfenglega smíði og gullútskorið skraut, helgað hinum valdamikla Tokugawa Ieyasu, fyrsta sjógún Tokugawa-ættarinnar. Seinnipartinn höldum við til fjallabæjarins Nagano, sem er þekktur fyrir vetraríþróttir, fjallasýn og trúarlega arfleifð og þar snæðum við kvöldverð og gistum í Nagano.

                        Dagur 6 — Takayama

                        Eftir morgunverð ökum við inn í hjarta fjallanna og heimsækjum dularfulla og forvitnilega náttúru við Jigokudani, þar sem við sjáum japanska snjóapa baða sig í heitum náttúrulaugum, mitt í vetrarlandslagi sem minnir á japönsk málverk. Frá vetrardýrunum höldum við áfram til Shirakawa-go, sögulegs þorps á heimsminjaskrá UNESCO sem er þekkt fyrir sérstök stráþök. Að lokinni heimsókn í þetta kyrrláta og einstaka þorp höldum við til Takayama, borgar sem varðveitir andrúmsloft gamla Japans. Þar innritum við okkur á hótel sem býður upp á Onsen, hefðbundið japanskt heitt bað – fullkomið til að slaka á eftir daginn. Við njótum kvöldverðar á hótelinu eða í bænun. Gist í Takayama.

                            Dagur 7 — Himeji

                            Dagurinn hefst með heimsókn á morgunmarkaðinn í Takayama, þar sem við röltum á meðal bása með grænmeti, handverk og heimagerðar kræsingar. Við höldum áfram að kanna gömlu miðborgina í Takayama og Sanmachi-svæðið, hjarta gamla bæjarins, þar sem göngugötur, byggingar frá Edo tímabilinu og sake-bruggverksmiðjur bjóða upp á ferð aftur í tímann. Seinnipartinn ökum við suður yfir landið til borgarinnar Himeji, þar sem glæsilegur kastali gnæfir yfir borginni. Kvöldverður: Á staðbundnum veitingastað þar sem við smökkum rétt úr þessu svæði. Kvöldverður í bænum og gist í Himeji.

                                Dagur 8 — Hiroshima

                                Eftir morgunverð heimsækjum við hinn tilkomumikla Himeji-kastala, oft kallaður “Hvíti hegrakastalinn” vegna glæsilegrar og fallegrar hönnunar. Kastalinn er einn þeirra fáu sem stóð af sér eld, jarðskjálfta og stríð og er í dag á heimsminjaskrá UNESCO. Við tökum síðan Shinkansen-hraðlest til Hiroshima, borg sem stendur uppi sem tákn um frið og uppbyggingu eftir harmleik síðari heimsstyrjaldar. Um kvöldið smökkum við hefðbundinn rétt sem á uppruna sinn í Hiroshima, Okonomiyaki dinner, ljúffenga japanska pönnuköku fyllt með alls konar góðgæti og elduð beint á heitri járnplötu fyrir framan okkur.

                                    Dagur 9 — Hiroshima & Miyajima

                                    Eftir morgunverð tökum við ferju yfir til dásamlegu eyjunnar Miyajima, þar sem við skoðum Itsukushima-musterið með fljótandi Torii-hliðinu og er á heimsminjaskrá Unesco. Eftir heimsóknina á Miyajima snúum við aftur til Hiroshima og heimsækjum Friðarminjasvæðið, þar sem Friðargarðurinn, Friðarsafnið og Atómhvelfingin minna okkur á söguleg örlög borgarinnar, en um leið tákn um seiglu Hiroshima. Kvöldverður og gisting í Hiroshima.

                                        Dagur 10 — Kyoto

                                        Við yfirgefum Hiroshima og höldum til Kyoto, fyrrum höfuðborgar Japans í margar aldir. Í borginni er fullt af fallegum görðum og hofum. Mörg hofanna eru á heimsminjaskjrá Unesco. Við heimsækjum eitt þeirra sem kallað er gyllta hofið, Kinkaku-ji, Þetta einstaka hof, sem stendur við lítið vatn, er þakið ekta gullþynnum og umkringt fallegum görðum sem bjóða upp á kyrrð og fegurð og er helgað Zen búddistum.
                                        Í kvöldverð fáum við að smakka Shabu-Shabu, japanskan rétt þar sem þunnar sneiðar af kjöti og grænmeti er eldað við borðið í heitum potti, ljúffeng og skemmtileg máltíð. Gist í Kyoto.

