Il Picciolo Etna Golf Resort er einstakur dvalarstaður staðsettur við rætur eldfjallsins Etna á Sikiley, umvafinn náttúrufegurð og ró. Þetta er fyrsti 18 holu golfvöllurinn sem opnaður var á eyjunni, og hann liggur í stórbrotnu landslagi þar sem vínekrur, kastaníutrjágarðar og hraunmyndaðar hæðir skapa töfrandi umhverfi. Hótelið býður upp á rúmgóð og hlýleg herbergi, með klassískri hönnun og útsýni yfir náttúruna. Þar er einnig glæsileg heilsulind með innilaug, gufu, sauna og fjölbreyttu úrvali meðferða sem stuðla að vellíðan og slökun. Á veitingastað hótelsins má njóta hefðbundinnar sikileyskrar matargerðar, sem byggir á ferskum, staðbundnum hráefnum. Þar að auki er vínekra í nágrenninu kjörin fyrir vínsmakkanir og matarupplifanir.
    Sæki dagsetningar...

    Verð og dagsetningar

    Sæki verð...
    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, 7 golfhringir, flutningur á golfsetti, akstur til og frá flugvelli, og aðgangur að heilsulind tvisvar per mann.
    Ekki innifalið í verði: Golfbíll - 45 EUR greitt á staðnum.

    Ferðalýsing

    Athugið

    • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.