Vigdís Jóhannsdóttir
fararstjóri
    Það sem einkennir helst Króatíu er óspillt náttúra, rík & góð matarmenning og afslappað andrúmsloft. Meðfram strandlengjunni má finna ótalmargar eyjur sem skemmtilegt er að heimsækja á hvaða árstíma sem er en í Króatíu eru sumrin heit og veturnir mildir.

    Vigdís Jóhannsdóttir er menntaður kennari og hefur búið víða erlendis m.a. í Ástralíu og í Bandaríkjunum. Hún hefur starfað við ferðaskipulagningu og sem leiðsögumaður bæði á Íslandi og erlendis. Mikil útivistar- og göngumanneskja sem hefur mikla þekkingu á matarmenningu og vínum.

    Verð frá 309.900 kr.
    per farþega
    Skoða öll verð og bóka
    Dagsetningar
    • 6. – 13. okt.

    Verð og dagsetningar

    6. – 13. okt.  8 dagar
    Ferð fyrir 2 fullorðna Heildarverð frá
    619.800 kr.
    Verð frá 309.900 kr.
    per farþega
    6. – 13. okt.  8 dagar
    Ferð fyrir 1 fullorðinn Heildarverð frá
    379.900 kr.
    Verð frá 379.900 kr.
    per farþega
    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 5 nætur á gisting í Biograd na Moru 4★ með hálfu fæði, 2 nætur á gisting í Split 4★ með morgunverði, íslensk fararstjórn, enskumælandi staðarleiðsögn í Zadar, Split og Trogir, aðgangseyri í House of Salt-safnið í Nin, aðgangur í Vransko Jezero þjóðgarðinn, ásamt leiðsögn, vínsmökkun og ólifuolíusmökkun, og allur akstur samkvæmt ferðalýsingunni.
    Ekki innifalið í verði: Matur annar en tekinn fram, city tax (greiðist á staðnum), þjórfé, eða Skoðunarferð 8. október.

    Ferðalýsing

    Dagskrá

    Dagur 1

    Við hefjum ferðina í Keflavík og fljúgum með Play, OG538, kl. 10:45 og lendum í Split kl. 17:30. Eftir það förum við með rútu til Biograd na Moru sem er borg staðsett í hjarta Adríahafsstrandarinnar. Borgin er þekkt fyrir fallegar strendur, tvenna hafnargarða og nálægð við ýmsa ferðamannastaði. Biograd na Moru býr einnig yfir áhugaverðum sögulegum minjum og hefur verið vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn sem leita að afslöppun og útsýni við sjóinn. Á 10. öld var borgin höfuðborg Króatíu og mikil verslunar- og sjávarútvegsmiðstöð. Hér verður gist í nótt og við borgum saman kvöldmat sem er innifalinn í verðinu.

        Dagur 2 — ZADAR OG NIN

        Um kl.10:00 er lagt af stað til Zadar sem er borg þekkt fyrir sögulegar minjar, fallegar strendur og sérstaka blöndu af gömlum og nýjum arkitektúr. Borgin var áður höfuðborg héraðsins og hefur verið mikilvægur verslunar- og menningarstaður í langan tíma. Við förum í tæplega tveggja tíma skoðunarferð um borgina en um kl. 12:30 gefst fólki kostur á að fá sér hádegisverð á eigin vegum. Við leggjum af stað um kl. 15:00 frá Zadar og keyrum til Nin sem er ein af elstu borgum Króatíu og hefur mikla sögulega og menningarlega þýðingu. Hún var mikilvæg miðstöð á miðöldum, meðal annars sem staður biskupadómkirkjunnar og var oft talin vera fyrsta höfuðborg Króatíu áður en Zadar tók við. Í Nin förum við saltverksmiðju og skoðum House of salt safnið. Um kl. 16:00 keyrum við aftur til Biograd na Moru. Eftir að þangað er komið gefst frjáls tími en við gistum þarna aðra nótt og borðum saman kvöldmat sem er innifalinn í verðinu.