                                            Dagur 11 — Kyoto

                                            Eftir morgunverð heldur ferðin áfram með dásamlegri göngu um Arashiyama bambusskóginn, þar sem hár bambus sveiflast mjúklega í vindi og skapar töfrandi upplifun. Við höldum svo til Kiyomizu-dera, hins stórbrotna búddistahofs sem stendur á háum súlum með útsýni yfir gamla hluta Kyoto. Hér getur maður ímyndað sér líf Japana fyrir öldum síðan. Þá heimsækjum við iðandi Nishiki-markaðinn, kallaðan “eldhús Kyoto”, staður þar sem litir, lykt og smakk blandast í eina samfellda matarupplifun. Að lokum tökum við þátt í teathöfn, þar sem okkur er kennt að brugga matcha-te og fylgja fornum siðum með virðingu og kyrrð.
                                            Kvöldverður og gisting í Kyoto.

                                                Dagur 12 — Nara – Osaka

                                                Eftir morgunverð byrjum við að heimsækja Fushimi Inari musterið, sem er þekkt fyrir mörg þúsund rauðra Torii-hliða sem mynda göngustíg upp á fjallið Inari. Næst heimsækjum við Nara, þar sem við sjáum Todaiji-hofið, eitt stærsta hof heims og heimili risavaxins brons Búddalíkneskis og Nara garðinn. Í Nara-garðinum eigum við skemmtilega stund með vinalegum dádýrum sem ganga frjáls og hneigja sig fyrir gestum. Síðdegis ökum við til Osaka, þar sem við könnum líflega Dotonbori hverfið, sem er þekkt fyrir skrautlega götur með neonskiltum, götumat og afþreyingu. Kvöldverður og gisting í Osaka.

                                                    Dagur 13 — Osaka

                                                    Dagurinn hefst á ferð upp í Umeda Sky-bygginguna, þar sem við njótum stórfenglegs útsýnis yfir þéttbýli Osaka frá opnum útsýnispalli. Eftir það verður frjáls tími í Shinsaibashi eða Namba, tveimur af mest spennandi verslunarhverfum borgarinnar, þar sem allt frá tísku til tækni er innan seilingar. Hádegisverður og gisting í Osaka. Kvöldverður á eigin vegum.

                                                        Dagur 14 — Tókýó

                                                        Eftir morgunverð höldum við aftur til höfuðborgarinnar með hraðlestinni Shinkansen til Tókýó. Við komuna til Tókýó fáum við síðdegið og kvöldið til að slaka á. Gisting: Tókýó

                                                            Dagur 15 — Kamakura

                                                            Í dag heimsækjum við sögufræga strandbæinn Kamakura, fyrrum stjórnsýslumiðstöð samúraanna.Við byrjum hjá stóra Búddalíkneskinu, sem situr undir berum himni og hefur staðið af sér jarðskjálfta og fellibylji í meira en 700 ár. Við höldum áfram til Tsurugaoka Hachimangu, helgidóms sem var miðpunktur valds samúraanna á tímum Kamakura-stjórnarinnar. Í Komachi stræti gefst tími til að smakka götumat, kaupa handverk og skoða litlar verslanir. Hádegisverður á veitingastað í Kamakura.
                                                            Gist í Tókýó, kvöldverður á eigin vegum.

                                                                Dagur 16 — Heimferð

                                                                Síðasti dagur ferðarinnar rennur upp. Eftir morgunverð er frjáls tími fram að hádegi, þá fáum við hádegisverð á veitingastað í borginni áður en við höldum til Akihabara, miðstöð rafeindatækni og anime-menningar, þar sem hægt er að gera síðustu innkaupin eða njóta stemningarinnar.
                                                                Um kvöldið höldum við út á Narita-flugvöll þar sem við kveðjum Japan eftir ógleymanlega ferð.

                                                                    Athugið

                                                                    • Staðfestingargjald er 150.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
                                                                    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
                                                                    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
                                                                    • Fullgreiða þarf ferðina eigi síður en 16 vikum fyrir brottför