Komdu með til Alicante í golfkennslu og golf með Julíusi Hallgrímssyni, gist í viku á El Plantio Resort, íbúðarhótel með morgunverði staðsettur við golfvöllinn. Það verður kennt í 2 klst á morgnana, síðan spilað 9 holu par 3 völlinn eftir hádegið. 7 daga ferðir með 5 dögum af golfkennslu og golfi.
Í golfskólanum eru mest 12 nemendur og því er kennslan mjög persónuleg. Hvort sem kylfingar eru með lága forgjöf eða eru að stíga sín fyrstu skref þá hentar skólinn öllum og allir fá verkefni við sitt getustig. Kennt er í 5 daga, kennsla er að lágmarki í tvær klukkustundir á skóladögum og inniheldur kennslan eftirfarandi þætti:
• Pútt, vipp og högg í kringum flatir
• Járnahögg og lengri högg af braut
• Teighögg með driver
• Umgengni, siðareglur og golfreglur
• Kennsla við að lesa leikinn og taka réttar ákvarðanir
Eftir að skóla líkur að morgni og hádegisverð þá eiga allir kylfingar rástíma á golfvellinum, þeir sem eru að byrja fara með Júlla á 9 holu par 3 völl sem hentar mjög vel til að læra fyrstu skref íþróttarinnar.
Verð og dagsetningar
Sæki verð...
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 7 nætur á 4 stjörnu gistingu með morgunverði, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, og golfskóli með Júlíusi Hallgrímssyni.
Ekki innifalið í verði:
Golfhringir á komu- og brottfarardegi.
Athugið
- Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
- Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.