            Dagur 3 — FRJÁLS DAGUR, VALFRJÁLS SKOÐUNARFERÐ

            Í dag er frjáls dagur en þeir sem vilja geta komið með í skoðunarferð þar sem lagt er af stað frá hótelinu um kl. 09:30 og keyrt til Etnoland Pakovo Selo. Þetta er útivistar-, sögu- og menningarsvæði staðsett í Pakovo Selo, litlu þorpi nálægt Šibenik í Króatíu. Þarna gefst gestum tækifæri til að upplifa hefðir, siði og lífshætti í Króatíu frá gömlum tímum. Um kl. 11:30 er hádegisverður þar sem þú getur borðað allt sem þú getur af kjöti sem er eldað undir járnhleyfi. Um 12:45 keyrum við að NP Krka fossunum í NP Krka þjóðgarðinum þar sem innlendur leiðsögumaður fer með okkur í gönguferð um svæðið. Að því loknu fær hópurinn smá frítíma. Um kl. 15:00 mun leiðsögumaður fylgja hópnum að bryggjunni og fara þaðan í siglingu til Skradin. Siglingin tekur um hálftíma og eftir það tökum við stutta göngu um Skradin sem er þekkt fyrir að vera inngangspunktur að þjóðgarðinum og einn af vinsælustu áfangastöðum í Dalmatíu. Borgin sjálf er líka mjög sjarmerandi með þröngum götum, sögulegum byggingum og fjölmörgum veitingastöðum sem bjóða upp á hefðbundna dalmatíska matargerð. Skradin hefur verið í byggð í mörg hundruð ár og hefur mikla sögulega þýðingu sem sést í gömlum arkitektúr og fornminjum sem finnast í borginni. Um kl. 16:30 er lagt af stað til Biograd na Moru þar sem við gistum og borðum kvöldverð sem er innifalinn í verðinu.

                Dagur 4 — ÞJÓÐGARÐAR OG VÍNSMÖKKUN

                Eftir morgunverð leggjum við af stað um kl. 09:00 til Vransko jezero sem er eitt af mikilvægustu vatnasvæðum landsins. Ferðin tekur um hálftíma og við byrjum á því að fara í Info centre Kamenjak sem er upplýsingamiðstöð staðsett við Kamenjak þjóðgarðinn en þjóðgarðurinn er þekktur fyrir sína óspilltu náttúru, eyjar og fallega strendur. Miðstöðin er frábær staður fyrir ferðamenn sem vilja fræðast um garðinn, skoða kort, fá upplýsingar um gönguleiðir og uppgötva hvernig þeir geta sem best notið þessarar náttúruperlu. Um kl. 10:30 keyrum við að Info centre Prosika sem er staðsett við innganginn að þjóðgarðinum í Prosika en þar hefst ein helsta gönguleiðin að Krka fossunum, sérstaklega að Skradinski buk, sem er einn helsti og mest heimsótti foss þjóðgarðsins. Um kl. 12:00 förum við til Sibenik þar sem við fáum frjálsan tíma, getum snætt hádegisverð á eigin vegum og skoðað okkur um. Um kl. 15:00 er keyrt aftur til Biograd na Moru en þar förum við í vínsmökkun. Um 16:30 förum við aftur á hótelið og um kvöldið er kvöldverður sem er innifalinn í verði.

                    Dagur 5 — FRJÁLS DAGUR

                    Frjáls dagur, gisting í Biograd na Moru og um kvöldið er kvöldverður sem er innifalinn í verði.

                        Dagur 6 — TROGIR OG SPLIT

                        Eftir morgunverð leggjum við af stað um kl. 09:30 og keyrum til Trogir. Borgin er þekkt fyrir sína stórkostlegu sögulegu og menningarlegu arfleifð og er meðal þeirra staða í Króatíu sem eru á UNESCO heimsminjaskrá. Trogir er einnig vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn vegna fallega gamla bæjarins þar sem miðaaldabyggingar hafa varðveist og þröngar steingötur bjóða upp á einstaka upplifun. Borgin hefur mikið af fallegum húsum og kirkjum frá rómverskum, byzantískum og Miðalda tímabilum. Við skoðum borgina milli kl. 11:00 og 12:30 en þá gefst frjáls tími til að fá sér hádegisverð. Um kl. 14:00/14:30 leggjum við af stað til Split sem er önnur stærsta borg Króatíu og er staðsett á suðurströndinni við Adríahafið. Borgin er einn af helstu ferðamannastöðum landsins og hefur mikla sögu og menningu sem dregur til sín bæði heimamenn og ferðamenn frá öllum heimshornum. Eftir að fólk hefur tékkað sig inn á hótelið í Split er frjáls dagur.

                            Dagur 7 — SKOÐUNARFERÐ UM SPLIT

                            Eftir að morgunverður hefur verið snæddur hittum við leiðsögumann á hótelinu okkar og leggjum af stað um kl. 09:30 til að skoða Split og ganga um gamla bæinn. Kl. 11:30 er áætlað að skoðunarferð sé lokið og eftir það er frjáls dagur.

                                Dagur 8 — Heimför

                                Eftir morgunverð gefst okkur færi á að ganga frá farangri áður en við þurfum að tékka okkur út af hótelinu um kl. 11:00. Brottför á flugvöllinn í Split er um kl. 15:30 og flogið er með Play, OG539, kl. 18:30 og lent í Keflavík kl. 21:35.

                                    Gistingar í boði

                                    Athugið

                                    • Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
                                    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
                                    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.