Það sem einkennir helst Króatíu er óspillt náttúra, rík & góð matarmenning og afslappað andrúmsloft. Meðfram strandlengjunni má finna ótalmargar eyjur sem skemmtilegt er að heimsækja á hvaða árstíma sem er en í Króatíu eru sumrin heit og veturnir mildir.

    Verð og dagsetningar

    Viltu bóka ferð, fá tilboð í verð, eða fá frekari upplýsingar?

    Hafðu samband í +354 585 4000 eða sendu okkur póst á info@uu.is

    Við sérsníðum ferðina að þínum óskum.

    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, Ein innrituð taska (20kg) og persónulegur handfarangur (8 kg /ekki cabin taska), Gisting á 4* Hotel SeeSea í Vodice í 7 nætur með hálfu fæði í superior herbergjum með sjávarsýn, skoðunarferðir með staðarleiðsögn til Sibenik ásamt vínsmökkun, skoðunarferð með staðarleiðsögn til Split og Trogir. Ferð í Etnoland og Krka þjóðgarðinn, hádegisverður innifalinn þennan dag. Sigling og eyjahopp ásamt hádegisverði um borð í bátnum, og allur akstur.
    Ekki innifalið í verði: Skoðunarferð til Zadar. Síðbúin útritun af hóteli. Þjórfé, drykkir og annað sem ekki kemur fram hér að ofan og í ferðalýsingu.

    Ferðalýsing

    Dagskrá

    Dagur 1, mánudagur, 14. apríl 2025

    Beint flug með Play til Split í Króatíu. Lending kl.16:30 á flugvellinum í Split, rúta flytur hópinn til hins fallega bæjar Vodice þar sem gist verður í 7 nætur. Aksturinn til Vodice tekur ca. 1.5 klst. Kvöldverður innifalinn á hóteli.

        Dagur 2, þriðjudagur, 15. apríl 2025 — Šibenik

        Að morgunverði loknum, kl.09:00, verður farið í skemmtilega skoðunarferð með staðarleiðsögumanni til Sibenik. Þessi fallega borg á mikla og merkilega sögu allt frá miðöldum og er afar skemmtileg heim að sækja. Frjáls tímí eftir gönguferð og upplagt að fá sér hádegisverð á einum að frábærum veitingastöðum borgarinnar (hádegisverður ekki innifalinn). Við yfirgefum Sibenik um kl 13:30 og höldum rakleiðis í vínsmökkun á Baraka vínekrunni. Hér gefst kostur á að smakka hvítt, rautt og rósavín og fræðast um vínrækt í héraðinu. Lagt af stað til baka kl.15:30. Frjáls seinni partur og kvöldverður á hótelinu.

            Dagur 3, miðvikudagur, 16. apríl 2025 — Etnolad og Krka þjóðgarðurinn

            Lagt er af stað kl.10:00 og keyrt í Etnoland, sem er endurgerð af húsakynnum Dalmatíubúa og við fáum við að fræðast um hvernig fólk bjó og lifði í Dalmatíu héraði áður fyrr. Hér fáum að smakka hina frægu Drniš “pršut” sem er hráskinka þeirra Króatíubúa ekki ósvipuð ítalskri Prosciutto skinku eða Jamón Ibérico frá Spáni. Einnig verður boðið upp á vín úr héraðinu ásamt brauði. Skemmtileg skoðunarferð um híbýlin með sögumanni. Hádegisverðurinn hér er hefðbundinn Dalmatíu matur upp á það allra besta hádegisverður innifalinn). Eftir hádegisverð verður farið í þjóðgarðinn Krka þar sem fegurðin er einstök. Gengið verður ásamt staðarleiðsögumanni að Krka fossunum en þeir eru frægir fyrir einstaka fegurð. Eftir gönguna í Krka tekur við stutt bátsferð (20 min) niður eftir ánni að bænum Skradin. Hér förum við aftur í rútuna og ökum sem leið liggur á hótelið okkar í Vodice. Frjáls seinni partur og kvöldverður á hótelinu.

                Dagur 4, fimmtudagur, 17. apríl 2025 — Skírdagur

                Frjáls dagur.

                Dagur 5, föstudagur, 18. apríl 2025 — Föstudagurinn langi - Trogir og Split

                Að morgunverði loknum verður haldið til bæjarins Trogir. Þar verður farið í skemmtilega skoðunarferð um bæinn og einnig gefst frjáls tími til að rölta um og snæða hádegisverð (hádegisverður ekki innifalinn). Kl.13 er keyrt til Split og farið í skoðunarferð þar, en Split er dásamleg strandborg og vinsæll ferðamannastaður í Króatíu. Frjáls tími gefst til þess að skoða borgina á eigin vegum og versla eða setjast niður á kaffihús og njóta mannlífsins.
                Kl.17:30 verður snúið aftur til Vodice. Kvöldverður innifalinn á hótelinu og frjálst kvöld.

                    Dagur 6, laugardagur, 19. apríl 2025 — Eyjahopp

                    Kl.09:40 röltir hópurinn saman niður að bryggju í Vodice þar sem farið verður um borð í bát og farið í skemmtilega siglingu og eyjahopp. Ef veður leyfir verður hægt að synda í sjónum og er því mælt með að taka sundföt með eða vera í þeim undir fötunum. Hádegisverður innifalinn um borð. Komið verður tilbaka um kl.15:30, kvöldverður innifalinn á hóteli og frjálst kvöld.

                        Dagur 7, sunnudagur, 20. apríl 2025 — Páskadagur – Frjáls dagur eða skoðunarferð til Zadar

                        Frjáls dagur fyrir þá sem vilja.
                        Hægt er að kaupa afar skemmtilega og áhugaverða skoðunarferð til hinnar fornu borgar Zadar sem á sögu 3000 ár aftur í tímann. Elstu leifar mannlegrar tilveru og menningar í Zadar-héraðinu ná allt aftur til steinaldar. Elsti Dalmatíumaðurinn fann á þessu svæði í jarðlögum sem eru yfir 15.000 ára gömul.
                        Einnig verður saltverksmiðjan Nin heimsótt. Solanin.hr/en/ Ferðin er keypt sérstaklega í kaupferlinu en einnig er hægt að bæta henni við eftirá. Síðasti dagur til að bóka ferðina er 25.mars.

                            Dagur 8, mánudagur, 21. apríl 2025 — Heimför

                            Morgunverður og frjáls dagur. Rúta flytur hópinn á flugvöllinn kl. 14:00 en fram að því er frjáls tími. Hægt verður að geyma farangur á hótelinu eftir að búið er að skrá alla út og njóta dagsins fram að brottför.
                            Brottför frá Split flugvelli kl.17:30, lending í Keflavík kl. 20:30 að staðartíma.

                                Athugið

                                • Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
                                • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
                                • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.